Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 28
2 B FRJALS VERZLUN þessu tímabili. Hitt tel ég hins vegar að sé algjörlega rangt, að myndazt hafi varasjóðir hjá fé- lögum á þann hátt, að þau hafi myndað innistæður í bönkum. Hitt mun sanni nær, að fyrirtækin hafi notað það fjármagn, sem kom í þeirra hlut, til áframhaldandi upp- byggingar til eflingar framtíðar- starfsemi fyrirtækjanna. Það fjár- magn, sem þegar hefur verið not- að til uppbygingar fyrirtækjanna, verður að sjálfsögðu ekki af þeim tekið. Þetta fjármagn er nú bund- ið í vélum og tækjum og öðrum eignum félaganna og er ekki hand- bært fé. Hinir raunverulegu „varasjóðir atvinnulífsins“ eru því aðeins arð- berandi félög, sem fær eru um að auka efnahagsstarfsemina með aukinni framleiðslu eða þjónustu eins og nútímasamfélag krefst. Það er því rangt að halda því fram, að hægt sé nú að taka þetta fjár- magn til baka frá atvinnufyrir- tækjunum á sama hátt eins og fjármagn þetta hefði gengið til þess að mynda bankainnistæður. Sundrung fjármagns fyrirtækja: Alvarlegasti þátturinn í sam- bandi við framkvæmd gengisfell- inga hér á landi er hin gengdar- lausa sundrun á verðgildi fjár- magns hjá atvinnufyrirtækjum. Þessi verðþynning á fjármagni fyrirtækjanna veldur því, að við hverja gengisfellingu er um stór- felldan afturkipp að ræða, að því er varðar nýsköpun sjálfstæðra fyrirtækja eða aukningu á upp- byggingu starfandi fyrirtækja. Fjármagnstap fyrirtækjanna kem- ur fram með ýmsum hætti: 1. Því meira erlent fjármagn, sem fyrirtækið notar við starf- semi sína, því meira gengis- tap. 2. Því meira fjármagn, sem fyrir- tækið notar til birgðahalds eða í sambandi við vörudreifingu sína, þar með til útlána til viðskiptamanna, því meira fjármagnstap. Gera má ráð fyrir að fjármagns- tap innflutningsfyrirtækja við síð- ustu gengisfellingu nemi hundr- uðum miljóna króna, og þessi fjár- hæð kemur að verulegu leyti nið- ur á innflutningsfyrirtækjum stað- settum í Reykjavík og hlýtur að hafa mjög alvarleg áhrif á efna- hagsástand höfuðborgarinnar. Reglan um að selja út birgðir miðað við kostnaðarverð sam- kvæmt fyrra gengi að aflokinni gengisfellingu felur í sér stór- fellt fjármagnstap fyrir fyrirtæki, þar sem þau verða að afla nýs fjármagns að iáni til þess að geta keypt inn nýjar birgðir á hærra verði samkvæmt hinu nýskráða gengi. En þessi regla hefur aug- Ijóslega ennþá alvarlegri afleiðing- ar í sambandi við sparifjármynd- un í bankakerfinu. Þetta hefur verið hvað greinilegast á þessu hausti í sambandi við nýafstaðna gengisfellingu þar sem segja má, að með framkvæmd þessara efna- hagsaðgerða hafi verið skipulagt áhlaup (,,run“) á bankana sam- fellt í 4 mánuði. Þetta hefur leitt til þess, að sparifé hefur verið tek- ið út úr bönkum og sparisjóðum svo hundruðum miljóna skiptir, í því skyni að kaupa upp gamlar birgðir á gömlum verðum. Er tví- mælalaust réttmætt að segja, að aldrei hafi tekizt svo óhönduglega til um gengisráðstafanir eins og nú hefur verið á þessu hausti. Hlýtur þessi framkvæmd að valda því, að bankakerfinu verður ennþá meiri vandi á höndum að mæta af- leiðingum gengisfellingarinnar í sambandi við nauðsynlega útveg- un nýs fjármagns eftir að slík framkvæmd hefur átt sér stað. Ákveðið hefur verið að lækka álagningu innf lutningsfyrirtæk j a á sama hátt og áður hefur verið gert, þannig að fyrirtæki skuli hafa jafnmargar krónur fyrir á- lagningu sína eins og þau höfðu fyrir gengisfellinguna. Þetta þýð- ir að fyrirtæki hafa ekki auknar tekjur til að mæta óhjákvæmi- legri kostnaðarhækkun vegna hækkaðs verðs rekstrarvara. Áber- andi er að ríkisvaldið ætlar sér allt annan hlut í þessum viðskipt- um við innflutningsfyrirtækin: 1. Gert er ráð fyrir að tollar verði óbreyttir, þ. e. a. s. að tolltekjur ríkisins hækki um 54,4% ef um jafnmikið inn- flutningsmagn væri að ræða, en aðeins í því tilfelli heldur innflytjandinn sömu krónu- tekjum og hann hafði áður, eftir að álagningin hefur verið lækkuð. 2. Gert er ráð fyrir að söluskatt- ur verði óbreyttur, 7,5% af innfluttum vörum. Ef sama regla hefði gilt og um álagn- ingu innflytjanda, hefði sölu- skattur hins vegar átt að lækka niður í um það bil 5%. Greinilegt er að ríkisvaldið seil- ist æ lengra til hlutdeildar í heild- artekjum þjóðfélagsins. Verða þarfir atvinnuveganna hér, sem endranær, að víkja fyrir hagsmun- um ríkisvaldsins, eins og átt hefur sér stað í sambandi við útgáfu rík- isskuldabréfa (spariskírteina ríkis- sjóðs) og á fleiri sviðum. Þörfin er augljóslega brýn, ríkisstarfs- menn munu nú vera orðnir fleiri en samanlögð tala bænda og sjó- manna í landinu. Ráðstafanir til enduruppbyggingar fjármagns hjá fyrirtækjum: Því hefur verið lýst hér að fram- an, hversu víðtæk áhrif gengisfell- ingarnar hafa haft á fjármagn fyr- irtækja. Eins og í hernaði er skilin eftir sviðin jörð að því er fjár- magn fyrirtækja varðar. Hrein- skilni viðskiptamálaráðherrans, sem hann lýsti á Verzlunarráðs- fundinum, hefur dugað skammt. Framkvæmd gengisfellingarinnar nú verður því að skilja í Ijósi ann- arrar kenningar ráðherrans í sömu ræðu: „Ráðstafanir, sem víð- tækt samkomulag næst um, kunna að vera réttlætanlegri en aðrar ráðstafanir, sem ýmsir kynnu að telja réttai'i frá hreinu efnahags- KÆLI- og FRYSTIKERFI UPPSETNINGAR OG VIÐHALD. VIÐGERÐIR Á ÖLLUM TEGUNDUM AF KÆLI- og FRYSTITÆKJUM. KÆLIMG S.F. SÍMAR 21686 - 33838

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.