Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 42
42 FRJÁLS VERZLUN NR. 1 1971 Drykkjarvatnsframleiðsla 80 miElj. doliara iðnaikir í Bandarikjunnm VERZLUN - ÞJÖNUSTA Matur, kaffi, smurt brauð, veizlumatur. Opið daglega kl. 7—23.30. Smárakaffi, Laugavegi 178, Reykjavík. Sími 34780. Allar algengar málningarvör- ur í sérverzlun. Málningarverzlun Hjalta Einarssonar, Laugavegi 126, sími 23964. Almennar bifreiðaviðgerðir. Ljósastillingar. Fljót og góð afgreiðsla. Bifreiðaverkstæði Níels K. Svane, Skeifunni 5, Reykjavík. Sími 34362. Önnumst hvers konar þvott og frágang á þvotti — fyrir heim- ili, stofnanir og fyrirtæki. Sækjum — sendum. Örugg þjónusta. Þvottahúsið GRÝTA, Laufásvegi 9, Reykjavík. Sími 13397. Hreinsum fljótt og vel allar tegundir fatnaðar. Hraðhreinsun Austurbæjar, Hlíðarvegi 29, Kópavogi (við hlið KRON). Sími 42265. Talstöðvabílar um allan bæ. Tökum flutninga hvert á land sem er. Sendibílastöð Kópavogshf., við Sæbólsveg, Kópavogi. Sími 42222. Hvers konar bifreiðastillingar og allar almennar viðgerðir. Fljót og góð afgreiðsla. Bifreiðastillingin, Síðumúla 13, Reykjavík. Sími 81330. Jarðýtuvinna og alhliða jarð- vegsframkvæmdir. Völur hf., Síðumúla 21, Reykjavík. Sími 31166. Mikið og ekki mikið. 80 milljónir í bandarískum doll- urum í Bandaríkjunum sjálf- um er ekki svo ýkja há upp- liæð. En þegar íslendingi verð- ur hugsað til þess, að 80 millj- ónirnar eru velta drykkjar- vatnsiðnaðar, er ekki örgrannt um að það sé íhugunarefni, enda streyma tærar vatnsbun- ur um hvert byggt ból í hans heimahögum — frá ótal upp- sprettum og að því er virzt gæti ótæmandi. Auðvitað kost- ar virkjun drykkjarvatnsins skildinginn, svo og ekki síður dreyfing þess til híbýla og vinnustaða. En engum dytti held ég í hug að reyna að selja íslendingi drykkjarvatn á flösku eða dós. Það má þá vera eitthvað afbrigðilegt. Hvað um það, dryfckjarvatns- iðnaður er orðinn staðreynd í Bandaríkjunum og víðar, þar sem vatnsból eru ýmist þrotin eða á þrotum eða orðin meng- uð af einhverjum ódrekkandi óþverra. Og þar er vatnið selt á flöskum og dósum, rétt eins og mjólk eða appelsín. Drykkjarvatnsiðnaðurinn í Bandaríkjunum byggist ýmist á nýtingu of lítils magns lind- arvatns, hreinsun vatns eða innflutningi lindarvatns. Stór fyrirtæki í drykkjarvöruiðnaði, eins og Coca-Cola Co., Borden, Inc., Nestle Co., Cainada Dry Corp. o. fl. eru komin með puttana í drykkjarvatnsfram- leiðsiuna með einum og öðrum hætti, og ýmsir aðrir aðilar, einkum stórverzlanahringir, eru með í leiknum sem er þeg- ar orðinn hinn harðasti. Raun- ar eru stórverzlanahringir. sí- fellt að sækja í sig veðrið á sviði ýmis konar framleiðslu, ekki sízt í drykkjarvöruiðnað- imum, enda margir hverjir svo siterkir, að þeir geta tryggt á eigin spýtur næga afsetningu. íslenzkt vatn? Talsvert magn af drykkjarvatninu, sem nú er selt á flöskum og dósum í Bandaríkjunum er innflutt,

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.