Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 8
SVEINN SNORRASON: HUGLEIÐINGAR UM VERÐLAGSMÁL Allt frá þvi á árinu 1937, er lög um verðlag á vörum voru sett, höfum við að meira eða minna leyti átt við strangar opinberar verðlagsákvarðanir að búa á flest- um sviðum verzlunarinnar. Hér er um einstakt þjóðlegt fyr- irbrigði að ræða sem ekki á sér neina hliðstæðu í þeim menning- arríkjum, sem við höfum nánust skipti af. Það er því ekki óeðli- legt, að ögn sé staldrað við og hug- leitt, hverjar séu orsakir þessa fyr- irbæris. Ástæðan fyrir setningu verð- lagslaganna 1937 hefur eflaust verið sú, að á þeim tíma var talið nauðsynlegt að takmarka inn- flutning á vörum til landsins, og vegna þeirra takmarkana hefur ríkisvaldið talið nauðsynlegt að setja öryggisventil á verðlagið til þess að koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir vöruverðs og verzlunar- álagningar, þar sem eftirspurnin væri meiri en framboðið. Má segja, að ráðstöfun þessi hafi eins og á stóð ekki verið óeðlileg. Á stríðsárunum, meðan vörufram- boð var mun minna en eftirspurn- in, mæltu sömu rök með því, að opinbert eftirlit væri með verð- myndun. En síðan því ástandi lauk, er nú liðið nokkuð á þriðja áratug. Innflutningur hefur mest- an hluta þess tíma verið að lang- mestu leyti frjáls og vöruframboð ávalt fullnægt eftirspurn. For- sendurnar fyrir opinberum verð- lagsákvörðunum brustu þá þegar, svo að sömu rök hafa ekki legið til grundvallar verðlagsbindingu síðan. Hver er þá ástæðan fyrir því, að ísland eitt lýðfrjálsra landa skuli viðhalda slíkum lög- um og skerðingu á samningsfrelsi einnar atvinnugreinar. Ætla verð- ur að tilgangur löggjafans og stjórnvalda á hverjum tíma hafi verið sá að hamla á móti verð- bólguþróun. En þá vakna tvær spurningar, annars vegar hvort slík einhliða opinber afskipti af einni atvinnugrein hafi verið rétt- lát eða réttlætanleg og í öðru lagi, hvort eða að hve miklu leyti ár- angurs væri að vænta af slíkum afskiptum gagnvart einni atvinnu- grein. „Quid licet jovi non licet bovi“. Það virðist hafa komizt inn í al- menna meðvitund hér á landi að líta á hugtakið verðlag sem eins konar andstöðu kaupgjalds. Þessi tvö hugtök eru þannig mjög oft notuð í sömu andránni eins og til að gefa skýringu á andstæðum hagsmunum. Þetta er að sjálfsögðu grundvallar misskilningur, sem löngu er tímabært að eytt sé með almennri fræðslu og skýringum. Kaupgjaldið hlýtur ávalt að verða einn allra snarasti þáttur verðlags- málanna. Sá þátturinn hefur allar götur, ef undan er skilið eitt ár 1966—1967, fengið að þróast hömlulaust og algjört eftirlitsfrelsi viðurkennt til handa launþegum um kjör sín. Þótt eftirspurn eftir vinnuafli hafi verið meiri en fram- boðið. hefur löggjafanum eða stjórnvöldum ekki fundizt ástæða til þess að takmarka á nokkurn hátt samningsfrelsi launþegasam- takanna, heldur þvert á móti við- urkennt öflugasta tæki þeim til handa til að knýja fram kröfur sínar við samningagerðir, verk- fallsréttinn. Við hliðstæðar að- stæður hefur löggjafinn og stjórn- völd svipt verzlunina samnings- rétti um kjör sín með verðlags- löggjöf og opinberum ákvörðun- um um kjör verzlunarinnar jafn- framt því, sem bann hefur verið lagt á verkföll af hendi verzlunar- innar í því skyni að knýja fram réttláta lausn á kröfum sínum. Má FRJÁLS VERZLUN því vera augljóst, að slík opinber afskipti gagnvart verzlunarstétt- inni einni eru ekki réttlát. í verðlagslögum eru nú ákvæði um það. að verðlagsákvarðanir allar skuli miða við þörf vel rek- inna fyrirtækja. Segja mætti, að afskiptin væru réttlætanleg, ef þessu skilyrði laganna væri full- nægt og samskonar hömlur settar á öðrum sviðum. Nú hefur því hins vegar verið lýst yfir við af- greiðslu verðlagsákvæðanna af fulltrúa ríkisvaldsins, að hann, og væntanlega einnig umbjóðendur hans, geri sér grein fyrir því, að þessari þörf væri ekki fullnægt. Af því leiðir að núverandi af- skipti eru ekki einu sinni rétt- lætanleg. Þegar leitað er eftir svari við síðari spurningunni hér að fram- an. það er hvort og að hve miklu leyti árangur hafi orðið af opin- berum afskiptum verðlagsmála, er að sjálfsögðu gengið út frá því, að tilgangurinn hafi verið sá, að halda verðlagi niðri og koma í veg fyrir verðbólgu. í verðlagslöggjöf er gert ráð fyrir því, að verðlagsnefnd taki ákvarðanir um verðlag vöru og þjónustu svo og um verzlunará- lagningu. Reynslan hefur þó orðið sú, að ákvarðanir verðlagsnefnd- ar beinast fyrst og fremst að á- lagningunni. Einhvern tíma endur fyrir löngu hefur verið fundin upp sú gullvæga regla af þeim, sem um verðlagsmál hafa á und- anförnum þrjátíu árum fjallað, að í hvert skipti, sem gengi íslenzkr- ar krónu gagnvart erlendum gjald- miðli lækkaði og verð innfluttrar vöru hækkaði að sama skapi, þá skyldi með stöðugt vaxandi hraða lækka hundraðshluta álagningar- verzlunarinnar svo sem eins og í öfugu hlutfalli við hækkun verð-

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.