Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 26
26 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 1 1971 Samtíðarmenn Eg hafði hugsað mér eina vél.... Viðtal við Magnús Þorg’eirs- son forstjóra PFAFF. Nýlega voru 40 ár liðin síðan nafnið PFAFF hóf innreið sína á íslandi. Það var Magnús Þorgeirsson, sem ruddi því braut, og síðan hafa Magnús og PFAFF jafnan átt samleið, svo að hvorugt varð frá öðru skilið. Þetta byrjaði með til- viljunum í lífi ungs manns, sem hafði það í blóðinu, að verða ,,eitthvað“ og hafði slembilukk- una með sér, eins og hann sjálf- ur segir nú. í fyrstu mátti það heita gott ef veltan næði 50-60 þúsundum, nú er hún 50-60 milljónir.. . Hvar og hvenær ertu fædd- ur Magnús? Ég er fæddur 1902 í Kefla- vík, en fluttist til Reykjavík- ur á 2. ári. Faðir minn hét Þor- geir Pálsson og var útgerðar- maður. Móðir mín hét Kristín Eiríksdóttir. Þau slitu samvist- um þegar ég var 5-6 ára og ólst ég upp hjá móður minni. Ég hafði lítið af föður mínum að segja — hann skipti sér ekkert af mér. Skólagangá náði ekki lengra en upp úr barnaskó'la; ég gekk í skóla fyrst hjá Ásgrími í Bergstaða- strætinu. Hólmfríður, ekkja Ásgríms, sagði löngu síðar, þegar ég var að byggja á Skólavörðustígn- um: Hvemig geturðu þetta, Magnús minn? Þá hvíslaði ég að henni: Hver kenndi mér að reikna! Henni þótti gaman að þessu. Ég fór að vinna strax fyrir fermingu — byrjaði sem send- ill hjá Sláturfélagi Suðurlands og var þar í hálft annað ár. Seinna var ég eitt ár í Tóbaks- húsinu hjá Engilbert Hafberg og þaðan fór ég í Skóverzlun B. Stefánssonar og Bjarnar. Þar var ég viðloðandi í 16 ár. Ég lærði bókhald hjá Björg- úlfi og sótti einkatíma í tungu- málum. Menntunin er nú ekki meiri en þetta, góði. En það hefur snemma vakn að hjá þér löngun að verða sjálfstæður . .. BYRJAÐl MEÐ VASABISSNESS... Það er rétt. Ég byrja með Magnús, kona hans Ingibjörg Jónsdóttir Kaldal (systir Jóns og Leifs Kaldal) og sonur þeirra Leifur, framkv.stj. Flugöryggis- þjónustunnar. að kaupa vasabissness eins og það var kallað. Áður en ég byrjaði með PFAFF, verzlaði ég með um- búðakassa og síðar seldi ég sprengiefni. Sprengiefni? Já, ég seldi það til bæjarins, bauð það fyrir 3.60 kílóið, en bærinn hafði áður keypt það fyrir 7.20. Ég þénaði samt vel á verzluninni og náði þannig í mína fyrstu peninga. Hver hjálpaði þér að koma þessum viðskiptum í gang? Enginn sérstakur. Ég þurfti ekki mikla peninga til að byrja með. Þetta hófst með því að Magnús hlaunari og póstur, sem borðaði hjá mútter, var aðal sérfræðingur bæiarins í snrengingum. Hann sagði eitt sinn: „Geturðu ekki náð í sprengiefni, strákur, þá geturður þénað peninga“. Þetta reyndum við síðan og tókst vel. Hvar fékkstu sprengiefnið? Frá Noregi. Það var erfitt að fá það flutt hingað. Skipin, Lyra og Nova, sem höfðu hing- að fastar áætlunarferðir, máttu ekki flytja meira en 100 kíló í ferð, þar sem þau voru far- þegaskip. Svo voru á ferðinni dallar öðru hverju og með þeim fékk ég stærri sendingar. Eitt skipti fékk ég á þriðja tonn með skipi og þá lenti ég í vandræðum með geymslupláss, en kom þessu þó fyrir í skúr- um uppi í Eskihlíð. Þurftirðu ekki að greiða stóra fúlgu til hins opinbera? Þetta var allt öðruvísi þá. Tollur var sáralítili, og þá var ekkert spurt um hvort sending- in væri greidd eða ekki. Firm- að sendi þetta í opinn reikn- ing, og maður sendi ávísanir til baka. Hið opinbera skÍDti sér ekkert af þessu. Þetta end- aði með því að þegar höftin komu 1934-1935 fékkst ekki leyfi fyrir frekari yfirfærzlu og þá lentu margir í vanskil- um. Hvað ertu gamall, þegar þú byrjar á þessum viðskiptum?

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.