Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1970, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.08.1970, Blaðsíða 32
3D FRJÁLS VERZLUN Danmörk Landið og þjóðin í augum eldri íslendinga eru Danir ýmist ímynd drottnara eða gamlir vinir. En flestir yngri íslendingar, sem ekki þekkja af eigin raun fyrra sam- band þjóðanna, láta sér vel líka glaðværð Kaupmannahafnar, sem oft er kölluð „París Norð- urlanda", og leggja ekki dóm á aðrar hliðar. í augum annarra þjóða er gjarnan litið á Dani sem eggja- og kjötframleiðend- ur. Þannig er sjónarhornið oft af skornum skammti. Danmörk er nú orðin iðnað- arland, og um þriðjungur vinn- andi fólks þar í landi, starfar í verksmiðjum. Iðnaðurinn hefur tekið við forystu í verðmæta- sköpuninni af landbúnaðinum. Á síðustu 40 árum hefur starfs- fólki landbúnaðarins fækkað stöðugt, og hlutdeild landbún- aðarins í útflutningi hefur jafnframt minnkað, er nú að- eins um einn þriðji í stað tveggja þriðju. Þessi breyting er ekki auð- séð, þegar landið er skoðað, enda er megnið af því ræktað. Einrátt flatlendið gefur vissu- lega mikla möguleika til rækt- unar, og það hafa Danir notað sér, Gras- og trjágróður fléttast um landið þvert og endilangt, kringum borgir og bæi. Jótlandsskagi er stærsti hluti Danmerkur. Vestan til eru strjálbýl landbúnaðarhéruð, en á austurströndinni eru borgirn- ar Árósar og Álaborg og fjöldi bæja og þorpa. Austan Jótlands og tengd því með brú er eyj- an Fjón, frjósamt land, þar sem er blómlegur landbúnaður og vaxandi iðnaður, sérstaklega í Odense, borg Fjónsbúa, eins og öðrum dönskum bor’gum. Skammt austan Fjóns er önn- ur eyja, Sjáland, sem er stærst dönsku eyjanna. Þar blómgast landbúnaðurinn einnig, ásamt iðnaði. Austast á Sjálandi er höfuðborg Danmerkur, Kaup- mannahöfn, þar sem lVz milljón manna býr, nærri þriðjungur dönsku þjóðarinnar. Kaup- mannahöfn hefur frá 1197 ver- ið ein mikilvægasta verzlunar- miðstöð Dana, og raunar öld- um saman sú allra mikilvæg- asta, enda ber Kaupmannahöfn merki verzlunarborgar með sóma. Kaupmannahöfn er stærsta borg og um leið mesta hafnarborg á Norðurlöndum. Um þriðjungur innflutnings Dana berst til borgarinnar og stærstur hluti útflutningsins fer þaðan, enda er um helming- urinn af danskri iðnaðarfram- leiðslu frá fyrirtækjum í Kaup- mannahöfn. En í Kaupmannahöfn er fleira en iðnaður og verzlun. Hún er borg með hjarta. Þar er litla hafmeyjan, þar er Tívolí, þar eru Strikið og Ný- höfnin, þar eru glæsileg söfn og fallegir garðar, og þar á konungurinn heima. Ekki má svo gleyma hinu fræga nætur- lífi. Kaupmannahöfn vex ört og' nú seinni árin rísa ný hverfi íbúða og atvinnuhúsnæðis á grundvelli heildarskipulags, sem lýtur að því, að náttúran fái notið sín, eins og unnt er. Fyrir fáum árum voru tveir þriðju nýrra íbúða byggðir í sambýlishúsum, en með vax- andi velmegun og auknum kröfum hefur þetta hlutfall lækkað í þriðjung. Nú er miklu meira byggt af einbýlishúsum. Mikið hefur verið byggt af iðn- aðarhúsum, enda hafa iðnfyrir- tæki verið hvött sérstaklega til þess að færa sig út fyrir borg- arkjarnann, og þau hafa tekið það til greina í verulegum mæli, einkum minni fyrirtæki, sem léttara er að færa um set. Iðnaður. Velmegun. Iðnvæð- ingin í Danmörku hófst í tengsl- um við landbúnaðinn, og er það lærdómsrík saga, hver þróun iðnvæðingarinnar hefur verið. Matvælaiðnaður — vélaiðnað- ur, gagnkvæmar þarfir. Sigl- ingar — skipasmíðar. Danir hafa verið ötulir við skapandi starf í iðnaði og iðnaðarvörur þeirra njóta góðs álits víða um heim. Iðnaðarvörur eru nú meira en helmingur af útflutn- ingi Dana. Velmegun er ríkjandi í Dan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.