Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 21
FRJÁLS VERZLUN 21 afskriftir eigna. Þetta fær þó ekki staðizt, ef betur er að gáð, og segja má að hið gagnstæða sé hér réttara. Eðlilegt er að þetta mál sé athugað í tvennu lagi í samræmi við afskriftar- reglur, a) um lausafé og b) um fasteignir: a) Um afskriftir af lausafé gildir sú meginregla, að leyfðar afskriftir skuli mið- ast við endingartíma eign- arinnar, þ. e. a. s. að með samanlögðum afskriftum yfir afskriftartímabil fæst sama fjárhæð og upphaf- lega var lögð fram sem kostnaðarverð viðkomandi eignar. Ef t. d. bifreið er keypt og afskrifuð með 20% á ári í 5 ár og er ónýt að þeim tíma liðnum, hef- ur fyrirtækið fengið til baka þá fjárhæð, sem bif- reiðin kostaði upphaflega, en á þessum tíma má vænta þess, að verðlag hafi hækk- að verulega, eða um allt að 15% á ári (sbr. síðar), þ. e. um 75% á tímabilinu, og vantar fyrirtækið því 75% upp á upphaflegu fjárhæð- ina til þess að geta endur- nýjað bifreiðina að notkun- artíma loknum. Afskriftir af kostnaðarverði lausa- fjár leiða þannig beint til fjármagnstaps hjá fyrir- tækinu við þessar aðstæð- ur. b) Sumar tegundir fasteigna, svo sem iðnaðarhúsnæði, vörugeymslur, hraðfrysti- hús o. s. frv., eru fyrnd með ákveðinni hundraðs- tölu af kostnaðarverði og gildir þá hliðstæða um þessar eignir og sagt er um lausafé hér að ofan. Aðrar fasteignir, svo sem íbúðarhúsnæði, skrifstofu- og verzlunarhúsnæði o. fl., eru hins vegar fyrndar af fasteignamati, sem er eins konar gerfimat án sam- bands við raunverulegt kostnaðarverð eða endur- byggingarverð fasteigna. steinsteypt húsnæði, sem notað er til verzlunar, skrifstofu eða íbúðar, er leyft að fyrna með 4% af ræða hjá félagi þótt það hafi ekki aflað neinna tekna til að mæta afskriftum. Þetta er þó augljóslega rangt ef betur er að gáð. Ef útgerðarhlutafélag kaupir bát og greiðir hann með skuldabréfi, þai' sem miðað er við að árlegar afskriftir gangi til afborgana á skulda- bréfinu, er augljóst, að ef hlutafélagið aflar ekki nægi- legra tekna til að mæta af- skriftum af kaupverði bátsins, getur ekki verið um neina af- borgun af skuldabréfinu að ræða. Er þá aðeins um tvennt að ræða, að útgerðarfélagið verður gjaldþrota eða að það verður að fá nýtt lán til að mæta afborgunum af skulda- bréfinu. Ef tekjur því nægja ekki til að mæta afskriftum er um beint fjármagnstap að ræða og gildir þetta að sjálf- sögðu jafnt þótt upphaflega hafi verið notað eigið fé til kaupanna. Því hefur verið haldið fram, að fyrirtæki hagnist óeðlilega vegna hagstæðra reglna um Fjármagn fyrirtækja er bundið í fasteignum, vörubirgðum og útistand- andi skuldum.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.