Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1969, Síða 10

Frjáls verslun - 01.09.1969, Síða 10
!□ FRJALS VERZLUN byggingu 80 af þeim 180 íbúðum, sem Fram- kvæmdanefnd byggingaráætlunar hefur boðið út. F. V.: Hvernig standa ráðhúsmál höfuðstaðarinr. og skipulag gamla miðbæjarins? Hyggst borgin gera gangskör að því að kaupa þar upp lóðir, þann- ig að endurbygging geti hafizt? G. H.: Teikningar af ráðhúsi við norðurenda Tjarnarinnar eru fullbúnar og samþykktar af borgarstjórn. Hins vegar hefur full samstaða allra flokka í borgarstjórn verið um það að hefja ekki framkvæmdir að sinni. Tíminn hefur verið not- aður til að kanna ýmsa möguleika, m. a. til að ná samstöðu sem flestra borgarbúa um málið. Kannað hefur verið, hvort rétt væri að byggja ráð- hús og leikhús undir sama þaki við norðurenda Tjarnarinnar, þar sem starfsstöðvar Leikfélags Reykjavíkur hafa frá upphafi verið. Með þessum hætti væri unnt að nýta sameiginlegt húsrými fyr- ■ir' bæði ráðhús og leikhús, t. d. anddyri, veitinga- sal og salárkynni, fatageymslur o. fl. Auk þessa mundi slík sameining, ef vel tækist til, geta skap- að lífrænni tengsl borgarbúa við ráðhús þeirra en ella. Hins vegar er hætta á, að húsið yrði of stórt. Athugun þessa máls er ekki lokið, og ráð- húsnefnd og borgarstjórn hafa ekki um það fjallað endanlega. Menn eru reyndar þeirrar skoðunar, að hægt skuli fara í þessum efnum og jafnvel komi til greina að leggja ráðhúsmálið á hilluna um nokk- urn tíma. Gengið var frá skipulagi gamla bæjarins, þegar aðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt í borgar- stjórn 1965. Er greint frá því skipulagi og sam- þykktum í mikilli bók, sem kom út 1966. Þess vegna getur endurbygging miðbæjarins hafizt. Lóðir í gamla bænum eru eins og kunnugt er flestar í einkaeign, og borgin hefur fremur hugsað sér, að til kæmi sameining lóða og samvinna lóð- areigenda, fremur en mikil lóðakaup borgarinnar, en þó koma þau til greina, einkum ef til vill í Grjótaþorpinu. F. V.: Mikillar andstöðu virðist gæta meðal borgarbúa gegn því, að umhverfi Tjarnarinnar verði skert frá því, sem nú er. Ætlar borgarstjórn- in að taka tillit til eindreginna mótmæla fjöi- margra borgara gegn því, að Thor Jensen-húsið við Fríkirkjuveg verði fjarlægt og Seðlabankan- um heimiluð þar bygging? Hver er persónuleg skoðun yðar á varðveizlu hússins og tjarnarsvæð- isins? G. H.: Seðlabankinn festi fyrir nokkrum árum kaup á lóðinni Frikirkjuvegur 13, sem er horn- lóðin við Fríkirkjuveg og Skothúsveg. Borgin hafði áður nýtt þá lóð samkvæmt samkomulagi við fyrri eiganda sem skrúðgarð. Ljóst var, að lóðin var ekki nægilega stór fyrir Seðlabankabyggingu, og alls ekki ef slíkur skrúðgarður átti að vera þarna áfram. Var þá gerður samningur milii Reykjavíkurborgar og Seðlabankans um maka- skipti á lóðinni Fríkirkjuvegur 11 og Lækjargötu 4 ásamt fyrirgreiðslu Seðlabankans Reykjavíkur- borg til handa til að koma upp nýrri æskulýðsmið- stöð á Tjarnarbæjarlóðinni í stað þeirrar æsku- lýðsstarísemi, sem fram hefur farið að Fríkirkju- vegi 11. Áskilið var, að verðiaunasamkeppni arki- tekta færi fram um teikningar af Seðlabankahús- inu, skrúðgarðurinn héldist og sérstakt tillit yrði tekið til umhverfis Tjarnarinnar. Það veltur á end- anlegu mati byggingar- og skipulagsyfirvalda, hvernig bygging verður leyfð á þessum slóðum. Áð- ur en þannig var gert ráð fyrir að rifa Fríkii'kju- Samvinnubankinn - ávaxtar sparifé yöar Otibú úti á landi: Akranesl Grundarfirði PatreksfirBi SauBárkróki Húsavfk Kópaskerl StöBvarfirði Keflavik ___________ HafnarflrBi SAMVINN UBANKINN Bankastrætl 7, Reykjavfk. slmi 20 700

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.