Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 17
FRJÁLS. VERZLUN IV breytingar, sem þá var gerð. Þegar augljóst var orðið fyrir nýgerða gengisbreytingu, að hverju stefndi, töldu innflytjend- ur sig, að fenginni biturri reynslu, til þess neydda að draga úr og jafnvel stöðva vörusölu, þar sem augljóst var, að um nokkurt skeið var þá þegar búið að selja allmik- ið vörumagn langt undir því verði, sem greiða yrði fyrir vöruna á gjalddaga. Áframhaldandi sölu með þessu móti gat því skapað óyfirstíganlega rekstrarörðugleika og yrði að teljast ábyrgðarleysi. Úrbóta er leitað til að ekki þurfi að koma til sölustöðvunar, en slík ráð finnast ekki. Salan er því að lokum stöðvuð. Stjórnvöldin grípa þá inn í og gefa þá yfirlýsingu. að haldi við- komandi áfram að selja vöru sína á óbreyttu verði, muni það tjón, sem af kynni að hljótast frá degi þeirrar ákvörðunar, verða bætt. Hins vegar verði innflytjandinn að bera sjálfur hugsanlegt tjón af sölu fram að stöðvunardegi. Ætti hér að liggja fyrir næg skýring á því atviki, sem þeir Þjóðvilja- menn kalla „heildsalaverkfall“, og þess vænzt. að vefur sá, sem hér að framan er getið um, megi nú teljast niður skorinn. Því skal svo við bætt og skýrt fram tekið að þeir, sem að þess- um málum vinna, og skulu þar nefndir starfsmenn stjórnvalda, banka, auk starfsmanna innflytj- enda sjálfra, vita, að innflytjend- ur hafa nú aftur orðið fyrir tjóni, sem nemur milljónum króna þrátt fyrir vörustöðvun. Skýrist þetta af því, að áður en til slíkrar stöðv- unar kom, hafði verið selt veru- legt vörumagn langt undir því verði, sem innflytjendur verða að greiða, þegar að greiðsludegi kem- ur. samkvæmt hinu nýja gengi. Mætti ekki með sanngirni vænta þess, að þeir Þjóðviljamenn og aðrir þeir, sem byggja málflutning sinn á upplýsingum þeirra, vildu ræða um þessi mál af meira raun- sæi hér eftir en hingað til. Eða er þar til of mikils mælzt? „Gróði“ á sölu vörubirgða Einnig mætti geta enn annarr- ar rangtúlkunar staðreyndar, sem mjög hefur borið á hjá þeim Þjóð- viljamönnum að undanförnu. Varðar hún það, að stjórnvöldin heimila innflytjendum að um- reikna á gengisbreytingardegi verð óseldra birgða, sem greiðast verð- ur erlendis á hinu nýja gengi- Þetta heitir á máli Þjóðvilja- manna, að heildsalar fái að velta gengistapi yfir á neytendur, og séu heildsalar þeir einu, sem njóti þeirra réttinda. Tekið er dæmi um útgerðarmann sem keypt hefur bát fyrir 20 milljónir og skuldar andvirði hans, hann fái engar bæt- ur. í fljótu bragði kynni ókunnug- um að virðast, að hér hafi þeir Þjóðviljamenn lög að mæla, en því fer þó víðs fjarri. Það kemur nefnilega í ljós, ef betur er að gáð, að báðum er gert jafnhátt undir höfði. Báðum er heimilað að selja hana, á því verði, sem greitt er fyrir hana. Skal þetta skýrt nán- ar. Eigandi vörunnar reynist vegna gengisbreytingarinnar þurfa að greiða fyrir vöru sína kr. 140 en ekki 100, og er honum því leyft að selja vöruna á kr. 140. Eigandi bátsins þarf að greiða fyrir bát- inn með sömu hlutföllum 28 millj- ónir króna en ekki 20 milljónir króna, enda væri honum heimilt, ef hann óskaði, að selja bátinn á 28 milljónir. Með öðrum orðum: Hvorugur er neyddur til að selja vöru sína, ef um sölu yrði að ræða, fyrir lægra verð heldur en hann reynist þurfa að greiða fyrir hana. Og aftur skal spurt: Væri sann- gjarnt að neyða útgerðarmanninn til að selja bát sinn fyrir 20 millj- ónir, þegar verð hans er orðið 28 milljónir? Væri sanngjarnt að neyða vörueigandann til að selja vöru sína fyrir kr. 100, þegar verð hennar er orðið kr. 140? Vonandi þarf nú ekki að ræða þessi mál frekar. AUGLÝSINGAR : B23G1 RITSTJGRN : B23G2 FRJALS VIERZLUIM Vörurnar eyðileggjast og rýrna oft vegna slæmrar meðferðar.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.