Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1961, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.09.1961, Blaðsíða 23
Kristján Redslew stoínar verzlun á Siglufirði Svo umhugað sem stjórninni var, að verzlun héldi áfram á hinum gömlu höfnum einokunarinnar, var hún því hins vegar mjög mótfallin á þessum tíma, að stofnaðar væru verzlanir á nýjum stöðum, þar eð slíkt myndi hindra viðgang kaupstaða þeirra, sem gert var ráð fyrir að risu upp í Reykjavík, Grundarfirði, ísafirði, á Akureyri, Eskifirði og í Vestmannaeyjum. A þessum fyrstu árum var eingöngu gerð undan- tekning með Siglufjörð, þar sem Kristjáni Redslew, aðstoðarkaupmanni frá Iíofsósi, var leyft að sctja upp verzlun árið 1788. í þessu skyni útvegaði sölu- nefndin honum tilhöggvið timburhús frá Noregi og sá um flutning á því til Siglufjarðar. Einnig útveg- aði nefndin honum 35 smálesta skip, ýmsar vörur og nauðsynleg áhöld, ásamt peningaláni, og fékk hann allt þetta með sömu kjörum og aðrir fyrrver- andi starfsmenn konungsverzlunarinnar sættu. Redslew hafði unnið við verzlunina á Hofsósi og Akureyri í 25 ár og hefir því vcrið vel kunnugur staðháttum á Siglufirði og nágrenni, er hann byrjaði verzlun sína þar. Kona hans, sem einnig var dönsk, Iiét Anna Kristín, og svo virðist senr þau hjón hafi verið barnlaus. Ekki vcrður séð af heimildunum, hve lengi Anna hafði verið á íslandi, þcgar hér var komið sögu, en allt bendir hins vegar til þcss, að hún hafi þegar frá byrjun ráðið meiru um verzl- unarreksturinn á Siglufirði en maður hennar. Verzlunarfyrirkomulag það, sem gilti á íslandi á tímabilinu 1788—1855, var í daglegu máli manna á þeim tíma nefnt fríhöndlun, en þá máttu, cins og þegar hefir verið sagt, aðeins þegnar Danakon- ungs verzla á íslandi. Engin bein verzlun rnátti yfirleitt fara fram milli íslands og landa utan Danaveldis, ncma kaupmenn á Islandi væru í félagi við verzlunarfyrirtæki í Kaupmannahöfn eða öðr- um borgum ríkisins. Aflciðingin varð sú, að ís- landskaupmenn beindu jafnan öllum viðskiptum sínurn til Kaupmannahafnar. Héldu skip þeirra til Islands á vorin hlaðin vörum og sneru aftur til Kaupmannahafnar á haustin með íslenzkar afurðir, og með því að kaupmönnum var skylt að hafa verzlanir sínar á íslandi opnar allt árið, höfðu flestir þeirra verzlunarstjóra lil að sjá um þær, en önnuðust sjálfir sölu útflutningsvara og kaup á innflutningsvörum í Kaupmannahöfn. Fyrstu viðskipti Önnu Redslew við sölunefnd Svo sem fyrr var getið, var verzlunarþekkingu kaupmanna að ýmsu leyti ærið ábótavant, er þeír byrjuðu að verzla á eigin spýtur. Leituðu þeir því mjög á náðir sölunefndarinnar í ýmsum efnum, einkum fyrstu árin, enda var það líka eitt af hlut- verkum hennar að fylgjast með afkomu kaup- manna, sem allir voru í skuld við konungssjóð. Það vakti ekki litla athygli hjá nefndinni, þegar skip Redslews kom í fyrstu verzlunarferð sína til Kaupmannahafnar veturinn 1788—’8í), að sjálfur hafði kaupmaðurinn orðið eftir á Siglufirði til að sjá um verzlunina þar, en hér var komin kona hans til að annast verzlunarerindin í Ilöfn. Hafði skipið orðið heldur síðbúið frá íslandi um haustið, hlekkzt á við Noreg og orðið að leita þar hafnar um sinn. Auðséð er, að nefndarmenn hafa orðið mjög snortnir af dugnaði Onnu Redslew, því að þeir gerðu ráðstafanir til að henni yrði veitt öll nauðsynleg aðstoð. Sjálfsagt hafa þeir líka dregið verzlunar- þekkingu hennar í efa og því talið réttara að hafa hönd í bagga með henni. Ekki verður séð, hvernig verzlunin gekk í Kaupmannahöfn hjá Onuu að þessu sinni, en hins vegar tókst henni að fá sölu- nefndina til að lækka um þriðjung verðið á húsi því, sem nefndin hafði útvegað Redslew frá Noregi, þar eð það hafði reynzt heldur lélegt, og auk þess vcitti nefndin henni 200 ríkisdali að gjöf til endur- bóta á húsinu. Er fátt annað vitað um dvöl hennar í Kaupmannahöfn í þctta skipti, og kom hún heilu og höldnu til Siglufjarðar á skipi þeirra hjóna sum- arið 1789. Deilur kaupmannshjónanna við íslendinga Sambúð þeirra Redslewhjóna við Siglfirðinga og ýmsa aðra, sem }>au áttu saman við að sælda þarna, virðist þcgar í upphafi hafa verið heldur erfið. Mun viðleitni þeirra hjóna að hindra viðskipti íbúanna við hollenzka duggara, sem gerðu sig allheima- komna á þessum slóðum, ekki hvað sízt hafa orðið tilefni til sundurþykkis. íslendingum hafði um langan aldur verið bannað að hafa nokkur viðskipti við erlenda fiskimenn, og var það bann ítrekað í tilskipuninni um fríhöndl- unina árið 1787. Jafnan var þó crfitt að framfylgja þessu banni, einkum á afskekktum stöðum, og höfðu Siglfirðingar löngum haft góða afstöðu til að hafa það að engu, meðan engin verzlun var á þessum slóðum og sýslumaðurinn víðsfjarri. Samkvæmt verzlunarlöggjöfinni, höfðu kaupmenn rétt til að gera smyglvarning upptækan, en urðu að afhenda FRJAL6 VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.