Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 16
16 ÚTLÖND FRJÁLS VERZLUN NR. 1 1971 á sviði vísinda, tækni og iðnað- ar. Vitað er, að nú eru í notkun um 70 þúsund tölvur í Banda- ríkjunum, en þó að Sovétríkin neiti að gefa upp fjölda tölva hjá sér er álitið, að þær séu um 7000, eða einn tíundi miðað við Bandaríkin, en líklega er sú tala of há. Talan er byggð á ummælum sovézka hagfræð- ingsins Yuri Chernyak, sem sagði árið 1961: „Áætlunar- kerfi okkar er svo fullkomið, að við þurfum ekki nema einn tíunda fjölda tölva, miðað við þær 15000, sem eru í notkun í Bandaríkjunum.“ Engar sann- anir eru fyrir hendi um að í Sovétríkjunum hafi tekizt að halda í við Bandaríkjamenn í þessum efnum, ekki einu sinni að einum tíunda. Sovézkar tölvur eru yfirleitt um 15 árum á eftir vestrænum tölvum, bæði að gæðum og smíð. í skýrslu frá ráðuneytinu í Moskvu, sem hefur yfirum- sjón með tölvuframleiðslu, nú fyrir nokkrum mánuðum, kom það fram, að Rússar eru nú fyrst að hætta framleiðslu á tölvum, sem vestrænar þjóðir hættu við um 1955. Þar var einnig viðurkennt að transistor- tölvurnar væru óhentugar. För- maður sovézku áætlunarnefnd- arinnar viðurkenndi í sumar, að sovézku tölvurnar væru svo lélegar, að ekki væri hægt að koma upp stórum tölvumið- stöðvum. Sovétmenn eru líka langt á eftir í gerð tölvusvara og verða að semja prógrömmin sjálfir alveg frá upphafi, vegna þess að þeir framleiða ekki þá hluti, sem þarf til tölvusvarans. Slík- ir hlutir eru framleiddir í stöðl- uðu formi á Vesturlöndum og lítt menntað fólk getur unnið við svarana, en í Sovétríkjun- um verða hámenntaðir vís- indamenn að annast slíkt sjálf- ir og verður mikil tímasóun af. Sovétmenn hafa nú nýverið hafið smíði tölvu af þriðja ætt- lið, eins og það heitir á tölvu- máli, en þeir vita svo litið um verkefnið, að þeir kalla það aðeins R, sem er upphafsstafur ,,Ryad“, sem þýðir röð. Hafa þeir reynt að fá kommúnista- rikin í A.-Evrópu til að taka þátt í smíðinni, en fengið dauf- ar undirtektir. Meira að segja hafa sovézkir tölvusérfræðing- ar lagst gegn henni. V. M. Glushkov, yfirmaður Reikni- stofnunarinnar í Kiev, benti á það, að þegar þessu verki yrði lokið, yrðu Vesturlöndin búin að taka 5. ættliðartölvu í notk- un. Leggur Glushkov til að skipt verði beint frá 2. ættlið yfir í 4. ættlið. Sovétmenn hafa boðið Frökkum og V.-Þjóðverj- um að taka þátt í að smíða 4. og 5. ættliðina, en þeir hafa ekki haft áhuga á slíku sam- starfi. Virðist nú, sem þeir hafi ákveðið að halda áfram með R-kerfið. Hugsjónir virðast einnig hafa sitt að segja í þessu máli, því að Sovétmenn hafa löngum kallað tölvur þjóna kapítalism- ans og einokunarstarfsemi. Þeir vilja halda því fram, að hinar hefðbundnu áætlunargerðir og kerfi þeirra gefi miklu betri og dýpri innsýn fyrir tölvuna, heldur en hagkerfi á Vestur- löndum. Markmið Sovétmanna er að koma upp ríkiskerfi, sem lúti stjórn tölvumiðstöðvar áætlun- arnefndarinnar og segja, að í byrjun þessa árs verði um 300 slík kerfi í notkun. Þess má geta, að eigi þetta að ná fram að ganga, skortir enn 39700 slík kerfi. Og öll þessi kerfi eru löngu úrelt á Vesturlönd- um. Bandaríkin Vaxandi hlunnindi Verzlunarráð Bandaríkjanna hefur reiknað út, að margvís- leg hlunnindi starfsmanna, auk beins kaups, nemi að meðaltali 2.052 dollurum á ári á starfs- mann. Þetta er hækkun um 27% síðan 1968. Könnun þessi var gerð hjá 1.115 fyrirtækjum og kom í ljós að hlunnindi eru 77% hærri núna en 1949. Áf þessu eru 468 dollarar greiðslur, sem lög mæla fyrir um. 612 dallarar fara í ellilíf- eyri, 823 fyrir frí og annan tíma, sem ekki er unninn og 149 í margvísleg hlunnindi. Rennismiðasamband Banda- ríkjanna hefur sent öllum sín- um félögum þessa tölu með spurningunni: „Fékkst þú þína 2.052 dollara síðasta ár?“ Bílar Nýr Volkswagen Nýjasti bíllinn frá Volks- wagen, sem til þessa hefur ver- ið prófaður með mikilli leynd, sást nýlega á flugvelli nyrst í Finnlandi, þar sem mynd þessi var tekin. Þessi bíll var þarna til prófunar í vetrarveðri, á- samt öðrum gerðum af Volks- wagen. Til að villa fyrir þeim, >sem sáu hann, var hann með Opel merkjum. Mótorinn er vatnskældur, 1.200 cc. að stærð og staðsettur undir aftursæt- inu. Talið er sennilegt að hann verði settur í framleiðslu ein- hvern tíma á þessu ári.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.