Frjáls verslun - 01.06.1965, Síða 16
Þakkaði hann stjórn og starfsfólki fyrir gott sam-
starf.
Ennfremur voru Magnúsi J. Brynjólfss.vni þökk-
uð störf í þágu Verzlunarskólans.
Kosning formanns og varaformanna og skipun
framkvæmdastjórnar Verzlunarráðs íslands hefur
farið fram.
Formaður er Magnús J. Brynjólfsson, kaupmað-
ur, 1. varaformaður Kristján G. Gíslason, stórkaup-
maður og 2. varaformaður Gunnar J. Friðriksson,
framkvæmdastjóri.
Auk ])eirra eiga sæti í framkvæmdastjórn ráðsins
Egill Guttormsson, Gunnar Ásgeirsson, Hilmar
Fengcr, Othar Ellingsen og Sigurður Óli Ólafsson.
Varamenn í framkvæmdastjórninni eru Birgir
Kjaran, Haraldur Sveinsson, Sigfús Bjarnason, Sig-
urður Helgason, Stefán G. Björnsson og Sveinn Val-
fells.
Hér fara á eftir tillögur þær, sem fundurinn sain-
þykkti.
EFTA
Aðalfundur \'. 1. 1 mælist lil þess við ríkissljórniiia, að
kannað verði sem fvrst, livaða samningum megi ná til þess að
tryggju viðskiptahagsmuni landsins innan Fríverzlunarbandaiags
Evrópu (EFTA), þar sem lítils árangurs virðist mega vænta af
tollasamningum innan GATT.
Að öðrum kosti er viðbúið, að landið einangrisl viðskiptalega,
en það mun bitna á lífskjörum Jjjóðarinnar, þegar til lengdar
lætur.
Fundurinn mælist til þess við viðskiptamálaráðberra, að hann
láti srmja ýtarlega og aðgengilega greinargerð um þetta mál,
svo að sem flestir geti kynnt sér það til hlýtar.
VERDLAGSMÁL
Aðalfundur V. I. 1 vill enn á ný Iýsa yfir þeirri skoðun
sinni, að frjáls verðmyndun við nægilegt vöruframboð sé hent-
ugasla fyrirkomulag verðlagsmála og tryggi almenningi hagslæð-
ust verzlunarkjör.
Fundurinn bendir á, að þetta er samhljóða álit allra, sem
verzlun og viðskipti stunda, jafnt einkafyrirtækja og samvinnu-
félaga. Telur fundurinn því tímabært, að afnumin verði verð-
lagsákvæði, sem enn eru í gildi. og koma mjög misjafnlega niður
á hinum ýmsu greinum verzlunar og iðnaðar.
UTANRÍKISVIÐSKIPTI
Aðalfundur V. I. 19fiö telur liorfur í utanríkisviðskiptum
og gjaldeyrismálum þjóðarinnar vera þannig, að hagkvæint og
eðlilegt sé að auka frjálsan innflutning að verulegum mun. Fjöl-
breyttara vöruúrval og aukin samkeppni stuðla að bættum lífs-
kjörum neytenda.
Fundurinn beinir þeim tilmælum til viðskiptamálaráðherra,
að kannaðir verði möguleikar á aukningu frilistans og í þvi
efni linft samráð við V. I. Fundurinn álítur nauðsynlegt. að inn-
flutningur á efnivörum til innlendrar framleiðslu sé frjáls, og
telur jafnframt tímabært, að landbúnaðarvörur, sem ekki eru
niðurgreiddar hérlendis, verði setlar á frílistann.
Ennfremur verði athugað, hvort ekki muni unnt að heimila
aftur notkun almenns greiðslufresls á innfluttum vörum.
TOI/LUR Á FLUTNINGSGJALDI
Aðalfundur V. í. 1965 mælisl til þe»s við fjármálaráðherra,
að settar verði reglur um framkvæmd ákvæðis í 32. lið 3. grein-
ar tollskrárlaganna, sem heimilar lækkun á flutningsgjaldi í
tollverði vöru, sé hún flutt inn flugleiðis.
STOFNLÁNADEILD
Aðalfundur V. I. 1965 beinir þeirri árskorun til bankaráðs
Verzlunarbanka Islands hf., að fyrirhugaðri stofnlánadeild fyrir
verzlunina verði komið á fót hið allra fyrsta.
Jafnframt mælist fundur til þess við rikisstjórnina og Seðla-
banka íslands, að mál þetta liljóti nauðsynlega fyrirgreiðslu.
ÚTFLUTNINGSVERZLTJN
Aðalfuudur V. I. 1965 skorar á ríkissljórnina að gefa útflutn-
ingsverzlunina frjálsa.
Bendir fundurinn á, vegna fenginnar reynslu, að frjáls út-
flutningsverzlun sé líklegust til þess að tryggja hæsta fáanlegt
verð á hverjum tíma.
GJALDEYRISRÉTTINDI
Aðalfundur V. I. 1965 itrekar tilmæli til ríkisstjóruariiinar
og Seðlabanka Islands uin, að öllum viðskiptabönkum landsins
r erði veitt heimild lil að verzla með erlendan gjaldeyri. Fund-
urinn telur það ekki samrýmast frjálsum viðskiptaháttum að
binda slika heimild við tvo ríkisbanka.
EINKASÖLUR
Aðalfundur V. I. 1965 beinir þeiin tilmælum til ríkisstjórnar-
innar. að athugun, með aðild V. I., hliðstæð þeirri, sem nú fer
frain á rekstrarfyrirkomulagi Viðtækjaverzlunar ríkisins, verði
gerð á Áfengis- og lóbaksverzlun ríkisins.
Verði þá athugað, hvort ekki muni hagkvæmara fyrir ríkis-
sjóð og neytendur, að einkaaðilar tækju að sér dreyfingu á öðr-
um verzlunarvörum ÁTVR en áfengi, þ. e. a. s. tóbaki, eldspýt-
um, bökunarvörum, ilmvötnum, hárvötnum og andlitsvörum, og
ef svo reynist, verði sá verzlunarrekstur gefinn frjáls
TOLLAMÁL
Aðalfundur V. I. 1965 \ ill benda á, að tollar á ýmsum neyzlu-
vörum og hráefnum til þeirra eru enn svo háir, að ]ieir stuðla að
óleyfilegum innflutningi og óþarfa eyðslu á erlendum gjaldcyri,
og rýra því tollatekjur ríkisins í mörgum tilfellum.
Fundurinn beinir því til stjórnar V. I., að hún athugi mögu-
leiku á úrbót i þessu efni.
GREIÐSLUFRESTUR Á TOLLUM
Aðalfundur V. I. 1965 mælist til þess við fjáimálaráðlierra. að
heimilað verði að veita greiðslufiest á tollum í því skyni, að
tollafgreiðsla og heimflutningur á vörum verði einfaldnri og
ódýrari en nú er.
Fundurinn telur eðlilegast, að b.vrjað verði á vörum, sem luegt
er að flytja beint frá skipshlið í vörugeymslur innflytjenda. svo
að komizt verði hjá ofþrengslum í geymslum skipafélaganna
10
PRJÁLS VERZLUN