Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 5
FRJÁLS VERZLUN NR. 1 1971 5 Bréf til ritstjórnar Verzlunairáð íslands Fyrir skömmu kom fram í bréfaþætti FV spurning um hvað Verzlunarráð íslands væri. Hér á eftir fer svar fram- kvæmdastjóra Verzlunarráðs- ins: „Vezlunarráðið er allsherjar félagsskapur kaupsýslumanna og fyrirtækja á íslandi, sem reka sem aðalatvinnu verzlun, iðju, siglingar, skipamiðlun, tryggingarstarfsemi, bankavið- skipti og aðra atvinnu skylda þessum atvinnugreinum. Markmið þess er að vinna að sameiginlegum hagsmuna- málum þessara atvinnugreina, styðja að jafnvægi og stöðug- um vexti í efnahagslífi lands- ins og efla frjálsa verzlun og frjálst framtak. Það á þannig að vera vettvangur samstarfs milli höfuðgreina viðskiptalífs- ins að sameiginlegum framfara- og_ hagsmunamálum þeiri'a. í stjórninni sitja 18 menn, og eru 8 þeirra tilnefndir af fé- lögum og samtökum, en tíu ikosnir á aðalfundi. Félag ísl. iðnrekenda, Félag ísl. stór- kaupmanna og Kaupmanna- samtök íslands tilnefna hvert um sig formann sinn og annan (fulltrúa að auki. Fólög inn- flytjenda í mikilvægum grein- um, sem selja beint til notenda, tilnefna sameiginlega tvo full- trúa í stjórnina. Meðlimir Verzlunarráðsins í Reykjavík kjósa 8 menn í stjórnina og meðlimir utanbæjar tvo. Að loknum aðalfundi skiptir stjórnin með sér verkum. For- maður og varaformaður eru kosnir sérstaklega, og auk þeirra eru aðrir 7 tilnefndir. Fyrir utan iðnfyrirtæki og fyr- irtæki, sem stunda verzlun í stórsölu eða smásölu, standa ýmis þjónustufyrirtæki að Verzlunari'áðinu, bankar, tryggingafélög, skipafélög, flugfélög og ferðaskrifstofur auk útflutningsfyrirtækja. Stjórnin heldur yfirleitt einn fund í mánuði og fram- kvæmdastjórnin tvo. Það yrði of langt mál að rekja hér helztu málefni, sem Verzlunarráðið fjallar um, en í því efni má vísa til skýrslu ráðsins, sem gefin er út árlega og til afmælisrits, sem út kom á 50 ára afmæli ráðsins 17. september 1967. Ef telja ætti upp helztu mál- in, eru það viðskiptamál ýmis konar, verðlagsmál, launamál, skattamál fyrirtækja, tollamál, banka- og peningamál og ýmis löggjafarmál, sem snerta við- skipti. Verzlunarráðið rekur Verzlunarskóla íslands og vinn- ur almennt að bættri menntun verzlunarmanna. Þá hefur ráð- ið rekið upplýsingaskrifstofu um lánstraust og skilvísi fyrir- tækja og skrifstofa ráðsins veit- ir margháttaða upplýsinga- þjónuistu innlendum og erlend- um aðilum. Verzlunarráðið á aðild að ýmsum opinberum nefndum og stjórnum stofnana. Aðsetur Verzlunarráðsins við Laufásveg í Reykjavík. HVÍLIÐ MEÐAN ÞÉR VINNIÐ SAVO-sfóll er vandaður stóll. BUSLOÐ riÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — SlMI 18520 Á VERÐI DAG OG NÓTT FULLKOMIN AÐVÖRUNAR- KERFI HVERSKONAR ÖRYGGI YÐAR ER SÉRGREIN OKKAR ÞJÓFABJÖLLU ÞJÓNUSTAN simi: 26430 VARI GARÐASTRÆTI 2

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.