Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 17
og cndurflutningi vara. Síðan verði heiraildin látin ná lil ann-
arra vara, eftir því, sem þörf gerist og ástœður leyfa.
AFGREIÐSLA TOLLSKJALA
Aðalfundur V. I. 1965 telur, að umbætur þær, sem gerðar
hafa verið á afgreiðslu innflutningsskjala á skrifstofu tollstjórans
í Reykjavík, séu enn ekki fullnægjandi og felur stjórn V. t. að
vinna að því. að henni verði koraið i viðunandi horf.
KAUPÞING
Aðalfundur V. I. 1905 fagnar framkomnu frumvarpi til laga
um verðtryggingu fjárskuldbindinga og telur, að það stefni að
jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar lánsfjár og dragi úr
verðbólgufjárfestingu.
Fundurinn álítur limabært, að ákvæði um verðbréfakaupþing
i lögum um Seðlabanka Islands, komi til framkvæmda. ef fruni-
varpið verður samþykkl og beinir þeirri áskorun til Seðlabank-
ans, að hann hraði undirbúningi málsins.
ÞJÓNUSTA ERLENDRA SENDIRÁÐA
Aðalfundur V. I. 1905 mælist til þess við ríkisstjórnina. að
liún stefni að því, að einn af starfsmönnum sendiráðanna í
aðalviðskiptalöndum ])jóðarinnar, skuli vera maður með \erzl-
unarþekkingu og að þau annist almennari upplýsinga|>jónustu
en nú mun tíðkast og kynningu á íslenzkum framleiðsluvörum
með fjölbreyttari útflutning fyrir auguin.
SKATTAMÁL
Aðalfundur V. I. telur nauðsynlegt, að eftirtaldar breytingar
verði gerðar á lögum og reglum um skalt- og útsvarsgreiðslur
fyrirtækja, svo að eðlileg og heilbrigð fjármagnsmyndun geti
átt sér stað til eflingar atvinnulífi landsins:
1. Að öllum atvinnufyrirtækjum, sem hliðstæðan rekstur liafa
með höndum, einkafyrirtækjum, samvinnufyrirtækjum og
fyrirtækjum ríkis og bæjarfélaga, sé gert að greiða skatta
og útsvar eflir sömu reglum, þannig að þau starfi í þessu
efni við jafna aðstöðu.
2. Að aðstöðugjaldið verði lagt á rekstrarkostnað fyrirtækja.
en ekki jafnframt á koslnaðarverð efnis og vöru, og að það
verði þá hið saina fyrir allar atvinnugreinar. Að öðrum
kosti skapast misræmi milli fyrirtækja og .-.uma varan i erð-
ur skattlögð misjafnlega oft eftir atvikum.
8. Að takmarkanir á heimild félaga til frádráttar á arði af inn-
borguðu hlulafé eða stofnfé lerði afnumdar, enda skatl-
leggst arðurinn hjá eigendum Ijárins.
4. Að heimild til frádráltar á rekstrartapi verði látiu gilda
bæði gagnvart tekjuskalti og tekjuútsvari.
5. Að reglur um fyrningu verði endurskoðaðar, þannig að at-
vinnugreinum verði ekki mismunuð i því efni.
0. Að eignaskattur og eignaútsvar félaga verði fellt niður. þar
sem hér er um tvísköttun að ræða.
7. Að lieimilað verði, þegar almenn verðlags- og kaupgjulds-
breyling á sér stað, að endnrmela vörubirgðir án þess að
matsbreytingin hafi áhrif á skattskvldar lekjur.
8. Að endurgreiddur verði kostnaður við innlic'intu söluskatts-
ins með ákveðinni þóknun miðað við skattfjárhæð.
9. Að endurskoðuð verði nú þegar þau atriði skattalaganna,
sem ganga of nærri persónufrelsi manna og friðhelgi lieim-
ilnnna.
ASild íslands að EFTA . . .
Framh. ai bls. 14
árslok 1966. Undanþága var veitt Norðmönnum, að
því er snerti nokkrar mikilvægar iðnaðarvörur, og
fylgja þær upphaflegu áætluninni, og Portúgalar
héldu sérákvæði um aðlögun til 1980.
Ef Island gerðist aðili að EFTA, yrði það að
áskilja sér ríflegan aðlögunartíma. Ný tekjuöflunar-
vandamál ríkissjóðs myndu krefjast lausnar. Miðað
við innflutning ársins 1964 er gert ráð fyrir, að að-
ild að EFTA rýrði tekjur ríkissjóðs uni 500 millj.
kr., ef menn hugsuðu sér, að verndartollar af inn-
flutningi frá EFTA og tollar af hráefnum og vélum
frá öllum löndum hyrfu. A 10 ára tímabili yrði að
sjálfsögðu um 50 millj. á ári að ræða. Óhjákvæmi-
legt yrði að lækka jafnframt tolla á ýmsum vörurn
frá öðrum löndum, svo að tollamunur milli landa
yrði ekki of mikill.
EFTA-löndin hafa leyst fjárhagsvanda sinn með
sölusköttum, verðaukaskatti og minnkun niður-
greiðslna. Hér kæmi jafnframt til greina lágur toll-
ur á ýmsum vörum, sem nú eru tollfrjálsar.
Við aðild að EFTA myndu skapast ný viðhorf
hjá íslenzkum iðnaði. Verð á samkeppnisvörum frá
EFTA-löndum myndu lækka við lækkun tolla, en
jafnframt yrðu tollar að lækka á efnivörum og
vélum. Ymsar ráðstafanir væri nauðsynlegt að gera
til þess að auðvelda aðlögunina. Nýir markaðir
myndu opnast fyrir útflutningsiðnað, og breytingar
verða á uppbyggingu iðnaðarins í samræmi við það.
í sumar dvaldist hér nokkra daga norskur sér-
fræðingur í EFTA-málum og fengu fulltrúar sam-
taka verzlunar og iðnaðar tækifæri til að ræða við
hann og spyrja um reynslu Norðmanna af sam-
starfinu í EFTA. Kvað hann Norðmenn vera mjög
ánægða með árangurinn og iðnaðinum hefði sam-
vinnan reynzt mikil lyftistöng. Nýir útflutnings-
möguleikar hefðu opnazt fyrir norskan iðnað. og
nýjar útflutningsgreinar vaxið upp úr norska heima-
markaðsiðnaðinum. Aðild Noregs að EFTA hefði
verið samþykkt samhljóða af Stórþinginu, og kæmi
engum til hugar að hreyfa úrsögn Noregs.
Aðild að EFTA er mikið og fjölþætt mál. Það
verður að kanna til hlýtar og upplýsa sem bezt,
áður en ákvarðanir eru teknar.
Hvort það hafi verið heitt á Sikiley? Það máttu
bóka. Einn daginn er ég sat og stundi í skugganum,
sá ég hund, sem elti kött, og báðir gengu!
FRJÁLS VEHZLUN
17