Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 11
FRJÁLB VERZLUN 11 var enn vegið í sama knérunn á síðastliðnu hausti, en nú var það löggjafinn, sjálft Alþingi, sem lát- ið var ákveða skerðinguna. Þrátt fyrir þetta leyfi ég mér að efast um, að tilgangur ríkis- stjórnarinnar og löggjafarvalds- ins hafi verið sá að koma verzlun- inni í rúst. Engu að síður er full nauðsyn á því, að þessir aðilar verða að gera sér ljóst, að tilvera frjálsrar verzlunar er í hættu. En við skulum ekki varpa allri sök á stjórnvöldin, því að vissu- lega eigum við nokkra sök á því sjálfir, hvernig komið er. Fyrir það fyrsta höfum við sjálf- ir valið okkur stjórnvöldin og ber- um ábyrgð á þeim að því leyti. Ef til vill höfum við sýnt af okkur full mikið andvaraleysi gagnvart þeim í trausti þess, að þau héldu fyrst og fremst á lofti merki frjálsrar verzlunar. En eitt getum við ef til vill ásakað okkur sjálfa fyrir, og það er að hafa ekki í ríkara mæli en gert hefur verið haldið uppi fræðslustarfsemi við almenning um gildi verzlunar fyr- ir þjóðarheildina ásamt upplýs- ingum og fræðslu um verðlags- myndun. Það er til dæmis mjög almennt álit manna, að sú álagn- ing, sem verzluninni er með verð- lagsákvörðunum heimiluð, sé hreinn ágóði verzlunarinnar. Allt of lítið hefur verið af því gert að sýna með myndum og dæmum, hvernig hin raunverulega verð- lagsmyndun er, hvað sé frumverð vörunnar, hver sé hlutdeild skipa- félaga, sjómanna, verkamanna, vá- tryggingarfélaga o. s. frv. í verð- inu, áður en hún kemur hingað á áfangastað, hver sé síðan hlutdeild ríkissjóðs, áður en hún er afhent til sölumeðferðar, hvað laun starfsfólks verzlunaiúnnar, flutn- ingafyrirtækja og annarra þjón- ustustarfsemi sé mikill hluti af verzlunarálagningunni, hvað af henni renni sem aðstöðugjald til sveitarfélaga o. s. frv. Á sama hátt sakar ekki að skýra almenningi og ríkisvaldinu að svo miklu leyti sem þessir aðilar við- urkenna ekki í reynd, að verzlun- in hefur bæði á að skipa mönnum með hæfileika og aðstöðu til að afla meiri og betri markaða fyrir útflutningsafurðir okkar, og með því stuðla að betri nýtingu vinnu- afls og aðstöðu og lækkunar verzl- unarkostnaðar til meiri hagsældar fyrir þjóðarheildina, ef þeir bara fá leyfi til þess. Hjá almenningi hefur verið alið á tortryggni gagnvart verzluninni, þeirri tortryggni þarf að eyða, þeirri toi'tryggni er hægt að eyða, en við verðum sjálfir að eiga fmmkvæðið að því með því að láta meira til okkar heyra, ekki að- eins þegar á móti blæs fyrir verzl- unina heldur ekki síður, þegar vel byrjar. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.