Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 31
FRJÁLS VERZLUN 31 með því, að þeim verði greidd- ur hluti af söluskatti, eins og áður hafði komið til orða að gert yrði. Tekjur sveitarfé- laga af aðstöðugjöldum og landsútsvari munu samsvara Því, að um það bil 1% af sölu- skattinum yrði greitt til sveit- arfélaganna og yrði þá eðlileg- ast, að það yrði gert af ó- breyttum söluskatti, þ. e. að söluskattur yrði áfram látinn haldast í 7,5%, þar sem fyrir- sjáanlegt er, að tekjur af sölu- skatti muni vaxa mjög veru- lega að krónutölu eftir síðustu ráðstafanir. Hinn möguleikinn er líka fyrir hendi, að sölu- skatturinn verði hækkaður um 1%, eða úr 7,5% upp i 8,5%, og sveitarfélögunum greiddur þessi hluti söluskatts- ins eftir vörusölu í hverju sveitarfélagi fyrir sig, en að- stöðugjöld og landsútsvör felld niður. 3. Nauðsynlegt er að gengistöp þau, sem félög hafa orðið fyr- ir í sambandi við gengisfell- ingarnar 1967 og 1968, fáist unnin upp með auknum tekj- um á næstu 5 árum, enda er hér um að ræða eðlilega leið- réttingu á þeirri staðreynd, að notendur þessarar vöru hafa haft jafnmikinn fjármagns- hagnað eins og verzlunarfé- lögin hafa haft fjármagnstap í sambandi við þessar ráðstaf- anir. 4. Ennfremur tel ég nauðsynlegt að fjármagnstap það, sem at- vinnufyrirtæki hafa orðið fyr- ir í sambandi við þessar ráð- stafanir, fáist unnið upp á hæfilegum tíma með sérstök- um aðgerðum. Á þann hátt einan geta fyrirtæki vænzt þess að geta staðið við hinar nýju og auknu fjármagns- skuldbindingar sínar. 5. Nauðsynlegt er að reglum um arð af hlutafé verði breytt á þann hátt, að arður hljóti sömu skattmeðferð og hagstæðast er um annað sparifé landsmanna, þannig að framhald geti orðið á því, að einstaklingar leggi fram hlutafé í því skyni að byggja upp atvinnufyrirtæki. 6. Að endingu tel ég nauðsynlegt að skattmat birgða hjá at- vinnufyrirtækjum verði tekið til endurskoðunar og settar um það frjálsari reglur en nú gilda. LOKAORÐ Hér að ofan hefur verið dregin upp dapurleg mynd af ástæðum fyrirtækja eins og þær eru í dag að afloknum tveim stærstu geng- isfellingum. sem framkvæmdar hafa verið að krónutölu. Ég hef reynt að hafa lýsingu þessa sem hlutlausasta, en óhjákvæmilegt er að vitnað hafi verið til orða við- skiptamálaráðherra í sambandi við aðbúnað atvinnufyrirtækja þar sem telja verður að framtíðarskip- un þessara mála sé að verulegu leyti í hans höndum og afstaða hans ráði í mörgum tilfellum úr- slitum um þá stefnu, sem fylgt verður í viðskiptamálum og þar með rekstri flestra fyrirtækja. Ég tel að augljóst sé bæði vegna hagsmuna fyrirtækjanna sjálfra og starfsmanna þeirra, að breytt sé um stefnu og að hagsmunir bæði launþega og atvinnurekenda fari hér saman, en óhjákvæmilegt er að stofna til sterkari samstöðu meðal samtaka atvinnuveitenda til þess að hindra það að áfram verði haldið á sömu braut og að undan- förnu. Fyrirtækin eru undirstaða efna- hagsstarfseminnar og þeim verð- ur að bjarga. C’jl r IBa r Steypum avallt beztu viðurkem ur ndu sjávarefnum B.M. VALLÁ STEYPUSTÖÐ Laugavegi 176 Símar 35756 - 32563 - 38374

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.