Frjáls verslun - 01.06.1965, Qupperneq 9
Frá aðalfundi Verzlunarráðs. Viðskiptamálaráðherra í ræðustóli.
aðstöðu íslands á erlendum mörkuðum. Margt
bendir og til þess, að þýðing beinna vöruskipta í
íslenzkum utanríkisviðskiptum fari minnkandi á
næstu árum. Það bendir einnig til þess, að íslend-
ingar þurfi að atliuga vandlega afstöðu sína til við-
skiptabandalaganna í Vestur-Evrópu.
Það hefur aldrei verið talið koma til greina, að
ísland gerðist aðili að Efnahagsbandalaginu, eins
og það er og starfar í dag. Það verður og eflaust
ríkjandi skoðun framvegis. Hins vegar hafa við-
skipti okkar við Fríverzlunarbandalagslöndin eða
EFTA-löndin farið vaxandi á undanförnum árum.
Og kvaðir þær, sem EFTA-samningnrinn leggur á
aðildarríki þess bandalags, eru svo miklu minni en
samningur Efnahagsbandalagsins leggur á aðildar-
ríki þess, að þær út af fyrir sig útiloka engan veg-
inn aðild íslands að slíku bandalagi. T. d. hafa
ákvæði stofnsamnings EFTA um gagnkvæm at-
vinnurekstrarréttindi ekki haft neina breytingu í för
með sér á Norðurlöndum. Ákvæði þessi taka ekki
til landbúnaðar, fiskveiða, samgöngumála, starfsemi
banka og tryggingafélaga eða annarrar hliðstæðrar
starfsemi. Auk þess eru fordæmi fyrir því, að gerð-
ur hafi verið sérstakur fyrirvari varðandi þessi
atriði til þess að tryggja enn betur full vfirráð yfir
innlendum náttúruauðlindum og eftirlit með er-
lendri fjárfestingu. Gerðu t. d. Norðmenn slíkan
fyrirvara í sambandi við aðild sína að EFTA.
Auðvitað má færa rök bæði með því og móti, að
íslendingar gerist aðilar að EFTA. Helztu rökin,
sem færa má með þvi, að íslendingar leiti eftir að-
ild að EFTA, eru þau, að aðild okkar inundi greiða
fyrir útflutningi íslenzkra afurða til EFTA-land-
anna, fyrst og fremst útflutningi þeirra sjávaraf-
urða, sem EFTA-samningurinn nær til, svo sem
freðfisks, síldarlýsis, þorskalýsis og niðursuðuvöru,
en aðildin mundi einnig opna nýjar leiðir til út-
flutnings iðnaðarvöru, t. d. útflutnings á ullarefn-
um, prjónavörum úr ull, ullargarni og sútuðum
gærum. Nýir framleiðslu- og útflutningsmöguleikar
mundu og skapast. Aðstaða okkar á mörkuðum
bandalagsríkjanna hefur farið versnandi undanfar-
in ár samanborið við aðstöðu framleiðenda á EFTA-
svæðinu og lægra verð fengizt fyrir sumar afurðir
af þeim ástæðum. Skýrasta dæmið um þetta er
freðfiskstollurinn í Bretlandi, sem er 10% á í slenzk-
um freðfiski, en 3% á norskum og dönskum freð-
fiski, og fellur sá tollur alveg niður eftir eitt og hálft
ár. Enn meiri tollmúr er á síldarlýsi, þar sem síldar-
lýsi frá EFTA-löndunum er tollfrjálst í Bretlandi,
en 10% tollur er á íslenzku síldarlýsi. Er þetta skýr-
ingin á því, að íslenzkt síldarlýsi er nú selt á lægra
verði til Bretlands en danskt síldarlýsi. Það virðist
líklegt, að fslendingar mundu í sambandi við að-
ild að EFTA geta fengið tvíhliða samninga við
helztu viðskiptalönd sín í EFTA um ýmiss konar
viðskiptafríðindi. þar eð fordæmi eru fyrir slíkum
samn:ng"m milli EFTA-landa. Ættu íslendingar þá
FRJÁLS VERZLUN
9