Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 44
44 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 1 1971 Skemmtanalífið Dansmenntun ræður oftast úrslitum um samkvæmishæfni fólks Rætt við forstöðumenn brieraia helztu dansskólanna í Reykjavík. Dainis hefur verið og er svo ríkur þáttur í öllu samkvæmis- lífi hér á landi að sá maður telst vart samkvæmishæfur sem ekki hefur nokkra kunn- áttu í þeirri list. Það hefur þó verið nokkuð einfaldara hin síðari ár, þegar dansiðkun hefur einkum verið í því fólg- in að „standa kyrr á sama stað og skekja sig sem óðast,“ en það er þó spurning, hvort slíkt teljist samkvæmishæfni. Ákaf- lega fáir geta lært að dansa með því einu að fara á böll, en sem betur fer má nú nema danslistina í góðum skólum. DANSSKÓLI HERMANNS RAGNARS. Dansskóli Hermanns Ragn- ars Stefánssonar var form- lega stofnaður árið 1958 og er nú til húsa í Miðbæ, að Háa- leitisbraut 58-60. Hermann og Unnur kona hans hafa reynd- ar stundað danskennslu síðan 1947, en þá í námskeiðsformi. Nemendur Hermanns eru frá fjögurra ára og uppúr og sjö kennarar með kennarapróf í dansi starfa við skólann, og fylgist starfsliðið vel með öll- um nýjungum, m. a. með utan- ferðum. Nemendunum er að sjálf- sögðu skipt í flokka, í þeim vngstu eru börn 4-6 ára, þá 7-9 ára, 10-12 ára og svo koma táningaflokkar 13-16 ára og 16-25 ára. Eftir það teljast menn fullorðnir og þá koma par-hópar eða hjónahópar, og „eldri kynslóðin“ er svo dug- leg við dansinn að skólinn ann- ar hvergi nærri eftirspurninni. Hermann sagði mjög algengt að fólk stundaði skólann í mörg ár, og hjá honum eru all- margir sem hafa verið að læra að dansa í 8-10 ár. Það er ekki vegna þess að íclkinu gangi svona skelfing illa, heldur hef- ur það mikla ánægju af dans- náminu og það er frekar orð- ið regluleg skemmtun en beint nám. Hitt er svo og annað mál að dans vexður aldrei numinn til hlítar, eftir því sem Her- mann segir, og jafnvel þeir sem hafa dansinn að atvinnu — eða kannske sérstaklega þeir — verða stöðugt að vinna að því að bæta sig. Það kemur einnig fram mikið af nýjum dönsum á hverju ári, og þá verða kenn- ararnir að læra jafn óðum, og' þurfa því að fylgjast með öllu sem gerist í dansheiminum, með því t. d. að kaupa mikið magn af allskonar blöðum og tímaritum, og að sjálfsögðu allar nýjar plötur sem koma á markaðinn og ná einhverjum vinsældum. — Og hverjir eru nú vin- sælustu dansarnir? — Þeir eru of margir til að hægt sé að muna þá alla í fljótu bragði, segir Hermann. Það er mjög mikið komið und- ir tónlistinni hvort dans verð- ur vinsæll. Margir tízkudans- anna verða skammlífir, en sumir verða sígildir. í því efni dettur mér t. d. í hug Cha-cha- cha, sem kom fram fyrir 12-14 árum, og er efcki síður vinsæll í dag en hann var fyrsta árið. Það kemur mikið til af því að tónsmiðirnir hafa verið ákaf- lega frjóir, og svo hafa líka mörg gömul og vinsæl lög ver- ið færð í nýjan búning þann- ig að hægt er að dansa Cha- cha-cha eftir þeim. Aðrir vin- sælir dansar eru svo t. d. Quick step, Tango, Rumba, Jive og svo auðvitað enskur vals, svo fáir séu nefndir. — Hermann, ef kæmi til þín einhver letingi, sem vildi læra nóg til að verða rétt ballfær á skömmum tíma, hvað myndir þú gera fyrir hann? — Þessu er ekki auðvelt að svara, því það eru nokkrir möguleikar sem velja má um. Eg myndi leggja áherzlu á þrjá takta og kenna þá fyrst og fremst enskan vals (hægur taktur) sem er jú eiginlega homsteinn danslistarinnar. Þá myndi ég taka fyrir Samba (hraður taktur) og svo Fox trot (hægur-hraður). Með þessu væri maðurinn sæmilega ballfær. —■ Nú er auðvitað félagslíf í sambandi við kennslustund- irnar sjálfar, en þróast eitthvað slífct utan þeirra? — Já, mikil ósköp. Við höld- Hermann Ragnar á nemendaskemmtun.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.