Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.10.1968, Blaðsíða 9
FRJÁL5 VERZLUN 9 grundvallarins, jafnframt því að bannað skyldi að hækka verð vöru- birgða til samræmis við endur- kaupsverð. Slíkar ráðstafanir hafa ítrekað leitt af sér tekju- skerðingu og fjármagnsskerðingu fyrir verzlunina. Við þetta verður flutningur á fjármagni og tekjum frá verzluninni til neytenda. Það má því segja, að þessi afskipti, þó að þau séu hvorki réttlát né rétt- lætanleg, kunni að geta náð mjög takmörkuðum og tímabundnum árangri, sem þó hlýtur að hverfa vonum fyrr, vegna þess að hlið- stæð opinber afskipti skortir á öðr- um sviðum. Það þóttu sannindi hér, að skammgóður vermir væi’i að því að míga í skóna sína. Sí- endurtekin skerðing eigna og tekna verzlunarinnnar samfara aukinni byrði vegna hárra vaxta, hækkandi launa, aukinna opin- berra gjalda, vegna þenslu í rík- isrekstrinum og hækkandi launa samfara henni, gerir aðstöðu verzlunarinnar til hagkvæmra vörukaupa að engu. Lánsfjárskort- ur innanlands vegna lögbundinn- ar og stjórnvaldaákveðinnar láns- fjárstefnu hafa og komið í veg fyrir möguleikana á því, að verzi- unin gæti hagnýtt sér hagkvæm vöruboð. Með þessari lánsfjár- stefnu innanlands hafa stjórn- völd beinlínis att verzluninni til að taka erlend vörukaupalán, en þess eru mörg dæmi, að fyrir- tæki, sem hagnýtt hafa sér þann möguleika, hafa orðið fyrir stór- töpum af þeim sökum vegna tíðra breytinga á gengi krónunnar. Töp þessi hafa verðlagsyfirvöld ekki bætt verzluninni. Ýmsir kaup- sýslumenn, sem lagt hafa sig í líma við að fylgjast með fram- leiðslu og verðlagsmálaþróun er- lendis og hafa gert verulega hag- stæð innkaup á miklu magni af vöru, sem nokkrum dögum eða vikum síðar hækkuðu verulega á heimsmarkaði, fá enga viður- kenningu af verðlagsyfirvöldum fyrir framtak sitt með hærri hundraðshluta álagningar. Þvert á móti verða þeir að bera bóta- laust gengistap fyrir það magn, er þeir höfðu selt, en ekki greitt, er gengisbreyting varð. Slík fyrir- mæli verða síður en svo hvatning kaupsýslumönnum að leitast eftir hagstæðum vörukaupum. Hvetur þetta kaupsýslumenn til tíðari kaupa með minna magni hverju sinni, en þetta leiðir aftur til þess að vöruverð verður hærra og til- kostnaður við vörudreifinguna meiri. Af reynslu þeirri sem við höf- um að undanförnu haft af opin- berum afskiptum af verðlagsmál- um, má það vera ljóst, að þau hafa ekki náð tilgangi þeim að halda niðri vöruverði. Hér að framan hefur verið leit- azt við að leiða rök að því, að opinber afskipti af verðlagsmál- um undanfarin þrjátíu ár hafa hvorki verið réttlát né réttlætan- leg, þegar undan er skilið tímabil innflutningshafta og vöruskorts, og þau eru ekki einhlít ráð til að tryggja neytendum hagstæðast vöruverð. Ýmsar staðreyndir benda þvert á móti til þess, að órökstuddar og óskynsamlegar á- kvarðanir verðlagsyfirvalda hafi beinlínis orðið til þess, er til lenga- ar lætur, að valda hærra vöru- verði og draga úr þjónustu sam- fara því að knésetja verzlunina. Svo virðist í fljótu bragði, þeg- ar litið er yfir þrjátíu ára tímabil opinberra verðlagsafskipta á ís- landi, að sá einn hafi tilgangur- inn verið að koma verzluninni á kné. Því verður að vísu naumast trúað. að þeir flokkar, sem standa að núverandi ríkisstjórn, hafi haft þetta að markmiði sínu, en það verður að kallast mikil kaldhæðni örlaganna, að einmitt þessir tveir stjórnarflokkar skuli hafa staðið að þeim verðlagsákvörðunum, sem nú eru í gildi. Því að hafi nokkur haft ástæðu til að ætla, að til- gangurinn með verðlagsákvörð- unum væri að koma verzluninni á kné, þá hlaut hann að mega telja sig hafa fengið staðfestingu þess við síðustu verðlagsmálaá- kvarðanir, sem teknar voru af lög- gjafarvaldinu sjálfu eftir tillögu ríkisstjórnarinnar. Með setningu laga nr. 72 frá 29. nóv. 1967 var verzluninni gefið til kynna, að nú skyldi hún fá að- stöðu til þess að hafa áhrif á á- kvarðanir verðlagsnefndar um kjör verzlunarinnar. Hafi verzlun- in haft ástæðu til að ætla þetta, er nú berlega komið í ljós, að hér hefur verið um hina herfilegustu blekkingu að ræða. Með afgreiðslu verðlagsákvæðanna í desember- mánuði 1967 var því lýst yfir af fulltrúa ríkisvaldsins, að hann gerði sér fulla grein fyrir því, að verzlunin gæti ekki starfað eftir þeim verðlagsákvæðum til lengd- ar. Þrátt fyrir slíka yfirlýsingu Kjörbúðir bæta þjónustu við neytendur.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.