Frjáls verslun - 01.06.1965, Page 4
Vinur minn, sem var við nám við ríkisháskólann
í Florida, ráðlagði mér að nema við viðskiptadeild
skólans, og bætti við að loftslag væri þægilegt á
þessum slóðum. Það varð úr að ég hóf nám til að
ljúka BS gráðu í banka- og fjármálum. Síðan fékk
ég Fulbrightstyrk og lærði við háskólann í Alabama
og Ibero Americana í Mexíkóborg.
ISM: Ilvar kynntust þér verðbréfaviðskiptum?
BACIIMANN: í Tallahassee. Ég kynntist konu
minni 1955, og verðbréfaviðskiptunum gegnum
hana. Ég varð ástfanginn af báðum, og hefi verið
giftur þeim síðan. Kona mín, Ann, var að búa sig
undir háskólapróf í spænsku. Hún gætti barna fyrir
framkvæmdastjóra einu verðbréfaskrifstofunnar í
Tallahassee og kynnti mig fyrir honum. Svo fór,
að er ég varð framkvæmdastjóri, vann þessi maður
hjá mér.
ISM: Hann hefur þá vissulega haft áhrif á yður?
BACHMANN: Ég varð sannarlega hrifinn af
þessari hlið viðskiptalífsins. Jafnskjótt og ég hafði
lokið Masters-prófi, vildi ég byrja, svo ég hélt rak-
leiðis til New York.
ISM: Og hófuð störf sem verðbréfasali?
BACHMANN: Nei, svo auðvelt var það ekki.
Verðbréfamarkaðurinn var í öldudal í september
1957. Sem dæmi má nefna að ég heimsótti Du Pont
& Co. snemma í september — og þeir sögðu mér
að koma aftur í janúar, sex mánuðum síðar. Ég
vaið að taka staðreyndum: Verðbréfafyrirtækin
réðu ekki menn á þessum tíma. Ég sneri mér til
Chase Manhattan (bankans) og þar fékk ég starf
þegar í stað. Þeir settu mig í námskeið í ábyrgðar-
deildinni, og þar var ég grafinn í 11 mánuði.
ISM: Þér höfðuð farið til New York með þeim
staðfasta ásetningi að gerast verðbréfasali, en þess
í stað lentuð þér í banka. Hvarflaði það að yður
að e. t. v. væru verðbréfaviðskiptin ekki hin rétta
hilla yðar í lífinu, því að sölustarf, sem verðbréfa-
viðskipti eru, kynni að reynast eitthvert erfiðasta
starf, sem maður hafandi ekki fullt vald á tungu-
málinu, gæti valið sér?
BACHMANN: Þér hlægið kannske, en um þetta
leyti gerði ég mér ekki grein fyrir að margt fólk
skildi mig ekki. Ég skildi fólkið, en það skildi mig
ekki. Faðir minn átti eina auglýsingafyrirtækið á
íslandi. Iíann var mikill sölumaður. Ég fylgdist oft
með því er hann kom fram með eitthvað nýtt og
frábrugðið er hann var að selja. Síðar velti ég því
fyrir mér hvort hinn erlendi hreimur minn hjálp-
aði mér til að selja. Fólk varð að taka eftir, hvort
sem því líkaði betur eða verr, og hlusta vandlega
á það sem ég var að segja. E. t. v. gaf þetta. mér
stundum nokkrar mínútur til þess að endurtaka
það, sem ég var að bjóða því. En þetta er aðeins
tilgáta.
ISM: Og hún er vissulega fróðleg. En hvernig
tókst yður að brúa bilið milli bankastarfsemi og
verðbréfasölu og hafna síðan í Florida?
BACHMANN: Það var of kalt í New York.
Manhattan ætti að heita ísland. Á veturna er kald-
ara þar en í Reykjavík, svo áður en árið var á
enda sneri ég mér til Samtaka verðbréfafyrirtækja,
og föstudag einn var Florida Goodbody að leita að
manni. Maður þeirra í Miami var staddur þarna
og hann sagði: „Ef þú lætur sjá þig í Miami á mánu-
dagsmorgun, þá færðu starf hjá okkur.“ Ég hætti í
Chase Manhattan síðdegis þennan dag. Við pökk-
uðum dóti okkar niður, komum því fvrir í litla
Peugeoutbílnum okkar, og þessa helgi ókum við
suður á bóginn. Því er ekki að neita að við litum
út eins og sígaunar!
TSM: Hvernig gekk yður síðan fyrsta árið?
BACHMANN: Fyrsta árið fékk ég meira en
$10,000 (430,000 ísl. kr.) í umboðslaun.
ISM: Munið þér hversu marga viðskiptamanna-
reikninga þeir létu yður hafa?
BACHMANN: Enga. Mér voru ekki afhentir
neinir viðskiptamannareikningar. Ég byrjaði með
ekki neitt.
TSM: Þekktuð þér nokkurn mann í Miami?
BACHMANN: Engan.
ISM: Þarna voruð þér þá nýliði í viðskiptunum
í framandi borg. Sýndi framkvæmdastjóri fyrir-
tældsins yður, hvernig þér ættuð að bera yður til
við að byrja?
BACHMANN: Nei. Ég bvrjaði einfaldlega á bví
að heimsækja menn án þess að gera boð á undan
mér (cold calls). Ég gekk upp götuna öðrum megin
og niður hinum megin. Ég fór síðan í heimsóknir í
nærliggjandi skrifstofur, og mér til mikillar undrun-
ar komst ég að þeirri niðurstöðu að það var miög
auðvelt að hitta menn að máli. Allir höfðu mikið
af bæklingum um fjárfestingu og verðbréf liggjandi
h’á sér, og ég man að mest af þessum ritum var
frá Merril-Lynch (eitt stærsta verðbréfafyrirtækið
í USA). Þeir höfðu mjÖ2 góða reglu á póstsend-
inpum, og það var Merril-Lynch bæklingur í hverri
skrifstofu sem ég heimsótti, þannig að flestir þess-
ara manna voru kunnugir hlutabréfum og verð-
bréfum; sumir þeirra áttu hlutabréf. — ev enginn
4
FRJÁLS VERZLUN