Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1969, Page 29

Frjáls verslun - 01.12.1969, Page 29
F^RJALS VERZLUN 29 ilr verið gert síðustu misseri til sð koma upp vistheimili fyrir vangefna, sem nú er nær fullbú- ið og tekur til starfa um þessar mundir. Það heitir Sólborg, og fyrir uppbyggingu og rekstri stendur Styrktarfélag vangefinna á Akureyri. Þá er veiúð að byggja við bæði lliheimili Akureyrar og Elliheim- ið í Skjaldarvík, en bærinn á þæði þessi heimili. í sumar hófst gerð fyrsta á- fanga nýrrar hafnar á Oddeyri, sem mikill styrr stóð um. Þar hófst einnig bygging stórrar vöruskemmu Eimskipafélags Is- lands hf. Og á Oddeyrinni er nú langt komið byggingu Tollvöru- geymslunnar hf. fyrri áfanga. Stærsta atvinnuuppbyggingin á þessu ári sigldi í kjölfar Iðunnar- brunans mikla skömmu eftir ára- mót. Verksmiðjur SÍS hafa unn- ið að endurbyggingu og stækkun þeirra húsa, sem skemmdust, og byggingu stórhýsis yfir skinna- verksmiðju. Þetta varð og til þess, að Þórshamar hf., eitt dótturfyrir- tæki KEA, hóf byggingu nýs húss yfir bílaverkstæði. Loks ber að nefna, að Vegagerð ríkisins hóf byggingu nýs verk- sjtæðis- og skrifstofuhúss. 3 ÍHEIRA STENDUR TIL í Mikil þörf er fyrir áframhald- andi skólabyggingar vegna sér- $kóla í bænum, og þó enn brýnni !yrir skóla skyldunáms og gagn- ræðastigs. Á þeim vettvangi hef- ir verið slegið slöku við um keið og því rísa verkefnin nú ær því yfir höfuð. Jafnframt antar aðstöðu til æskulýðsstarf- semi og halda verður áfram upp- þyggingu íþróttamannvirkja. | Þá er orðið óumflýjanlegt, að ráðast í mikla stækkun Fjórð- dngssj úkrahússins. ÍNú hefur aftur lifnað yfir á- uga Akureyringa á hitaveitu, nda á bærinn vatnsréttindi í iaugalandi á Þelamörk og eina orholu með um 15 sek.l. af 90 stiga heitu vatni, en talið er mjög laklegt, að með 4-5 holum í við- þót fáist nóg heitt vatn í hitaveitu éyrir alla Akureyri. Á næstu grös- lim við Laugaland er og nóg kalt vatn að fá, en nú er skortur á köldu vatni og aðeins um tvær leiðir að velja í öflun þess, annað hvort með vinnslu úr Glerá eða með leiðslu utan frá Þelamörk. Gætu því farið saman fram- kvæmdir við hitaveitu og kalda- vatnsveitu. Á þessu ári hafa ferðamál ver- ið mjög í brennidepli hér á landi og þá einkum á Akureyri. Ferða- málafélag Akureyrar hefur átt þátt í því með flugfélögunum, Ferðamálaráði og Seðlabankanum, að ýta við þessum málum með til- liti til nútíðar og er frekari frétta að vænta af árangrinum og fram- haldinu innan tíðar. Má þó slá því föstu, að Akureyri á alger- lega sérstæða möguleika hér á landi til að verða mikill ferða- mannabær, þó ekki fyrirhafnar- laust, eins og nærri má geta. TILVILJANIR í mörgum höfuðatriðum hefur hin mikla uppbygging á þessu ári orðið fyrir tilviljanir, þótt ótrú- legt sé. En þannig varð Iðunnar- bruninn orsök stóruppbyggingar hjá þrem fyrirtækjum, flýtti alla vega mjög fyrir þeirri uppbygg- ingu. Og þannig æxlaðist það einnig, að lagt var út í gerð nýrrar hafnar, byggingu stórrar og myndarlegrar framtíðar vöru- skemmu fyrir Eimskip og bygg- ingu sérstakrar tollvörugeymslu. Allt þetta hefði sjálfsagt komið á sínum tíma, en um síðustu ára- mót grunaði engan að þetta yrði nú. eins og raun ber vitni. Þar kom skyndilega og óundirbúið sitthvað til. ATVINNULÍFIÐ Allt þetta ár hefur verið skráð talsvert atvinnuleysi í bænum, alltaf á annað hundrað manns. Það sýndi sig í sumar, að þessu atvinnuleysi verður ekki útrýmt með almennum aðgerðum. At- vinnuleysingjarnir eru upp til hópa húsmæður, sem ekki eru að- alfyrirvinnur heimila sinna, ör- yrkjar og gamalmenni, sem ekki þola nema einstaka vinnu, svo og verkamenn, sem hafa stopula vinnu, t. d. við höfnina. Engu að síður er atvinnulífið alvörumál, sem sporna verður við af öllum mætti. Veruleg atvinnuaukning hefur orðið í Verksmiðjum SÍS seinni hluta ársins, vegna stóraukinna verkefna, og enn verður mikil aukning þar í vor, þegar nýja skinnaverksmiðjan tekur til starfa. Þá hefur verið stöðug vinna í hraðfrystihúsi Útgerðar- félags Akureyringa hf., en vinnu- salur þess var stækkaður um 50% á árinu og skapaðist þar vinnuaðstaða fyrir 50 manns til viðbótar. Stærsta einstaka vandamálið í atvinnulífinu hefur verið hráefn- isskortur Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar & Co. hf., sem ekkert hefur starfað nú um nokkurt skeið. Eru málefni verksmiðjunn- ar nú til athugunar, bæði hráefn- isöflun og svo ný verkefni. Þessi verksmiðja ein hefur vinnuað- stöðu fyrir allt að 120 manns. Þá hefur Slippstöðin hf. ekki unnið með nærri því fullum af- köstum, þótt hún hafi haft tvö 1000 tonna skip í byggingu og miklar viðgerðir yfir sumarið í hinni nýju, stóru dráttarbraut. Með aukinni nýsmíði væri unnt að stórfjölga í vinnu hjá þessu fyrirtæki, þ. e. a. s. ef þá fást járniðnaðarmenn. en Slippstöðina hf. hefur vantað járniðnaðarmenn allt þetta ár, þetta 30-50 menn. Úr því hefur ekki rætzt ennþá, og er því vandséð á þessu stigi máls- ins, hvernig fyrirtækið getur ann- að mun meiri verkefnum, þótt vinnuaðstaða öll sé fyrir hendi. Hin nýjá dráttarbraut Akureyr- arhafnar, sem Slippstöðin hf. rek- ur, hefur nú tekið allt að 2500 tonna skip upp og togara á hlið- arfærslu. í sumar var hvert skipið á fætur öðru í brautinni, þ. á. m. öll eða flest skip Skipadeildar SÍS. Með tiltölulega lítilli viðbót gæti brautin tekið upp öll islenzk skip, nema Gullfoss. og sýnist því naumast tímabært að byggja aðra stóra dráttarbraut í Reykjavík, eins og nú er rætt um, a. m. k. ekki fyrr en fyrir liggur, að grundvöllur sé fyrir rekstri tveggja slíkra brauta í landinu í senn. Framh. á bls. 20.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.