Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 25
FRJAL5 VERZLUN Z5 sem er hið stjórnmálalega skipu- lag, er nauðsynlegt að efnahags- starfsemin skili hagnaði, ef um stöðnun á ekki að vera að ræða. Öll framþróun í efnahagslegu til- liti byggist á því, að hægt sé að byggja upp efnahagslegar eining- ar, sem skili arði til samfélagsins. Augljóst er, að í hvaða efna- hagskerfi sem er, er nauðsynlegt að efnahagsstarfsemin skili hagn- aði til að mæta eðlilegri þenslu vegna aukningar á vörusölu eða þjónustu, sem er bein afleiðing fólksfjölgunar og þar af leiðandi neyzluaukningar. Almennt er nú talið að 3% hagnaður sé nauðsyn- legur til að mæta þessari þörf. Til viðbótar þessari óhjákvæmilegu nauðsyn, verður ennfremur að taka tillit til verðþynningar gjald- miðilsins, en nauðsyn hagnaðar er að mæta þeim þörfum er augljós- lega mjög veruleg hér á landi. Ef gengið er út frá því, að gengis- skráning hérlendis hafi verið rétt árið 1961, þegar gengisfellingin þá var framkvæmd, og að hún sé aft- ur rétt nú, nemur verðþynning gjaldmiðilsins (úr kr. 43,— í kr. 88,'—■ pr. dollar) um 105%, sem skiptist á 7 ár, þ. e. a. s. að verð- þynning gjaldmiðilsins samsvarar um 15% á ári. Augljóst er því að til þess að viðhalda eigin rekstrar- fjánnagni félaga hér á landi, þurfa þau að halda eftir, eftir að búið er að greiða opinber gjöld, minnst 15% á ári miðað við eigið rekstr- arfé fyrirtækjanna, Hér til við- bótar verður svo að koma sú fjár- hæð, sem nauðsynleg er talin til þess að mæta eðlilegri aukningu vegna fólksfjölgunar og til upp- byggingar og framþróunar hjá hverju fyrirtæki fyrir sig. Áhrif gengisbreytingar: Áhrif gengisbreytinganna eru að sjálfsögðu margvísleg og mis- munandi hjá hinum ýmsu tegund- um félaga eftir því hversu mikil áhrif erlendar vöi-ur hafa á rekst- ur félaganna. Svo miklu mold- viðri hefur verið þyrlað upp í kringum þessi mál. að nauðsyn- legt er að fo-ðast sé að bæta þar á. Nauðsynlegt er þó að kjarni þessa máls sé rakinn þannig, að unnt sé að gera sér grein fyrir áhrifum þessara ráðstafana á fjár- magn félaga. 1. Þar sem gengisfellingarnar 1967 og 1968 hafa hækkað er- lendan gjaldeyri í verði um rúmlega 100% leiðir af því, að raungildi eigin fjármagns félaga hefur nú rýrnað mjög verulega frá því, sem var fyrir gengisfellingarnar. Ef tekið er það dæmi að innflutningsfyr- irtæki, sem hefði 40% eigið fjármagn til rekstrar síns en 60% fjármagnsins að láni og bundið við erlent vöruverð, myndi halda óbreyttri vöru- sölu í magni á óbreyttum inn- kaupsverðum, mætti ætla að fjánnagnsþörf þess til að mæta hækkunum vegna gengisbund- ins rekstrarfjár sé um 60% af öllu því fjármagni sem fyrir- tækið hafði yfir að ráða, áður en til ráðstafananna kom. Hér við bætist, að óhjákvæmilegt er fyrir fyrirtækið að auka við innlenda fjármagnsþörf, og ef gert er ráð fyrir, að slík hækk- un til viðbótar eigin fjár- magni væri nauðsynleg um 25% mundi það samsvara 10 % af heildarfjármagni fyrir- tækisins eins og það var áður, eða samtals yrði fyrirtækið að taka að láni nýtt fjármagn til rekstrarins, sem áætla má að ekki yrði undir 70% af heild- arfjármagni því, sem þurfti til rekstrarins áður. Lánsfjár- magn fyrirtækisins mundi þannig meira en tvöfaldast og fyrirtækið yrði að takast á hendur skuldbindingar um greiðslu vaxta og eðlilegar niðurgreiðslur af þessu láns- fjármagni til viðbótar fyrri skuldbindingum sínum. Hins vegar hafa stjórnvöld ákveð- ið að álagning innflutningsfyr- irtækja skuli lækkuð, þannig að fyrirtækið hafi jafnmargar krónur og áður til rekstrar síns, miðað við sama vöru- magn, og er því augljóst að ekki er í þessum ráðstöfunum gert ráð fyrir því, að fyrirtæk- ið geti staðið undir þeim auknu skuldbindingum, sem á það eru óhjákvæmilega lagðar samkvæmt þessum reglum. 2. Mörg innflutningsfélög hafa á undanförnum árum verið þvinguð til að taka erlend vörulán vegna skorts á eigin fjármagni, en framkvæmd gengisfellinganna er á þann hátt, að þeim mun hagstæðari lánskjör, sem menn hafa sam- ið um erlendis frá, þeim mun meiri er gengisáhætta slíkra innflutningsfélaga og þeim mun meira gengistap, þegar gengisfelling er framkvæmd. 3. Þá hafa mörg innflutningsfyr- irtæki, einkanlega þau, sem verzlað hafa með þungavöru, flutt inn vöru með gjaldfresti erlendis frá og höfðu þegar selt hana áður en gengisfell- ing átti sér stað. Gengistap vegna slíkra viðskipta hefur miskunnarlaust verið látið Vörumarkaðurinn er ætlaður þeim, sem vilja kaupa mikið magn í einu, en einnig er hægt að fá vörur þar í einingum.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.