Frjáls verslun - 01.06.1965, Síða 10
sérstaklega að keppa að því, að fá fríðindi fyrir
sjávarafurðir, t. d. frjálsari innflutning á ísfiski og
tollalækkun á heilfrystum fiski í Bretlandi og e. t. v.
fyrirgreiðslu um aukna sölu á íslenzku kindakjöti
til Norðurlandanna.
Höfuðbreytingin, sem aðild að EFTA mundi hafa
í för með sér hér innanlands, er sú, að afnema yrði
alla verndartolla. Hins vegar er heimilt að halda
hvers konar fjáröflunartollum. En með hliðsjón af
því, að í fyrra munu innflutningstollar hafa numið
sem næst helmingi af tekjum ríkissjóðs og tals-
verður hluti tollanna eru verndartollar, mundi af-
nám þeirra annars vegar hafa mikil áhrif á fjár-
mál ríkisins og hins vegar mikla þýðingu fyrir þann
innlenda iðnað, sem að einhverju eða öllu leyti hefur
starfað í skjóli verndartollanna. Hins vegar er regl-
an sú, að tollalækkanirnar eru framkvæmdar í
áföngum, og má eflaust gera ráð fyrir því, að Is-
lendingar gætu átt kost á alllöngu aðlögunartíma-
bili. I þessu sambandi er og nauðsynlegt að geta
þess, að jafnvel þótt íslendingar gerist ekki aðilar
að EFTA, er skipulögð tollalækkun á næst.u árum
nauðsynleg af ýmsurn ástæðum. Með því móti
myndi unnt að tryggja hagkvæmari nýtingu bæði
vinnuafls og fjármuna en nú á sér stað. Ein hald-
bezta leiðin til þess að draga úr þeirri þenslu, sem
verið hefur og er enn í efnahagslífinu og treysta
þannig jafnvægi í efnahagsmálum, er án efa sú, að
lækka smám saman innflutningstollana og stuðla
þanig að verðlækkun innanlands og óbeinni lækk-
un framleiðslukostnaðar. Þá er tollalækkun og nauð-
synleg til þess að draga úr ólöglegum og óeðlileg-
um innflutningi til landsins, en meðan jafnmikið
misræmi er á milli verðlags innanlands og utan og
nú á sér stað, að því er snertir hátttollaðar vörur,
hlýtur ávallt að vera mjög torvelt að stemma stigu
við ólöglegum innflutningi. Meðal iðnrekenda virð-
ist vera fullur skilningur á nauðsyn skipulegrar
tollalækkunar, þ. e. a. s. tollalækkunar, sem gerð
sé í áföngum eftir fyrirframgerðri áætlun, enda
gerði síðasta ársþing Félags íslenzkra iðrekenda
ályktun í þá átt.
Helztu rökin gegn aðild íslands að EFTA eru
hins vegar þau, að lækkun tolla á innfluttum iðn-
aðarvörum frá EFTA-ríkjunum muni hafa í för með
sér erfiðleika fyrir hinn tollverndaða íslenzka iðnað,
að ákvæði EFTA-sáttmálans um afnám hafta gætu
torveldað viðskipti okkar við Austur-Evrópulöndin
og að afnám verndartollanna hefðu í för með sér
alvarlegt fjáröflunarvandamál fyrir ríkissjóð.
Það er skoðun mín, að það verði eitt helzta við-
fangsefni íslenzkra efnahags- og viðskiptamála á
næstu mánuðum og misserum, að vega og meta
kosti þess og galla, að ísland gerist aðili að EFTA-
samtökunum. Hér er um mál að ræða, sem íslenzk
verzlunarstétt hlýtur að láta sig miklu varða og
nauðsynlegt er, að hún hugleiði vandlega.
Hitt málið, sem ég ætla að gera að umtalsefni og
ég tel, að muni verða eitt meginviðfangsefnið í ís-
lenzkum efnahagsmálum á næstu mánuðum og
misserum, er, hver framtíðarstefnan eigi að vera í
málefnum íslenzks landbúnaðar. Einhverjum kann
að þykja undarlegt, að ég telji ástæðu til þess að
ræða vandamál íslenzks landbúnaðar á aðalfundi
Verzlunarráðsins. En sannleikurinn er sá, að vanda-
mál landbúnaðarins eru orðin að einu höfuðvanda-
máli íslenzkra efnahagsmála. Astæða þess, að svo
er komið, er sú annars vegar, að íslenzk landbún-
aðarframleiðsla hefur aukizt svo mikið á undanförn-
um árum, að nú þarf að flytja verulegan hluta
hennar til útlanda, og hins vegar, að bilið milli
framleiðslukostnaðarins innanlands og söluverðsins
erlendis fer vaxandi og er orðið svo mikið, að út-
flutningsbætur þær, sem greiða ber samkvæmt gild-
andi lögum, eru orðnar svo miklar, að þær eru að
verða lítt bærilegur baggi fyrir ríkissjóð og skatt-
greiðendur í landinu.
Til þess að skýra nokkru nánar, í hverju þetta
vandamál er fólgið, má geta þess að heildsöluverð-
mæti útfluttrar landbúnaðarvöru af framleiðslu árs-
ins 1964—65 mun hafa numið 284 milljónum króna,
en útflutningsbætur á sömu afurðir 184 milljónum
króna. Aðeins rúmlega þriðjungur heilsöluverðmæt-
isins fæst þannig endurgreiddur í útflutningsverð-
mætinu. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er slík fram-
leiðsla auðvitað svo óhagkvæm, að hún verður að
teljast alvarlegt efnahagsvandamál. Frá gjaldeyris-
sjónarmiði er þessi útflutningur þó í raun og veru
enn óhagkvæmari en sést af þessu, þar eð land-
búnaðarfrainleiðslan notar auðvitað talsverðan er-
lendan gjaldeyri. Gera má ráð fyrir því, að bein
gjaldeyrisnotkun í þágu landbúnaðarframleiðslunn-
ar sé aldrei undir 20% af söluverðmæti frá búi.
Gjaldeyrisnotkun í framleiðslu, sem nemur 284
milljónum króna að heildsöluverðmæti, ætti því að
vera um 57 milljónir króna. En heildargjaldeyris-
tekjurnar af þessari 284 milljón króna framleiðslu
reyndust aðeins um 1100 milljónir króna. Hrcinar
gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af þessari framleiðslu
reyndust þannig aðeins 43 milljónir króna. Þessar
10
FRJÁLS VBRZLTJN