Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1961, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.09.1961, Blaðsíða 11
Bakkevig 200 mál Evanger .500 — Söbstad 200 — Goos 250 — Bræðslurnar réðu til sín, auk eigin skipa, síldar- báta til löndunar, og voru skuldbundnar að taka alla síld af bátunum á vertíðinni, og verðið var í byrjun 4 krónur málið (eitt mál — G/2 uppmæld tunna). Verksmiðjurnar fóru því verr út úr þessum við- skiptum, þess meira sem fiskaðist, sökum t.akmark- aðra afkasta, því hráefnið rýrnar mikið við geymslu. Norðlenzka síldin er oftast mjög fcit og geymslu- þoli hennar takmörk sett, einkum í sumarhitum, er oft verða miklir í Siglufirði, og því fór svo að þrær tylltust og stórir bingir af síhl hlóðust upp á lóðum bræðslnanna, þar sem rými fékkst, og þar varð síldin að bíða vinnslu, oft vikum saman, og þá stórskenimdist nokkuð af henni og varð ekki hæft sem hráefni, en bræðslurnar báru einar tjónið. Þetta vandamál, of lítil afköst, bagaði oftast þennan rekstur og hefir rýrt hráefnið til stórra muna, því síldin var árviss og óð á grunnmiðum miðsvæðis fyrir Norðurlandi, venjulega frá því laust fyrir miðjan júlí til miðs september. Ný, stórvirk tækni fer að ryðja sér til rúms í Siglufirði á miðjum þriðja tug aldarinnar. Goos fær snigilpressur og Dr. Paul sömuleiðis, og íslenzka ríkið tekur svo við með stórum, nýjum bræðslum. Hér skal látið staðar numið um siglfirzku bræðsl- urnar. Þær urðu að nútíma stórrekstri, sumar hinna eldri stækkaðar og endurbættar, og nýjar risu á grunni hinna gömlu. Þetta var eðlileg þróun. En einkennilegt cr það að um það leyti, sem afköst síldarbræðslna voru orðin afar stórvirk og vélvæð- ing fullkomin, þá breyttust síldargöngur, sjálf síldin fjarlægðist frá hinum gömlu grunnmiðum, cn það er önnur saga. (Eftirprentun bönnuð.) PÓLAR HF. 10 ÁRA 1. októbcr fyrir 10 árum komu 5 ungir verzlunar- menn saraan og stofnuðu hlutafélag, sem fram- leiða skyldi rafgeyma. Þessir ungu menn voru Ól- afur Finsen, Runólfur Sæmundsson, (nú í Argen- tínu), Börge Petersen, Jörgen Hansen og Júlíus M. Magnús. Fyrst var verksmiðjan staðsett í bakhúsi við Hverfisgötu 89 í tveimur herbergjum. Tveir hlut- hafanna, þeir Runólfur og Börge, störfuðu að fram- leiðslunni fyrstu tvö árin. Miklir erfiðleikar steðj- uðu að þessu unga fyrirtæki fyrstu árin, lítill véla- kostur, féleysi og margvíslegir byrjunarörðugleikar. Seint á árinu 1953 fékk verksmiðjan aðcins rýmra húsnæði í kjallara í Borgartúni 1. Vélakostur var aukinn nokkuð og erlendur sérfræðingur starf- aði að framleiðslunni. Fór fyrirtækið þá smám sam- an að rétta úr kútnum. A þessu ári hætti Runólfur Sæmundsson störfum sem framkvæmdastjóri og tók Magnús Valdimarsson við því starfi. Árið 1957 komst verksmiðjan í stórt og rúmgott húsnæði að Einholti (i, sem fyrirtækið hefur nú eignazt. Er þetta framtíðar húsnæði með töluverð- um stækkunarmöguleikum. Framleiðslan tvöfald- aðist, eftir að verksmiðjan komst í hið nýja liús- næði. Á ])essu 10 ára tímabili liafa verið framleiddir yfir 00 þús. rafgeymar. Úr G40 tonnum af blýi og blýdufti hefur verksmiðjan unnið. 2*4 milljón ein- angrunarplötur hafa verið notaðar og 360 tonn af brennisteinssýru. Með núverandi framleiðslu sparar verksmiðjan um 3 milljónir króna í erlendum gjaldeyri á ári. Yfir 40% af öllum framleiddum Pólar rafgeymum hefur farið í íslenzka vélbátaflotann. Með sífcllt aukinni vélvæðingu landsmanna, eykst að sama skapi rafgeymanotkunin. Frjáls Verzlun árnar þessu merka fyrirtæki allra heilla í framtíðinni. FRJÁLS VERZLUN 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.