Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 4
JÓN HJARTARSON: HLUTVERK VERZLUNARINNAR Sá, sem veltir fyrir sér hugtak- inu verzlun og skoðar þennan at- vinnuveg frá þjóðhagslegu sjón- armiði, verður að gera sér það fyrst ljóst, að verzlun er síðasta stig framleiðslunnar, því strangt til tekið er vara ekki fullunnin, fyrr en hún kemur í hendur hins endanlega neytanda hennar. Þessi flutningur gæðanna frá framleiðanda til neytanda er hið raunverulega hlutverk verzlunar- innar. Þetta hlutverk eða réttara sagt, þetta íramleiðslustarf verzlunar- innar er margbreytilegt í eðli sínu fer hverju sinni eftir vöru þeirri, sem verzlað er með. markaði, framboði, eftirspurn eða öðrum ákvörðunarliðum viðskiptalífsins. Eitt hlutverk verzlunarinnar er að hafa vöruna á boðstólum á þeim stað, sem neytandinn óskar eftir, því neyzlan fer ekki alltaf fram, þar sem framleitt er. Annað hlutverk verzlunarinnar er að mæta eftirspurninni á þeim tíma sem neytandinn óskar, því framleiðsla og neyzla á sér ekki ætíð stað á sama tíma. Hið þriðja er dreifing vörunn- ar. Framleiðslan getur verið hag- kvæmust í miklu magni, þótt neyzlan sé í smáum stíl. Þegar þessu er öfugt farið, er talað um söfnun varanna. Fjórða hlutverk verzlunarinnar er úrval stöðlun og blöndun var- anna. Því margbreytni eftirspurn- arinnar krefst mismunandi gæða- flokka. Önnur hlutverk verzlunarinnar eru t. d. fjármögnunar- og aug- lýsingarhlutverk eða markaðsleit, og að vera tengiliður milli neyt- enda og framleiðenda. Það er með öðrum orðum hlut- verk verzlunarinnar að axla á- hættu þá, sem óhjákvæmilega fylgir tilfærslu gæðanna frá fram- leiðendum til neytenda. Þessi á- hætta er fólgin í verðáhættu, t. d. getur verðlag lækkað eða gengi er fellt. Einnig vöruáhættu, svo sem rýrnun, ónýtingu, breytingu á smekk eða tízku. Það er verzlun- arinnar að örva eftirspurn, koma nýjum vörum á framfæri við neyt- endur og sveigja framboðið að ósk- um þeirra. Við íslendingar þekkjum af sárri reynslu afleiðingarnar, ef verzlunin bregst einhverju af þessum meginhlutverkum sínum. Við könnumst við offramboð, söfnun birgða þrátt fyrir hugsan- lega eftirspurn á erlendum mörk- uðum. Á sama tíma getur verið umframeftirspurn eftir öðrum vör- um á heimamarkaðinum, jafnvel um leið og framleiðslutæki fyrir- finnast hálfnotuð í landinu. Skort- FRJÁLS VERZLUN inum er svo mætt með innflutn- ingi, sem veikir stöðu landsins við útlönd, gerir gjaldmiðilinn ótrygg- an og hvetur til fjárfestingar í ó- arðbærum eignum, sem þjóna sem geymir verðmæta í stað verðmæta- sköpunar. í vanmætti okkar höfum við reynt ýmsar leiðir til úrbóta. Sagt á verzlunartolla, tekið upp höft, skömmtun gjaldeyris, bundið inn- flutning iðnaðarvara, hráefna og véla við leyfi, lagt á fjárfestingar- hömiur og strangasta verðlagseft- irlit, sem um getur í hinum vest- ræna heimi. Við höfum beitt þess- um sömu ráðum aftur og aftur sitt á hvað, með skaðlegum ár- angri alla tíð, þegar á lengri tíma er litið. En það, sem hefir bjarg- að okkur hingað til, er bylting í fiskveiðitækni mikill afli og hag- stætt verð á erlendum mörkuð- um. Á síðustu árum náði þessi þró- un hámarki, sparnaður myndaðist í þjóðfélaginu og við söfnuðum erlendum sjóðum. Gjaldeyrishöml- um var aflétt að mestu, svo og fjárfestingarhömlum, tollar voru lækkaðir og ýmsar aðrar úrbætur gerðar. En við gerðum skyssu. í stað þess að einbeita öllum kröft- um að því að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf landsmanna og vinna skipulega að opnun stærri

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.