Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 9
FRJÁLS VERZLUN NR. 1 1971 ISLAND 9 Sveitarfélögin 5-10% tekna til eigin ráðstofunar Fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga eru nú til end- urskoðunar, og vinnur að því sérstök fjögurra manna nefnd, skipuð ráðuneytisstjórunum Hjálmari Vilhjálmssyni og Jóni Sigurðssyni og formanni og framkvæmdastjóra Sambands ísl. sveitarfélaga, Páli Líndal borgarlögmanni og Magnúsi Guðjónssyni. Nefnd þessi hef- ur lagt fram drög að nýrri verkaskiptingu milli aðila, þar sem gert er ráð fyrir mikilli einföldun, einkum með hreinni skiptingu á verkefnum í stað hins almenna samkrulls, sem nú tíðkast um flesta hluti í hin- um fjármálalegu samskiptum aðilanna. Samkrullið hefur þróazt smátt og smátt í áratugi, og er löngu orðið allt of fiókið og þungt í vöfum. Kveður svo rammt að því, að sveitarfélög- in hafa nær ekkert fjármagn til frjálsrar ráðstöfunar, alls staðar kemur ríkið við sögu meira eða minna, og er þetta báðum til verulegs óhagræðis og vafalítið dýrara en þvrfti að vera. Hvað sveitarfélögin snertir er það vitaskuld erfið- ur þröskuldur, að í raun hafa þau aðeins 5—10% af tekjum sínum til algerlega sjálfstæðra athafna. Um 50% fara til lög- bundinna og algerlega óhagg- anlegra útgjalda, um 25% til annarra lögbundinna verkefna og um 25% til samningsbund- inna verkefna. Þar af eru þó aðeins 5—10% alveg frjáls, eins og fyrr segir. Þetta þýðir fyrir sveitarfélög, eins og Kópavog og Akureyri, að þau hafa e. t. v. 7.5—15.0 milljónir til frjálsrar ráðstöfunar á ári. Og sem dæmi um það, hversu þetta fyrirkomulag er úr sér gengið, má nefna, að sveitar- félögin greiða löggæzlukostn- að. þótt þau hafi annars ekkert yfir löggæzlunni að segja. Raunar er fyrirkomulag lög- gæzlu í landinu eitt þeirra mála, sem hvað lengst er á eft- ir samtímanum, enda sniðið við fornar aðstæður. Samhliða endurskoðun á verkefnaskiptingu milli ríkis- ins og sveitarfélaganna, er rætt um framhald á uppbygg- ingu landshlutasamtaka sveit- arfélaganna, sem nú hafa ver- ið stofnuð alls staðar, svo og um að færa lögsagnar- og dóm- þingsumdæmi í nýjan búning til samræmis við fjórðungs- samtök sveitarfélaganna og ger- breyttar þjóðfélagsaðstæður. Af réttsýnum aðgerðum í þess- um efnum má vafalaust gera ráð fyrir stórvægilegri og mik- ilvægri einföldun og hagræð- ingu í sveitarstjórnarmálum, löggæzlu og dómsstörfum. Vissulega eru byltingar- kenndar umbætur af því tagi, sem hér er um að ræða, ætíð vandráðnar og alls ekki sárs- aukalausar. Við ákvörðun um ýmis verkefni hins opinbera, þarf til dæmis mjög að gæta munar landshátta og mann- fjölda. Og gjörbreyting á lög- gæzlu- og dómþingsumdæmum og þá væntanlega einkum sam- eining smárra umdæma og breytingar á umdæmamörkum, hljóta að koma við ýmsa. En slíkt er óumflýjanleg fórn, ef gæta á sjálfsagðrar og nauð- synlegrar hagsýni og réttsýni í ljósi nútíðar og næstu fram- tíðar. Stjórnun IMámskeið á vegttm ríkisins að hefjast Þann 18. jan. nk. hefst nám- skeið í stjórnun á vegum iðn- aðarráðuneytisins undir nafn- inu „Stjórnunarfræðslan — kynningarnámskeið um stjórn- un fyrirtækja“. Stjórnunarfé- lag íslands annast skrifstofu- hald fyrir námskeiðið, og verð- ur það í húsnæði félagsins að Skipholti 37. Þriggja manna stjórn, skipuð af iðnaðarmála- ráðherra, veitir námskeiðinu forstöðu. f stjórninni eru Jak- ob Gíslason orkumálastjóri og formaður Stjórnunarfélags ís- lands, Árni Vilhjálmsson pró- fessor við Viðskiptadeild H. í. og Sveinn Bjömsson fram- kvæmdastjóri Iðnaðarmála- stofnunar íslands. Forstöðu- maður hefur verið ráðinn Brynjólfur I. Sigurðsson lekt- or við Viðskiptadeild H. í. Námskeið þetta mun standa 160 kennslustundir, auk æfinga í lokin. Hið opinbera stendur að nokkru undir kostnaði, en þátttökugjald er 15 þús. kr. fyrir hvern þátttkanda og eru öll gögn þá innifalin. Þeir þátt- takendur, sem stunda námið af kostgæfni. fá að lokum ski'l- ríki til viðurkenningar á námi sinu. Upphaf að meiru. Að tilhlut- an Stjórnunarfélags íslands, starfaði á sínum tíma nefnd, skipuð af menntamálaráðherra, og gerði hún tillögur um tilhög- un fræðslustarfsemi á sviði stjórnunar. Er námskeið þetta hið fyrsta, sem haldið er í framhaldi af þeim tillögum. og var því hrundið á skv. tillögu iðnaðarráðherra í ríkisstjórn- inni við inngöngu fslands í EFTA. Tilgangur námskeiðsins er skilgreindur þannig „að gefa starfandi stjórnendum og þeim, sem takast á hendur for- ystuhlutverk í stjórnun fyrir- tækja, kost á almennri kynn- ingu á undirstöðuatriðum í nú- tímafræðum f yrirtækj arekstr- ar“. Að því er formaður stjórn- ar námskeiðsins, Jakob Gísla- son, hefur tjáð FV, er ætlunin Jakob Gíslason og Brynjólfur Sigurðsson,

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.