Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1969, Side 34

Frjáls verslun - 01.09.1969, Side 34
34 FRJALS VERZLUN frá ritstjóm HORFT FRAM Ríkisstjórn dr. Bjarna Benediktssonar sýndi mikla framsýni í stóriðjumálunum og setti hagsmuni þjóðarinnar ofar stund- aróvinsœldum. Nú hefur sannazt, hversu heilladrjúg þessi ákvörðun ríkisstjórnar- innar var, enda vilja stjórnarandstœðing- ar helzt gleyma fyrri afstöðu sinni. Rétt- mœti ákvarðana hlýtur fyrr eða síðar að koma í ljós, enda þótt þœr kunni að valda moldviðri í svipinn. Stjórnmálamönnum ber skylda til þess að fara eftir sannfœr- ingu sinni og gera það, sem þeir vita réttast og sannast og er þjóðinni fyrir beztu. Þótt rétt sé að leita nýrra leiða, byggja upp nýjar atvinnugreinar og fyrirtœki, má ekki gleyma þeim atvinnugreinum og fyrirtœkjum, sem fyrir eru. Það hefur rík- isstjórnin því miður gert. Hún hefur fórn- að verzlunarstéttinni til þess að friðþœgja óábyrgum öflum innan verkalýðshreyf- ingarinnar og öðrum andstœðingum verzlunarstéttarinnar. — Verzlunarstéttin hefur búið við óréttmœt skilyrði, enda þótt opinberir aðilar hafi viðurkennt, að núverandi álagning standi engan veg- inn undir eðlilegum dreifingarkostnaði og að þessi álagning leiði til óhagkvœmari innkaupa og þar með hœrra vöruverðs. Þótt ríkisstjórninni sé þannig fullljóst, hvernig málefni verzlunarinnar eru og að vegið er að hagsmunum neytenda, hefur hún enn ekki þorað að ráða bót á, af ótta við pólitíska andstœðinga. Þessi ótti stingur mikið í stúf við það pólitíska hugrekki, er stjórnin sýndi í stóriðjumál- unum. Mikill skaði hefur þegar af hlotizt, og verður hann óbœtanlegur, ef ekki verður brugðið skjótt við. FRJÁLS VERZLUN hefur áður bent á, að nýir tímar eru framundan á íslandi. ís- lendingar hljóta að vinna betur úr hrá- efnum sínum, leita markaða og taka þátt í erlendu viðskiptasamstarfi og keppa harðar en áður við reyndari viðskipta- þjóðir. Því þurfa íslenzk verzlunar- og iðnaðarfyrirtceki að vera sterk og búa við eðlileg vaxtarskilyrði. Þannig verður að vera að verzlunarfyrirtœkjunum búið, að þau megni að dreifa vörum á sem hag- kvœmastan hátt innanlands og hafi bol- magn til þess að vinna íslenzkum fram- leiðsluvörum sess erlendis. Því verður nú þegar að söðla um. Hin neikvœða og lamandi stefna, sem beitt hefur verið gagnvart verzluninni verður að þoka fyr- ir raunhœfum skilningi á eðli og hlutverki verzlunarinnar. Velmegun þjóðarinnar í framtíðinni er að verulegu leyti undir því komin, að svo verði. Ríkisstjórnin verður að setja þjóðarheill ofar friðþœgingu nið- urrifsafla og lýðskrumara, — breyta eftir beztu sannfœringu. Verzlunarstéttin er búin að sœtta sig nógu lengi við að vera hornreka og sœta ákúrum fyrir skort á þjóðhollustu. Mœlir- inn er fullur. Verði ekki afgreitt frá nœsta Alþingi stjórnarfrumvarp, sem leiðréttir málefni verzlunarinnar, getur ríkisstjórn- in ekki búizt við stuðningi verzlunarinn- ar í komandi sveitarstjórnar- og þing- kosningum. Ætlar ríkisstjórnin að fórna þjóðarhags- munum og áframhaldandi völdum fyrir stundar„frið" við óvini hins frjálsa fram- taks?

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.