Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1961, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.09.1961, Blaðsíða 27
til meðferðar þar til hann gæti lagt hana fyrir sjó- réttinn í Kaupmannahöfn. Þangað til yrðu stýri- maður og félagar hans að gæta umburðarlyndis og rækja störf sín með samvizkusemi. Nýjar kærur Onnu gegn Jóni sýslumanni Áður en Anna fór af landi burt um haustið, urðu enn árekstrar milli hennar og sýslumanns, og var tilefnið það, að í fyrrnefndu bréfi stýrimannsins var fullyrt, að Anna ætlaði að taka með sér á skip- ið allar matvörur, sem til voru í verzlun hennar, eða miklu meira en þurfti til ferðarinnar. Samkvæmt verzlunartilskipuninni bar kaupmönnum hins vegar skylda til að hafa nægar nauðsynjavörur í verzl- unum sínum allt árið, og áttu sýslumenn að hafa eftirlit með því. Jón skipaði því hreppstjórunum á Siglufirði að athuga, hve miklar birgðir væru í verzlun Önnu og hafa eftirlit með því, að hún flytti ekki meira af matvörum í skipið, en nægilegt væri til fararinnar. Þessum ráðstöfunum svaraði Anna með því að fá vfirlýsingar nokkurra manna á Siglufirði og nokkurra Olafsfirðinga, að ekki hafi skort nauðsynjar í verzlun hennar. Bæta hinir síðar- nefndu því við, að Anna hafi alltaf komið sóma- samlega fram við Ólafsfirðinga, að því er þeir bezt viti. Ekki er vitað, hvaða ráðstafanir Anna gerði, áð- ur en hún lét í haf, til að hafa verzlun sína opna yfir veturinn, eins og henni bar að gera eftir verzl- unarlöggjöfinni, en hitt er víst, að þessar síðustu aðgerðir Jóns sýslumanns urðu síður en svo til að milda hug hennar til hans. Fara nú engar sögur af Önnu, fyrr en í ársbyrjun 1791, er sölunefndin byrjaði að ganga eftir þeim skuldaafborgunum hennar, sem fallnar voru í gjalddaga. Þessar af- borganir kvaðst hún enga möguleika liafa til að greiða að sinni, sökum þess hve herfilega Jón sýslu- maður Jakobsson og fulltrúar hans á Siglufirði hefðu farið með dánarbú manns hennar og komið fram við hana sjálfa. Lagði hún fram rækilega greinargerð þessu til sönnunar, og hefir ýmislegt í henni við talsverð rök að styðjast, þar eð sumar ráðstafanir sýslumanns varðandi dánarbúið höfðu verið heldur fljótfærnislegar, og upphæð sú, sem hann lét taka úr verzlun Önnu vegna Kristínar Guðmundsdóttur, var líka óneitanlega allrífleg mið- að við kaupgjald kvenna á þessum tímum. Sölunefndin sendi nú stjórninni ýtarlega kæru á hendur Jóni og taldi liann hafa gert sig sekan um embættisafglöp. Skrifaði svo stjórnin Stefáni amt- manni Þórarinssyni og bað hann að rannsaka málið. Ef ásakanir Önnu voru réttar, hafði sýslumaður nefnilega ekki aðeins valdið henni tjóni, heldur og konungssjóði, þar eð allar eignir dánarbúsins stóðu að vcði fyrir láni því, sem Kristjáni Redslew hafði á sínum tíma verið veitt til að stofna verzlunina. Þótti því stjórninni yfirsjón sýslumanns þeim mun alvarlegri. En málið dróst á langinn og virðist að lokum alveg hafa fallið niður, enda varð atburða- rásin þannig, að Anna gat ekki sjálf haldið því vakandi. Fallvalt gengi Greinargerð Önnu um öll þau rangindi, sem hún taldi sig liafa verið beitta á íslandi, varð til þess að sölunefnd veitti henni ekki einungis grciðslu- frest til ársloka 1791, heldur og lán til viðbótar, auk ýmissar annarrar aðstoðar. Virðist það ekkert hafa dregið úr trausti nefndarinnar til hennar, að um veturinn barst henni bréf frá Stefáni amtmanni, þar sem hann gaf heldur ófagra lýsingu á öllu hátt- erni Önnu á Siglufirði og verzlunarrekstri hennar. Segir hann, að luin fari þar öllu sínu fram, án til- lits til laga og réttar, í skjóli þess hve staðurinn er afskekktur og vanmáttar bænda þarna, er verði að láta sér lynda þær móðganir, sem þessi óstýriláta og duttlungafulla kona leyfi sér að hafa í frammi við þá. Anna varð heldur síðbúin i íslandsferð sína suin- arið 1791, og bar margt til þess. Sölunefndin hafði verið heldur sein að afgreiða mál hennar, og auk þess átti hún í málaferlum fyrir sjóréttinum, bæði við skipshöfn sína og Birck beyki, og að því loknu lenti hún í þrasi við málafærslumann sinn út af þóknun lians. Málaferlin við skipshöfnina stöfuðu einkum af erfiðlcikum Önnu að greiða henni um- samið kaup, og lauk þeim þannig, að Anna var dæmd til að borga skuldina, áður en skip hennar færi frá Höfn. Varð hún því enn að leita á náðir sölunefndar, sem gekk í ábvrgð fyrir greiðslu skuld- arinnar, svo að íslandsförin færist ekki fyrir af þeim ástæðum. Það var því komið frarn í ágúst, þegar Anna komst loksins af stað, en þegar skipið eftir ýmsar tafir hafði náð út á hafið milli Noregs og Hjaltlands, hreppti það mótvind og hrakti til Björgvinjar. Neitaði þá skipshöfnin að fara lengra það haustið. Anna taldi sig ekki hafa efni á því að bíða þarna FRJÁLS VEUZLUN 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.