Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 6
að tala við mig tuttugu klukkustundir á sólarhring,
þá er það vinnutími minn. Persónulegt samband
er mesta sölutœki mitt. Eg hefi viðskiptavini, sem
reka veitingahús, og vilji þeir hitta mig kl. 11 um
kvöld eða kl. 7 að morgni, þá er ég til staðar. Náin
tengsl við fólk gegna stærstu hlutverki í sölum mín-
um. Ef ég hefi nógu marga væntanlega viðskipta-
vini að ræða við, þá kem ég þeim fyrr eða síðar til
þess að ræða um verðbréfamarkaðinn, og ég hefi
alltaf á reiðum höndum ákveðin hlutabréf til að
mæla með. Það skiptir engu máli hvers konar reikn-
ingum þeir hafa áhuga á. Þegar þeir spyrja, hvað
líti bezt út, hefi ég ávallt svar á reiðum höndum.
ISM: Teljið þér, að þér þurfið að vita meira um
væntanlegan viðskiptamann áður en þér mælið með
einhverju við hann?
BACHMANN: Undir það síðasta, já, í byrjun,
nei. Ég get spurt hann í skyndingu hvort hann hafi
áhuga á „spekúlasjón“ eða beinni fjárfestingu. Áður
en þessi aðili verður viðskiptavinur minn verð ég
engu að síður að vita eitt og annað um hann sjálfan,
fjölskyldu hans o. fl., til þess að geta veitt honum
sem bezta þjónustu.
ISM: Teljið þér að það sé siðferðileg skylda yðar
ekki síður en að það hjálpi yður í sölum, að þekkja
viðskiptavin yðar?
BACHMANN: Nei, raunverulega ekki. Það er
rétt, að til þess að vera réttsýnn verðbréfasali verð-
ur maður að kynnast högum viðskiptavinarins náið,
en ég tel einnig að þessi vitneskja geti verið mikils-
vert söluvopn af eftirgreindum ástæðum: Góður
sölumaður, og við gerum ráð fyrir því að hann sé
ráðvandur, verður að trúa á það, sem hann er að
selja. í viðskiptum okkar er ekki nóg að menn trúi
á, að þau hlutabréf, sem við mælum með, séu heppi-
leg til fjárfestingar. Það er ekki síður mikilvægt að
trúa því að þessi sérstöku bréf séu góð fjárfesting
fyrir þennan sérstaka viðskiptavin. Þess vegna
verður þessi þekking að söluvopni sökum þess að
hún sér þér fyrir réttlætingu á ákafa þínum og sann-
færingu, er þú mælir með ákveðnu verðbréfi.
ISM: Hr. Bachmann, þér hafið veitt okkur inn-
sýn í starf yðar sem verðbréfasala, sem vel gengur.
Ilvað er það, sem þér teljið mikilvægast í störfum
yðar?
BACHMANN: Ég mundi segja sjálfsögun —
sjálfsögun í meðferð tímans. Tíminn er ]>að mikil-
vægasta, sem ég hefi. Tími er ekki peningar — tími
er hagnaður.
ISM: Þakka yður fyrir.
Samgöngumál íslendinga
Framh. af bls. 1
örar en samgöngur á sjó. Haja bœði flugfélögin
þar átt hlut að mála. Innanlandsflugið, sem ekki
er arðgœft, hefur mœtt á Flugfélagi íslands, sem
nú hefur bœtt flugvélakost sinn með hinni glœsi-
legu Folcker-Friendshi'pvél „fíUkfaxa“, og fœr
von bráðar aðra flugvél af sömu gerð. 1 milli-
landafluginu hafa Loftleiðir fœrt mjög út kví-
arnar og hyggja að sögn á endurbœtur á véla-
kosti sínum. Nœsta stórátalcið í lofti hlýtur þó
að vera kaup á þotuvél, sem getur stytt flug-
tíma verulega, svo að t. d. bein ferð til Kaup-
mannahafnar taki innan við fjóra kluklcutíma,
og jafnframt gœti vél af þeirrí gerð boríð yfir
hundrað farþega. Fróðir menn telja, að vél þeirr-
ar tegundar mundi e. t. v. lcosta svipað og nýr
Gidlfoss. Það mun ekki vera launungarmál, að
Flugfélag lslands hefur milcinn hug á að eignast
slíkan farkost og hafa í því sambandi verið gerð-
ar ýtarlegar athuganir á öllum rekstrarkostnaði
og afkomumöguleikum þess háttar fyrírtækis.
Vœri óskandi, að þœr vonir mœttu rœtasi. Þá
ætti samgöngum okkar á sjó og í lofti að vera
borgið um sinn.
Verzlunarstéttin hlýtur sérstaklega að fagna
hverri samgöngubót, og mun raunar öll þjóðin
taka undir þær óskir. Vonandi eignast Islending-
ar áður en mörg ár líða nýjan fíullfoss og mynd-
arlega þotu.
— Hver er skoðun prófessorsins á kvenfólki,
spurði blaðamaðurinn stærðfræðiprófessorinn í af-
mælisviðtalinu.
— Kvenfólk, endurtók prófessorinn hugsi, og
studdi hönd undir kinn. — Kvenfólk? Jú, er það
ekki kvenfólk sem fer afturábak þegar maður
dansar?
★
Einn bílstjóranna hjá frægri sérleyfisleið, sem ek-
ur austur fyrir fjall, kom ldaupandi inn til forstjór-
ans.
— Einn af bændunum fyrir austan hótar að kæra
sérleyfið. Það er vegna kúnna hans.
— Höfum við ekið á einhverja þeirra?
— Nei, en hann segir að bíllinn keyri svo hægt,
að farþegarnir halli sér út um gluggana og mjólki
kýrnar um leið og þeir fara hjá!
6
frjals verzlun