Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1961, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.09.1961, Blaðsíða 24
hann hlutaðeigandi sýslumanni. Að sjálfsögðu máttu kaupmenn ekki heldur verzla við hina erlendu sjó- menn, nema selja þeim brýnustu nauðsynjar, ef iíf sjómannanna lá við, en þessi ákvæði þótti Sigl- firðingum Redslewhjónin halda í meira lagi illa. í ágústmánuði 1789 kom til ryskinga milli þriggja Islendinga og kaupmannshjónanna, sem höfðu áhöfnina á skipi sínu sér til aðstoðar. Var aðaltil- efnið það, að einn íslendinganna, Torfi Sveinsson að nafni, hafði átt einhver viðskipti við hollenzka sjómenn, sem lágu með skip sitt þarna við ströndina. Kom hann svo við í verzlun Redslews, og hcimtaði þá Anna að fá að sjá innihald poka eins, er hann hafði meðferðis, en þegar hann færðist undan því, kallaði hún á mann sinn og skipshöfnina og „bað þá, eða öllu heldur skipaði þeim“, eins og segir í frásögn Torfa af atburðinum, að taka af honum pokann. Torfi og tveir menn, scm þarna voru með honum, voru heldur grátt leiknir í þessum viðskipt- um, og hélt hann því fram, að Anna hefði sjálf barið hann í andlitið með lykli, sem hún hafði í hendinni, meðan tveir menn héldu honum. Mjög óverulegur sinyglvarningur reyndist vera í poka Torfa, en Redslew kaupmaður kærði hann ]j<) fyrir Jóni sýslumanni Jakobssyni á Espihóli. Honum þótti hins vegar Torfi og félagar hans hafa sætt svo illri meðferð, samkvæmt áreiðanlegum vitnisburðum, og brotið auk þess það smávægilegt, að hann ráðlagði Redslew að sættast við Torfa, enda höfðu sýslumenn líka fyrirmæli stjórnarinnar um að reyna að koma í veg fyrir óþörf málaferli milli kaupmanna og íslendinga. Anna kærir Jón sýslumann í Kaupmannahöin Ressa afstöðu tók Anna mjög illa upp fyrir Jóni sýslumanni, og ef til vill hefir ])cim þá þegar borið fleira á milli. Um veturinn, þegar hún kom til Kaup- mannahafnar, kærði hún sýslumann fvrir sölunefnd, og hélt því fram, að hinir þrír Islendingar hefðu ráðizt á mann hennar, er hann reyndi að ná smygl- varningnum af Torfa, og hafi hún því neyðzt til að kalla á hjálp. Nú reyni Jón sýslumaður hins vegar að gera sem minnst úr sekt landa sinna, enda Játi hann alla launverzlun afskiptalausa. Einnig gerði Anna mikið úr yfirgangi Hollendinga á Siglu- firði, sem oft væru þar fjölmennir á sumrin og sköð- uðu verzlun þeirra lijóna með viðskiptum sínum við landsmenn. Fór hún þess ákveðið á leit við sölunefndina, að hún útvegaði þeim hjónum fall- byssur til að fæla Hollendingana á brott með. Ekki fékk Anna fallbyssurnar, en að öðru leyti tók nefndin máli hennar vel og bað stjórnina að fyrirskipa Stefáni amtmanni Þórarinssyni á Möðru- völlum að rannsaka kærur hennar. Þessum kærum svaraði svo Jón sýslumaður árið eftir og benti á, að sökum fjarlægðar heimilis síns frá Siglufirði, hefði hann enga aðstöðu til að hindra launverzlun þar, eða annars staðar við utanverðan Eyjafjörð. Hollenzku duggurnar væru líka það vel búnar mönnum og vopnum, að hann hefði enga möguleika til að koma lögum yfir þær, jafnvel þótt hann stæði þær að ólöglegri verzlun. Kvaðst hann ckki einu sinni mundu hafa mannafla né útbúnað til að taka skip þeirra Redslews-hjóna með valdi, þar eð áhöfnin væri þaulvön að standa í slagsmál- um. Annars taldi hann enga launverzlun, sem orð væri á gerandi, fara fram milli Ilollendinga og Sigl- firðinga, og allra sízt sæti það á Onnu Redslew að kæra yfir slíku, þar eð almannarómur segði hana leita mjög eftir viðskiptum við Iíollendinga. Andlót Redslews kaupmanns Þegar Jón sýslumaður gaf þetta svar sitt haustið 1790, höfðu bæði orðið mikilvægar breytingar á högum Onnu og ný deilucfni skapazt á milli hennar og sýslumanns. Kristján Redslew kaupmaður hafði andazt á Siglufirði síðla hausts 1789, nokkru eftir að kona hans fór af landi burt. Vegna skulda hans við konungssjóð, fyrirskipaði amtmaðurinn Jóni sýslumanni að skrifa upp allar eignir dánarbúsins og gera aðrar þær ráðstafanir, sem hann teldi henta bezt hagsmunum konungs, þar lil nánari fyrirmæli kæmu frá Kaupmannahöfn. Sýslumaður sá ekki ástæðu til að leggja á sig langa og erfiða ferð út á Siglufjörð um hávetur og fól hreppstjórnarmönnunum þar og sóknarprest- inum að sjá um uppskriftina. Skyldu þeir innsigla allar eignir dánarbúsins, nema eitthvað af matvör- um, sem beykir Redslews, Birck að nafni, átti að annast útsölu á og halda sérstakan reikning yfir. Sjálfur fór Jón sýslumaður ekki til Siglufjarðar, fyrr en síðast í apríl um vorið, þegar hann þurfti að halda þar þing. Gerði hann þá nýja uppskrift á eignunum og seldi á uppboði citthvað af vörum, sem hann taldi skemmdar eða einskis nýtar fyrir dánarbúið. Tilkynning þeirra Stefáns amtmanns og Jóns sýslumanns um andlát Redslews kom sölunefndinni í hendur síðast í marzmánuði 1790. Mæltu þeir báðir með því, að allar eignir dánarbúsins yrðu 24 FBJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.