Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 15
FRJÁLS VERZLÚN NR. 1 1971 ÚTLÖND 15 sterlingspund. Mikill hagnaður varð einnig af heimssýningunni í Chicago árið 1934. Talið er að Japanir muni nota hagnaðinn til að aðstoða fátækar þjóðir. A sýningunni í Osaka lögðu Bandaríkjamenn og Sovétmenn mesta áherzlu á geimvísindi, en þar sem Japan- ir höfðu ekki mikið til að ileggja af mörkum á því sviði, lögðu þeir áherzlu á alls konar tilraunir með kvikmyndir og hljóð, til að kynna og örva nýjar víddir á þessum sviðum. Þó að sýningin hafi verið vel heppnuð bar flestum saman um að hvað listræni snerti, hafi sýningin i Montreal 1967 borið af. Tvær tillögur hafa komið fram um notkun sýningarsvæð- isins í framtíðinni, að koma upp háskóla Sameinuðu þjóð- anna, eða setja á stofn sér- staka stofnun innan S. Þ. til verndunar umhverfinu. IMoregur Kjarnorkuver a cformm Á næstu mánuðum verður lagt fyrir norska Stórþingið, stjórnarfrumvarp um byggingu fyrsta kjarnorkuversins í land- inu og verði frumvarpið sam- þykkt er áætlað að fyrsta orku- verið verði tekið í notkun árið 1978. Frumáætlun fyrir 500 megawatta orkuver var lögð fram á sl. ári, en nú er verið að endurskoða þessa áætlun með tilliti til þess að verð á rafmagni frá kjarnorkuveri hefur hækkað um 20-30% síð- an í september 1969. Talið er að í sambandi við endurskoð- unina verði gert ráð fyrir miklu stærra orkuveri, með allt að 1200 megawöttum. Talsmaður norska iðnaðar- ráðuneytisins sagði að einnig væri í undirbúningi að setja á stofn opinbera kjarnorkueftir- litsnefnd, sem á að gera sölu- áætlanir fyrir ríkið svo og nægilegar öryggisráðstafanir. Fyrrnefnd áætlun var unn- in af Kjarnorkustofnun Nore^s, Orkustofnun Noregs, sem báð- ar eru ríkisstofnanir, í sam- vinnu við Norsk-Hydro, sem er stærsta iðnaðarsamsteypa landsins. Norska Orkustofnun- in hefur lagt til við ríkisstjórn- ina að hún leyfi frjálsa sam- keppni meðal þriggja helztu orkugjafanna, kjarnorku, olíu og vatnsafls. Norska Vatns- orkustofnunin hefur lagt til að vatnsaflsvirkjanir sitji fyrir næstu 10 árin og segir að Norð- me<nn eigi enn nægilegt óvirkj- að vatnsafl til að virkja á sam- keppnisgrundvelli. En margir Norðmenn hafa áhyggjur af þeim náttúruspjöllum, sem stórvirkjanir hafa í för með sér. Stofnunin telur einnig að ekki þurfi að byggja olíuorku- veitu fyrr en árið 1973 og og kjarnorkuver ekki fyrr en 1982. Vatnsaflsvirkjanir framleiða nú um 56% af öllu rafmagni í landinu, en olia og gas um 36.5%, kol og koks aðeins um 7.5%. Þessar tölur eru frá 1968. Rafmagnsnotkun í Noregi er sú mesta í heimi miðað við mannfjölda, eða um 15000 kg- vött á mann, sem er helmingi meira en í Bandaríkjunum. Hið ódýra rafmagn í Noregi hefur gert iandið að þriðja stærsta álframleiðslulandi ver- aldar og næst stærsta magn- esíumútflu.tningslandi heims. Bretland ana lengist Bretar gera nú enn eina til- raun til að koma í höfn deil- unni um sölutíma verzlana þar í landi, sem lengi hefur verið þrætuefni. Hafa kaupmenn og viðskiptavinir löngum verið óánægðir með þær föstu skorð- ur, sem verið hafa í gildi um þessi mál og nú hefur þing- maðurinn Evelyn King lagt fram frumvarp, sem miðar að því að breyta þessu og flestir búast við því að frumvarp þetta verði samþykkt og þá má gera ráð fyrir að sölutími verzlana verði miklu rýmri en hann hefur verið hingað til. Brezka innanríkisráðuneytið hefur nú skipað félagsfræði- nefnd sinni að gera skoðana- könnun meðal almennings, til að kanna afstöðu hans til þessa máls. Byrjað var á könnuninni í sl. mánuði og á að spyrja 3500 manns. Verkið hefur gengið seint og hugsanlegt er að búið verði að breyta lögun- um þegar niðurstöður skoðana- könnunarinnar liggja fyrir. Það er skoðun manna að reglurnar, sem nú gilda um þessi mál, séu úreltar, en þær eru frá 1950 og 1965. Samkv. þeim verða verzlanir að loka kl. 20 á virkum dögum, en mega hafa opið til kl. 21 eitt kvöld í viku. Á laugardögum verður að loka kl. 13. Á sunnu- dögum verður að vera lokað, en þó ekki sælgætis- og blaða- sölur. Nýja frumvarpið miðar að því að verzlunareigendur fái sjálfir að ráða lokunartím- um og að leyft verði að selja matvörur á sunnudögum. — Helztu rökin gegn lengdum sölutíma er að verzlunarfólk finni mest fyrir því. Þessu mót- mæla margir og segja að hægt sé að ráða sérstakt fóik til að annast afgreiðslu umframtím- ann, t. d. um helgar. Þegar hef- ur verið gerð tilraun til að hafa opið allan laugardaginn í Ox- fordstræti í Lundúnum og hef- ur sú tilraun tekizt mjög vel og hagnaður verið miklu meiri en aukakostnaður. Einnig hef- ur komið til tals að koma á vaktafyrirkomulagi. Sovétríkin Sagt hefur verið að tölvur séu heiminum álíka mikilvæg- ar í dag og stál var hér áður fyrr. Tölva er góður, þó ekki óskeikull mælikvarði á valda- styrk þjóðar og stöðu hennar Solirtimi verzl- Tölvuskortur

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.