Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1970, Page 32

Frjáls verslun - 01.08.1970, Page 32
3D FRJÁLS VERZLUN Danmörk Landið og þjóðin í augum eldri íslendinga eru Danir ýmist ímynd drottnara eða gamlir vinir. En flestir yngri íslendingar, sem ekki þekkja af eigin raun fyrra sam- band þjóðanna, láta sér vel líka glaðværð Kaupmannahafnar, sem oft er kölluð „París Norð- urlanda", og leggja ekki dóm á aðrar hliðar. í augum annarra þjóða er gjarnan litið á Dani sem eggja- og kjötframleiðend- ur. Þannig er sjónarhornið oft af skornum skammti. Danmörk er nú orðin iðnað- arland, og um þriðjungur vinn- andi fólks þar í landi, starfar í verksmiðjum. Iðnaðurinn hefur tekið við forystu í verðmæta- sköpuninni af landbúnaðinum. Á síðustu 40 árum hefur starfs- fólki landbúnaðarins fækkað stöðugt, og hlutdeild landbún- aðarins í útflutningi hefur jafnframt minnkað, er nú að- eins um einn þriðji í stað tveggja þriðju. Þessi breyting er ekki auð- séð, þegar landið er skoðað, enda er megnið af því ræktað. Einrátt flatlendið gefur vissu- lega mikla möguleika til rækt- unar, og það hafa Danir notað sér, Gras- og trjágróður fléttast um landið þvert og endilangt, kringum borgir og bæi. Jótlandsskagi er stærsti hluti Danmerkur. Vestan til eru strjálbýl landbúnaðarhéruð, en á austurströndinni eru borgirn- ar Árósar og Álaborg og fjöldi bæja og þorpa. Austan Jótlands og tengd því með brú er eyj- an Fjón, frjósamt land, þar sem er blómlegur landbúnaður og vaxandi iðnaður, sérstaklega í Odense, borg Fjónsbúa, eins og öðrum dönskum bor’gum. Skammt austan Fjóns er önn- ur eyja, Sjáland, sem er stærst dönsku eyjanna. Þar blómgast landbúnaðurinn einnig, ásamt iðnaði. Austast á Sjálandi er höfuðborg Danmerkur, Kaup- mannahöfn, þar sem lVz milljón manna býr, nærri þriðjungur dönsku þjóðarinnar. Kaup- mannahöfn hefur frá 1197 ver- ið ein mikilvægasta verzlunar- miðstöð Dana, og raunar öld- um saman sú allra mikilvæg- asta, enda ber Kaupmannahöfn merki verzlunarborgar með sóma. Kaupmannahöfn er stærsta borg og um leið mesta hafnarborg á Norðurlöndum. Um þriðjungur innflutnings Dana berst til borgarinnar og stærstur hluti útflutningsins fer þaðan, enda er um helming- urinn af danskri iðnaðarfram- leiðslu frá fyrirtækjum í Kaup- mannahöfn. En í Kaupmannahöfn er fleira en iðnaður og verzlun. Hún er borg með hjarta. Þar er litla hafmeyjan, þar er Tívolí, þar eru Strikið og Ný- höfnin, þar eru glæsileg söfn og fallegir garðar, og þar á konungurinn heima. Ekki má svo gleyma hinu fræga nætur- lífi. Kaupmannahöfn vex ört og' nú seinni árin rísa ný hverfi íbúða og atvinnuhúsnæðis á grundvelli heildarskipulags, sem lýtur að því, að náttúran fái notið sín, eins og unnt er. Fyrir fáum árum voru tveir þriðju nýrra íbúða byggðir í sambýlishúsum, en með vax- andi velmegun og auknum kröfum hefur þetta hlutfall lækkað í þriðjung. Nú er miklu meira byggt af einbýlishúsum. Mikið hefur verið byggt af iðn- aðarhúsum, enda hafa iðnfyrir- tæki verið hvött sérstaklega til þess að færa sig út fyrir borg- arkjarnann, og þau hafa tekið það til greina í verulegum mæli, einkum minni fyrirtæki, sem léttara er að færa um set. Iðnaður. Velmegun. Iðnvæð- ingin í Danmörku hófst í tengsl- um við landbúnaðinn, og er það lærdómsrík saga, hver þróun iðnvæðingarinnar hefur verið. Matvælaiðnaður — vélaiðnað- ur, gagnkvæmar þarfir. Sigl- ingar — skipasmíðar. Danir hafa verið ötulir við skapandi starf í iðnaði og iðnaðarvörur þeirra njóta góðs álits víða um heim. Iðnaðarvörur eru nú meira en helmingur af útflutn- ingi Dana. Velmegun er ríkjandi í Dan-

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.