Frjáls verslun - 01.06.1965, Page 7
(Jlflulningsuppbæfur landbúnaðarins
lítl bærilegur baggi
Þættir úi ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar, viðskiptamálaráðherra,
á aðalfundi Verzlunarráðs
Á fyrstu átta mánuðum þessa árs varð fiskafli
mun minn cn á sama tima árið áður. Þorskaflinn
reyndist 22% minni. Til skamms tíma virtist einnig
svo sem sildaraflinn mundi verða minni, og þó eink-
um verðminni, en í fyrra, en mikill síldarafli síðustu
vikur veldur því, að gera má ráð fyrir, að síldar-
aflinn verði meiri nú í ár en í fyrra, bœði að magni
til og verðmæti. Hins vegar hafa verðhækkanir á
sjávarafurðum bætt upp aflaminnkunina á þorsk-
veiðum. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs varð
framleiðsluverðmæti sjávarútvegsins 3.473 milljónir
króna, en liafði á átta fyrstu mánuðum síðastliðins
árs numið 3.437 milljónum króna. Með hliðsjón af
auknum síldarafla síðustu vikur má gera ráð fyrir
því, að nú í dag sé heildarframleiðsluverðmæti
sjávarútvegsins orðið meira en það var á sama tíma
í fyrra.
Framkvæmdir hafa nú í ár sem fyrr verið mjög
miklar og valdið mikilli eftirspurn eftir vinnuafli.
Til þess að stuðla að því, að of mikil eftirspurn
eftir vinnuafli og lánsfé ylli ekki varhugavcrðri
röskun á vinnumarkaðnum og lánsfjármarkaðnum.
ákvað ríkisstjórnin í vor að lækka opinberar fram-
kvæmdir um fimmtung og reyndi að hafa áhrif á
stærstu bæjarfélögin í þá átt, að þau hefðu hemil
á framkvæmdum sínum. Áætlað er, að heildarfjár-
munamyndun þjóðarinnar verði í ár, í raunveruleg-
um verðmætum talin, um það bil hin sama og á
síðastliðnu ári. Gert er þó ráð fyrir, að bvggingar-
starfsemi verði nokkru meiri eða um 7% meiri en
á síðastliðinu ári. Er þetta mun rninni aukning á
byggingastarfsemi en átti sér stað í fvrra, er hún
nam 14%, en árið þar áður eða 1963 jókst bygg-
ingarstarfsemi hvorki mcira né minna en um 20%.
í þessu sambandi verður að hafa í huga, að vélvæð-
ing licfur aukizt verulega í byggingariðnaðinum og
haft í för með sér aukna framleiðni.
Á fyrstu átta mánuðum þessa árs jókst innflutn-
ingur urn 5,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Ef
innflutningur skipa og flugvéla er frátalinn, jókst
innflutningurinn um 10,3%, en hafði aukizt. um
2,3% á sama tíma i fyrra. Útflutningur jókst á
fyrstu átta mánuðum þessa árs um 15,4%, en hafði
aukizt um 21,6% á sama tíma í fyrra. Á fyrstu
átta mánuðum þessa árs batnaði gjaldeyrisstaða
bankanna um 218 milljónir króna. Á sama tíma í
fyrra hélzt gjaldeyrisstaðan svo að segja óbreytt.
1 ágústlok nam gjaldeyrisvarasjóður bankanna
1.811 milljónum króna. í því sambandi er athyglis-
vert, að inneign í frjálsum gjaldeyri nam 1.936
milljónum króna, en hins vegar skulduðu íslend-
ingar í vöruskiptagjaldeyri 125 milljónir króna.
Stutt erlend vörukaupalán jukust á fyrstu átta
mánuðum ársins um 202 milljónir króna, og er það
mun meiri aukning en átti sér stað á sama tíma í
fyrra, en þá nam aukningin aðeins 91 milljón króna.
f ágústlok nam heildarupphæð stuttra erlendra
vörukaupalána 615 milljónum króna. Á fyrstu átta
mánuðum þessa árs juukust birgðir útflutningsvöru
um aðeins 172 milljónir króna, og er það miklu
minni aukning en átti sér stað á sama tíma í fyrra.
Þá jukust birgðir útflutningsvöru um 577 milljónir
króna. í ágústlok námu birgðir útflutningsafurða
939 milljónum króna.
Þensla sú, sem einkennt hefur peningamarkaðinn
undanfarin ár, hefur haldið áfram á þessu ári. Er
ástæðan annars vegar veik staða ríkissjóðs gagnvart
Seðlabankanum og liins vegar miklar erlendar gjald-
eyristekjur. Á þessu mun þó eflaust verða breyting
á næstu mánuðum, annars vegar vegna þess, að
FRJÁLS VERZLUN
7