Frjáls verslun - 01.09.1969, Page 7
FRJÁLS VERZLUN
ÞJÓÐMÁL
„TEL PROFKOSNINGAR ÆSKILEGAR
VIÐ SKIPAN FRAMBODSLISTA"
t7.
„Myndi fagna því ef unnt reyndist a3 fá fœra fjármálamenn til
þess að gaumgœfa rekstur borgarfyrirtœkja." — Viðtal við
Geir Hallgrímsson um kosningarnar á vori komanda og ýmis
borgarmálefni.
F. V.: Borgarstjórnarkosningar fara fram á vori
komanda. Hvert er álit yðar á vígstöðu Sjálfstæð-
ismanna, með það í huga, að flokkurinn komst
í nokkur þúsund atkvæða minnihluta í borginni við
síðustu Alþingiskosningar?
G. H.: Ég tel, að Sjálfstæðisflokkurinn standi bet-
ur að vígi á þjóðmálasviðinu nú en hann gerði við
síðustu Alþingiskosningar. Þá er eðli málsins sam-
kvæmt ekki kosið til borgarstjórnar eftir jafn
ströngum flokkspólitískum línum og til Alþingis.
Raunar sýnist sá hluti kjósenda fara vaxandi, sem
ekki er flokksbundinn eða getur vel hugsað sér að
kjósa lista annars flokks en venjulega, ef verk,
stefna eða skipan lista skírskota til hans. Með tií-
vísan til þessa geri ég mér vonir um, að við stönd-
um vel að vígi í næstu borgarstjórnarkosningum,
en ég geri mér þess þó fulla grein og vil leggja á
það áherzlu, að úrslit kosninganna eru mjög tvísýn.
F. V.: Teljið þér, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti
að beita sér fyrir borgarstjórnarsamstarfi við ein-
hvern hinna flokkanna, t. d. Alþýðuflokkinn, ef
svo færi, að hann missti meirihlutann?
G. H.: Ég vil á þessu stigi ekki hugsa um ann-
að en að Sjálfstæðisflokkurinn haldi meirihluta
sínum í Borgarstjórn Reykjavíkur. Ef svo illa fer,
að þessi meirihluti glatist, þá hlýtur það að vera
dómur kjósenda, að stefna Sjálfstæðisflokksins hafi
ekki verið rétt eða ekki vel unnið að framkvæmd
hennar. Virðist því eðlilegast, að stefnumörkun
eftir kosningar breytist og aðrir taki við stjórn,
að fengnum slikum úrslitum. Hins vegar hlýtur
Sjálfstæðisflokkui’inn ávallt á hverjum tíma að
taka fullan þátt í stjórnmálum, hvort sem hann
er í meirihluta eða minnihluta, og byggja þá af-
stöðu sína til einstakra flokka á því, hvaða stefnu
og málum er hægt að koma fram. Eftir því fer,
hvort hann tekur þátt í stjórn eða verður í stjórn-
arandstöðu.
F. V.: Teljið þér líklegt, að miklar breytingar
verði á efstu sætum borgarstjórnarlista Sjálfstæð-
ismanna?
G. H.: Engar umræður hafa orðið um væntan-
lega skipun framboðslista Sjálfstæðismanna í
boi’garstjórnai'kosningum, og því verður þessat’i
spurningu ekki svarað á þessu stigi málsins, en
miklar umræður hafa þó oi’ðið um að hafa próf-
kosningar um val manna á framboðslistann, og
teldi ég það æskilegt, ef unnt væri að haga slik-
um prófkosningum þannig, að veruleg þátttaka
yrði í þeim, þannig að á þeim væri mark takandi.
F. V.: Þér hafið verið nefndur sem líklegt ráð-
herraefni í næstu ríkisstjórn, er flokkur yðar ætti
aðild að, og jafnvel sem mögulegur arftaki að
flokksformennskunni. Er útlit fyrir, að þér gegn-
ið borgarstjórastöðunni næsta kjörtímabil?
G. H.: Ef ég er valinn áfram til þess að vera
borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna í næstu borgar-
stjórnarkosningum, sem ég óneitanlega geri mér
vonir um, og að því tilskyldu að Sjálfstæðisflokk-
urinn haldi meirihluta sínum í borgarstjórn, þá
hef ég ekki annað í huga en að gera mitt bezta sem
borgarstjóri á næsta kjörtímabili.
F. V.: Hverjar verða helztu stórframkvæmdir á
vegum borgarinnar í ár?
G. H.: Á vegum borgai'sjóðs er unnið að fjár-
festingu fyrir rúml. 400 millj. kr. samtals. Hér er
um að ræða verkefni, sem ætlazt er til að greidd
séu með fé, er borgarai’nir inna af höndum, aðal-
lega með útsvari, fasteigna- og aðstöðugjöldum. En
auk þess er unnið á vegum fyrirtækja borgarinnar,
s. s. Hitaveitu, Rafmagnsveitu, Hafnai’innar, Stræt-
isvagna, Vatnsveitu o. fl. fyrirtækja fyrir rúmL
300 millj. kr. Nemur þannig framkvæmdafé borg-
arinnar meiru en 700 millj. kr. á árinu. Af fyrr-