Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 5
FRJÁLS VERZLUN 5 Tízkufatnaður setur alltaf mikinn svip á verzlunargöturnar. markaða fyrir nýjar útflutnings- vörur, þá treystum við einu sinni enn eingöngu á veiðarnar. Ekki ætla ég mér að ásaka neinn fyrir þessa vangæzlu, þvi við er- um í rauninni allir undir sömu sök seldir. Þess er skemmst að minnast, hvílíkt feikna átak þurfti til að fá að reisa álbræðsluna. Ólán okkar er það, að við virð- umst ekki skilja eðli og kosti markaðsþjóðfélags, eða fáum ekki næga samstöðu um að byggja upp það fjármálakerfi, sem nauðsyn- legt er, svo að lögmál framboðs og eftirspurnar á markaðinum og frumkvæði einstaklingsframtaks- ins fái að njóta sín. Eftirspurnin er oft það, sem allt annað snýst um. Alræðisþjóðfélag getur tamið hana um stundarsak- ir að minnsta kosti, með skipu- lögðum skorti á vörum eða ráð- stöfunarfé neytenda. Markaðs- þjóðfélag verður að hlíða þessu afli og flestar ráðstafanir, sem miða að því að hemja það, eru að- eins til bráðabirgða og dæmdar til að mistakast, þegar á lengri tíma er litið, ef þær setja hömlur á verzlunina. Þær ráðstafanir, sem gera verzluninni kleift að skila hlutverkum sínum í heild, hafa von um að skapa nauðsynlegt jafn- vægi. Lítum til dæmis á verðlagsmál- in, verðlagshöftin eins og þau eru framkvæmd nú. Þetta afkvæmi hafta- og skömmtunartímabilsins, sem ef til vill átti rétt á sér sem bráðabirgðaráðstöfun, þegar verzl- un var bundin gjaldeyrisleyfum til einstakra aðila, sem með út- hlutun var leyft að dreifa vörum á markað, þar sem ríkti skortur. Þetta hagstjórnartæki hefur verið óslitið í notkun þrátt fyrir nær frjálst vöruval á markaðnum und- anfarin ár. Á síðustu tólf mánuð- um hefur það verið hert þrisvar til að draga úr áhrifum gengis- fellinga, fyrst í það horf, eins og það var einna strangast áður, síð- an tvívegis hert á ný, geigvæn- lega, og það fullyrt, að verzlunin skaðaðist ekki í krónutölu. Ekkert tillit tekið til þess, að endurkaups- verð birgða hækar stórlega, því verzluninni er bannað að leiðrétta raunvirði birgða sinna. Á þessu tímabili hefur þannig raunvirði höfuðstóls fyrirtækjanna verið lækkað um helming, nema að því leyti sem fjármagn fyrirtækisins hefur verið bundið í fasteignum, og er slík ráðstöfun ekkert annað en eignaupptaka og flutningur verðmæta í aðrar atvinnugreinar þjóðfélagsins. Verzlunin riðlast við slíkt, innbyrðis flótti skapast í arðvænlegri fjárfestingar, fyrir- tækin veslast upp smátt og smátt, smækka og verða um of bundin af lánsfé. Auk þess sem þau standa hálfu ver að vígi en áður gagn- vart erlendum keppinautum. Ráð- stafanir sem þessar auka aðeins á ójafnvægið, skaða jafnt framboð sem neyzlu. Ef okkur íslendingum á að tak- ast að standast samkeppnina við erlendar þjóðir með þær vörur, sem við nú framleiðum í landinu, verðum við að hefjast handa þeg- ar í stað að efla verzlunarfyrir- tækin. Þjálfa menn í markaðsleit og markaðsathugunum. verðlauna þá aðila, sem sína getu og vilja, veita útflutningstekjum skattfríð- indi eða á einhvern annan hátt að gera sölu á erlenda markaði það eftirsóknarverða, að einstklingur- inn finni hvöt hjá sér til að stækka fyrirtæki sitt og hagræða í fram- leiðslu sinni. Það eitt að afnema verðlagshöft og viðhalda frjálsri gjaldeyrissölu, dugar ekki, fleira verður að koma til. Vinna verður markvisst að því að komast inn á tollfrjálsan erlendan markað, auka viðskiptaþjónustu sendiráða okk- ar erlendis. leigja sýningar- og söluskála í nokkrum stórborgum, sem aftur yrðu endurleigðir ís- lenzkum útflytjendum. í stuttu máli; að skapa einstaklingsfram- takinu í verzluninni þá aðstöðu, að þeir fái starfað á jafnréttis- grundvelli við einstaklinga sam- keppnislandanna. Að byggja upp slíkan ramma verzlunarfrelsis mun taka langan tíma, mikið erfiði og fórnir, en við eigum ekki annars úrkosta. Fyrir nokkrum dögum heyrði ég fullyrt, að ef við íslendingar ættum að geta gert okkur vonir um að lifa við samskonar lífskjör og nágrannaþjóðir okkar eftir 10 ár, þá þyrftum við að tvöfalda út- flutningsverzlun okkar á sama tímabili frá því, sem nú er. Þetta er tröllaukið viðfangsefni, og við skulum vona, að við ber- um gæfu til að ráða við það. Við eigum eina orkulind, hvers afl aldrei hefur tekizt að mæla. Hún er dugnaður og hugkvæmni einstaklingsins, sem fær að njóta sín. Jón Hjartarson.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.