Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 13
FRJÁLS VERZLUN NR. 1 1971 13 LTLÖIXID Efnahagsmál vaxandi vandamál Verðbólga Verðbólga fer nú ört vax- andi í iðnaðarríkjum heims. Óttast margir hagfræðingar að ef ekki tekst að stöðva hana, verði ekki komizt hjá alvar- legri heimskreppu fyrr eða síð- ar. Nefnd hagfræðinga hefur ný- lega sent frá sér skýrslu, sem gerð var fyrir OECD, þar sem réðlagt er að grípa til mjög róttækra ráða í baráttunni gegn verðbólgunni. Ráðleggja þeir að draga úr hagvexti í iðnaðarlöndunum og að láta atvinnuleysi vaxa fram úr því sem nú er. Skýrsla þessi var birt 20. nóvember síðastliðinn og urðu strax um hana miklar deilur. Eins og kunnugt er hafa flestar ríkisstjórnir vestrænna ríkja þá steifnu að halda atvinnu- leysi sem lægstu og ýta undir sem örastan hagvöxt. Telja flestar þessar ríkisstjórnir það pólitískt óframikvæmanlegt að framkvæma þessar ráðlegging- ar. Þá hafa verkalýðsfélögin mótmælt stefnu þeissari ákaft, enda myndi hún koma harðasl niður á meðlimum þeirra, sem mega vart við því. Sá þekkti eltingaleikur kaupgjalds og verðlags, sem er orðinn að hefð ihér á íslandi, er nú að breiðast í vaxandi mæli um iðnaðarlönd hins vestræna heims, og halda sérfræðingar OECD því fram, að það sé skárra að leggja eitt- hvað á sig til að ná tökum á verðbólgunni, en að verða henni að bráð með kreppu. Á fyrri hluta sjöunda ára- tugsins var verðlag stöðugt í Bandaríkjunum, Vestur-Þýzka- landi og Japan, sem hafði þau áhrif að halda niðri verði á heimsmarkaði og þannig al- mennri verðbólgu. Nú hefur orðið á þessu breyting og öil þessi ríki verða að horfast í augu við verulega verðbólgu. Ekkert hinna þróuðu iðnaðar- ríkja er nú laust við verðbólgu. í sumum löndum Vestur Evrópu er vinnuaflsskortur, eins og í Vestur-Þýzkalandi, þar sem vantar níu starfsmenn fyrir hvern sem er skráður at- vinnulaus. Þeir sem eru á at- vinnuieysisstyrk eru nær allir óstarfhæfir. En í Bretlandi og Bandaríkj- umum er að gerast annað, sem ek'ki kemur heim við kenning- ar flestra hagfræðinga. Bæði verðbólga og atvinnuleysi fara vaxandi. Veldur þetta áhyggj- um, en ekki er ljóst hvernig á að leysa þennan vanda. LITLU ÞJÓÐIRNAR VINNA GEGN VERÐBÓLGUNNI Litlu þjóðirnar vinna af kappi gegn verðbólgunni, á meðan stórþjóðir, eins og Bret- ar, Bandaríkjamenn, Frakkar og Þjóðverjar, eru að ræða hvað gera skuli. Þannig segir í U.S. News and Worid Report 28. desember. Er þar m. a. skýrt frá verð- stöðvuninni á Íslandi. Einnig' segir að í Noregi sé verðstöðv- un, launahækkanir bannað ut- an gildandi samninga um miðj- an nóvember og að dregið hafi verið úr lánsfjármagni. Þá er minnst á verðstöðvun í Svíþjóð og Danmörku og taldar líkur á að Danir innleiði eitthvert verðlagseftirlit þegar verð- stöðvun lýkur. í Finnlandi hafa verkalýðs- félögin, bændur og atvinnu- rekendur samið til langs tíma um ráðstafanir til að halda niðri verðlagi. Hafði Kekkon- en forseti forgöngu um þá samninga. Núverandi sam- komulag er 1 gildi til marz 1972. Með slíkum samningum hefur Finnum tekizt að halda árlegri verðbólgu innan við 3% á síðustu tveimur árum, sem er lægst í Evrópu. Hollenska stjórnin tilkynnti í miðjum desember að hún myndi hafa eftirlit með launa- hækkunum á fyrri hluta þessa árs og belgíska stjórnin hefur tekið upp strangara verðlags- eftirlit á fyrstu þrem mánuðum ársins. Á írlandi hafa laun hæst launuðu ríkisstarfsmanna verið lækkuð um minnst 10% og sérstök fríðindi þeirra, sem lúta að fjármálum, verið af- numin. Er búist við að lög- festar verði reglur um hækk- anir á vörum og alm. launum. Hinum megin á hnettinum var sett verðstöðvun á Nýja- Sjálandi, um tveggja mánaða skeið, til að gefa stjórninni tíma til að móta nýja stefnu í efnahagsmálum, þar sem hækkanir verðlags og kaup- gjalds hafa skipzt á. Hvort þessar hörðu aðgerðir bera árangur er ekki víst. Margir efnahagssérfræðingar telja að tímabundnar verð- stöðvanir geti verið gagnlegar við að berjast við verðbólguna, ef þær eru gerðar á réttum augnablikum. Telja þeir mik- ilvægt í því sambandi, að vöxt- ur í viðskiptalífi þessara landa minnki nógu mikið. Ef ekki, má búast við miklum verð- hækkunum strax og slakað er á takmörkunum og því næst miklum launahækkunum.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.