Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 8
verið er að gera ráðstafanir til þess að fjárlög ársins 1966 verði hallalaus, og hins vegar vegna hins, að ckki verður í ár jafnmikil aukning á sjávarafla og varð í fyrra. A síðastliðnn ári varð verulegur greiðsluhalli hjá ríkissjóði, og hefur hallinn halrlið áfram á þessu ári. Kemur það fram í versnandi stöðu ríkissjóðs í Seðlabankanum. Hins vegar er það ásetningur ríkisstjórnarinnar, að ríkisbúskapur- inn skuli verða hallalaus á næsta ári, án þess þó að gripið verði til nokkurrar almennrar hækkunar skatta eða tolla. A fyrstu átta mánuðum ársins jukust heildar- innlán í banka og sparisjóði um 864 milljónir króna. Þar af var aukning spariinnlána 567 milljónir og aukning veltuinnlána 297 milljónir. Útlán banka og sparisjóða jukust hins vegar 78 milljónum króna meira en innlánin eða um 942 milljónir króna. Um launasamningana, sem gerðir voru á miðju þessu ári, er það að segja, að þótt þeir hafi í för með sér verulega útgjaldaaukningu fyrir atvinnu- reksturinn í landinu, þá eiga þeir ekki að þurfa að stofna efnahagsjafnvægi inn á við né út á við í hættu. En ef takast á að koma í veg fyrir það, verð- ur annars vegar að gera samræmt og myndarlegt átak til allsherjar framleiðniaukningar og hins vegar að beita öllum tiltækum ráðum til þess, að kaup- hækkanirnar valdi sem minnstri hækkun á verðlagi, eru þær, að framleiðnin aukist. Og ef framleiðnin eykst, hafa verið sköpuð skilyrði til raunverulegra kjarabóta, annaðhvort í formi raunverulega stytts vinnutíma eða raunverulega hærri tekna. Rétt er að geta þeirra breytingar, sem varð á þessu hausti varðandi verðlagningu landbúnaðar- afurða. Kerfi það, sem ríkt hefur varðandi ákvörð- un landbúnaðarvöruverðs allar götur síðan 1943, reyndist nú ekki framkvæmanlegt, og varð þess vegna að grípa til bráðabirgðaráðstafana til þess að verðleggja landbúnaðarvörurnar nú í liaust. En í kjölfar þessara atburða hlýtur það að sigla, að gildandi löggjöf um verðlagningu innlendrar búvöru verði endurskoðað frá grunni. Verður það áreiðan- lega eitt af megin verkefnum næsta Alþingis að setja nýja löggjöf um þessi efni, þar eð núgildandi löggjöf hefur ekki reynzt framkvæmanleg lengur. Það væri eflaust æskilegt, að samstarf neytenda og framleiðenda um verðlagninguna gæti haldizt, en jafnframt mun vafalaust verða nauðsynlegt að breyta ýmsum grundvallarreglum, sem gilt hafa, varðandi verðlagningu landbúnaðarafurðanna. Þá ætla ég að víkja að tveimur vandamálum, sem ég tel, að setja muni svip á umræður um ís- lenzk efnahagsvandamál á næstu mánuðum og miss- erum. Á þeim tuttugu árum, sem liðin eru síðan heims- styrjöldinni síðari lauk, hafa alþjóðaviðskipti vaxið mjög í skjóli vaxandi verzlunarfrelsis. Á stríðsár- unum og fyrstu árunum eftir stríðið var hvarvetna vöruskortur og þess vegna settar ýmis konar höml- ur á viðskipti. En þær hömlur voru smám saman afnumdar að stríðinu loknu. Átti Efnahags- og framfarastofnunin í París og Marshall-aðstoð Bandaríkjanna við Evrópulönd verulegan þátt í því, hversu ört sú þróun gerðist. Þegar innflutnings- höftin höfðu verið afnumin að mestu, sneru að- ildarríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar sér að jjví að afnema aðrar hömlur, sem torvelduðu milliríkjaviðskipti, og þá fyrst og fremst tolla. Þótt Island hafi verið aðili að Efnahags- og framfara- stofnuninni frá stofnun hennar 1948, fylgdi það lengi vel þeirri stefnu, sem yfirlcitt. var ráðandi í aðildarríkjunum. Á árunum 1950—51 var gerð til- raun til afnáms innflutningshafta, en j^au voru þó fljótlega tekin upp aftur, jjar eð efnahagsstefnan í lieild gerði það torvelt að komast af án þeirra. Með þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru í ársbyrjun 1960, var hins vegar brotið blað í þessum efnum. Því viðskiptafrelsi, sem þá var komið á, hefur ekki aðeins verið haldið síðan, heldur hefur það smám saman verið aukið. Árið 1963 var hafinn undirbúningur að því, að ísland gerðist aðili að Alj>jóðasamningum um tolla og viðskipti eða GATT. Ilinn 5. marz var bráða- birgðaaðild íslands að þessum samtökum samþykkt. Með því öðlaðist ísland rét.t til jiess að taka þátt í samningaviðræðum J)eim um að lækka tolla og afnema viðskiptahömlur, sem kenndar eru við Kennedy Bandaríkjaforseta. í maí 1963 hafði ráð- herrafundur GATT-samtakanna sainþykkt, að stefna ætti að allt að 50% almennri tollalækkun. Nú eru meira en tvö ár liðin, síðan þessi samþykkt var gerð. Enn er engu liægt að spá um árangur þeirra viðræðna, en fvrirsjáanlegt er þó, að tolla- lækkanirnar, sem í kjölfar þeirra sigla, verða miklu minni en ætlað var í fyrstu. Um tollalækkanir á sjávarafurðum ríkir fullkomin óvissa. Enn sem kom- ið er bendir ekkert til þess, að íslendingar geti vænt sér almennra tollalækkana á sjávarafurðum í kjölfar Kennedy-viðræðnanna. Það er þess vegna, sem íslendingar verða að hugleiða það, hvaða önn- ur ráð séu tiltæk til þess að tryggja bætta viðskipta- 8 FRJÁLS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.