Frjáls verslun - 01.06.1965, Side 18
Nokkur orð
um nÝkjörinn formann
V erzlunarrctðs
Hinn nýkjörni formaður Verzlunarráðs islands,
J. Brynjólfsson, er fæddur 31. ágúst 1K9!) í Reykja-
vík. Faðir hans var Jón Brynjólfsson, skósmíða-
meistari og síðar kaupmaður. Jón Brynjólfsson átti
sæti í skólanefnd Verzlunarskóla tslands á árunum
1922—1931, og var gjaldkeri skólans þann tíma.
Arið 1928 tekk hann samþykkta tillögu um bygg-
ingu nýs skólahúss, en það þótti þá í of mikið ráð-
izt, og lauk svo að fest voru kaup á skólahúsinu við
Grundarstíg. Jón Brynjólfsson var einn af stofnend-
um Verzlunarráðs íslands og sat í stjórn ])ess í 17
ár.
Magnús J. Brynjólfsson lauk inntökuprófi í
Menntaskólann í Reykjavík 1912, en að loknu prófi
úr 4. bekk skólans hætti hann námi, og hélt til
Kanada. Var hann þar í citt ár, en fór þá til Banda-
ríkjanna, og var var næstu átta árin. Ilann lauk
prófi með 1. einkunn frá Merchant. & Bankers
Business College í New York eftir tveggja missera
nám, og vann síðan við ýmis störf, þó aðallega
skrifstofustörf.
Magnús kom heim til íslands 1924 og starfaði þá
við verzlun föður síns, Leðurverzlun Jóns Bryn-
jólfssonar, næstu 2ár. Verzlunin var stofnsett af
Jóni Brynjólfssyni árið 1903, og var fyrsta sér-
verzlun landsins, sem verzlaði með efnisvörur fyrir
skósmíði, reiðtygi og aktygi. Magnús keypti síðan
verzlunina i ársbyrjun 1927 og hefur rekið hana
síðan.
Af öðrum störfum Magnúsar J. Brynjólfssonar á
sviði kaupsýslumála hérlendis má nefna að 1952
stofnsetti hann ásamt Tryggva Jónssyni, niður-
suðufræðingi, Niðursuðuverksmiðjuna Ora — Kjöt
& Rengi hf., og hefur verið stjórnarformaður þess
fyrirtækis síðan. Ilann var formaður innkaupa-
nefndar Sólaleðurs öll styrjaldarárin. Árið 1953 var
Magnús kjörinn í stjórn Verzlunarráðs íslands. For-
maður skólanefndar Verzlunarskóla Islands hefur
hann verið frá 1953. Hann var hvatamaður að
stofnun Verzlunarsparisjóðsins og Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna og formaður hans fyrstu þrjú árin.
Magnús hefur verið fulltrúi Verzlunarráðsins í stjórn
Iðnaðarmálastofnunar íslands frá 1954 og í banka-
ráði Verzlunarbankans frá 19(51. Fyrir störf sín að
verzlunarmálum hefur hann verið sæmdur heiðurs-
merki Verzlunarmannafélags Reykjavíkur úr gulli.
Hann er heiðursfélagi í Oddfellow-reglunni, og nú-
verandi yfirmaður hennar á fslandi.
Kvenökumanni einum tókst að koma beygluðum
bíl sínum að dyrum verkstæðisins.
— Halló hrópaði hún til eins viðgerðarmann-
anna. — Getið þið lagað bílinn fyrir mig?
Viðgerðamaðurinn horfði lcngi á flakið. Síðan
sagði hann: — Því miður, frú, við þvoum bíla hér
en við strauum ekki.
★
Flugvöllurinn í Kastrup fékk nýverið bréf frá
manni, sem átti hús við enda einnar flugbrautar-
innar. Bréfið var svohljóðandi:
— Viljið þið gjöra svo vel að nota ekki flugbraut
nr. 3 síðdegis á fimmtudaginn. Þá er væntanlegur
kaupandi að skoða húsið.
18
FRJÁLS VERZLUN