Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1965, Qupperneq 12

Frjáls verslun - 01.06.1965, Qupperneq 12
Aðild Islands að EFTA skapar ný viðhorf Ka£Lar úr ræðu Þorvarðar Jóns Júlíussonar á aðalíundi Verzlunarráðs íslands Þróun efnahagslífsins hér á landi hefur á undan- förnum árum sérstaklega cinkennzt af örum vcxti þjóðarframleiðslunnar og mikilli aukningu á við- skiptunum við útlönd. Þessi þróun hefur einkum verið borin uppi af aukningu sjávarafla, hagstæðri verðlagsþróun á erlendum mörkuðum og aukningu á millilandaflugi. Ýmis önnur atriði, svo sem leng- ing vinnutíma og ýmis konar hagræðing hafa einn- ig átt sinn þátt í þróuninni. Mest var aukning þjóðarframleiðslunnar árið 1962. Hún varð haldur minni á árunum 1903 og ’64, og á þessu ári hefur enn dregið xir henni. Hagstæð kjör í viðskiptum við útlönd hafa orðið þess valdandi, að umráða- tekjur þjóðarinnar liafa aukizt meira en þjóðar- framleiðslan. Margt bendir nú til þess, að enn muni draga úr vextinum, og að hann nálgist svipað mark og í nágrannalöndunum. A árinu 1964 var fiskaflinn, bæði á þorsk- og síldveiðum, mun meiri en nokkru sinni fyrr, en hann nýttist verr en áður, því að tiltölulega meira af þorskaflanum fór í söltun og herzlu en í frystingu og meira af síldinni í bræðslu en söltun og frystingu. Engu að síður jókst útflutningur landsins um 18% frá fyrra ári, jafnframt því að birgðir jukust nokk- uð. Hækkandi verðlag á mörkuðum erlendis átti drjúgan þátt í aukningu útflutningsins. Aukning framleiðslu varð mun minni í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi og fiskiðnaði. Eink- um var hún Iítil í iðngreinum, sem lítillar eða engrar tollverndar njóta. í landbúnaðinum var aukniug framleiðslunnar meiri en á neyzlunni inn- anlands, svo að selja varð landbúnaðarafurðir í vaxaudi mæli til útlanda fyrir afar óhagsta'tt verð, en ríkissjóður bætir það upp, eins og kunnugt er. í síðasta tölublaði Hagtíðinda er frá því skýrt, að verðbætur ríkissjóðs á landbúnaðarafurðir fram- leiðsluársins 1963/4 hafi numið 160 millj. kr., en það er rúmlega tvöföld upphæð ársins á undan. Einnig kemur í ljós, að verðbæturnar hafa aukizt jafnt og þétt síðustu fimm árin. Verðið, sem fékkst fyrir dilkakjötið, var liðlega helmingur af heildsölu- verði innanlands og fyrir mjólkurafurðir að meðal- tali um 28%. Það er bersýnilegt, að ekki borgar sig að auka slíka framleiðslu. Hinar miklu niðurgreiðslur og ríkjandi fyrirkomu- lag á fjárfestingarmálum landbúnaðarins veldur hvorttveggja offramleiðslu, sem nauðsvnlegt er að binda enda á. I því skyni þarf að endurskoða lög, sem hér að lúta, og ennfremur kæmi til álita fjár- hagsaðstoð ríkisins við flutninga á staði með góð atvinnuskilyrði eða sérstakar lífeyrisgreiðslur til þeirra, sem vilja hætta búrekstri. Eðlilegast væri, að tillögur til úrbóta kæmu frá búnaðarsamtök- unum sjálfum. Á árinu 1964 jókst innflutningur til landsins um 20%, en þess er að gæta, að innflutningur skipa og flugvéla var óvenju mikill. Að houum frá- töldum jókst innflutningurinn um 8%, en það er eðlilegt hlutfall, miðað við aukningu þjóðartekna. Hallinn á viðskiptunum við útlönd nam rúmum 300 millj. kr., og má það teljast lítill halli þegar á það er litið, að skipa- og flugvélainnflutningur nam 950 millj. kr., eða 570 millj. kr. meira en árið áður. Þrátt fyrir hallann, batnaði gjaldeyrisstaða bank- 12 FRJÁLS VBRZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.