Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1971, Qupperneq 13

Frjáls verslun - 01.12.1971, Qupperneq 13
Vilja 100 hektara fyrir flugstöð á Keflavíkurflugvelli Starfsskipulag um viðtöku hópslysa tilbúið Nefnd franskra sérfræðinga mun um áramótin skila skýrslu sinni um framtíðarskipulag þjónustu við farþegaflugvélar á Keflavíkurflugvelli, tillögum um stærð nýrrar flugstöðvar- þyggingar og spám um umferð um flugvöllin til ársins 1990. Samkvæmt því sem FV hef- ur komizt næst gera Frakk- arnir ráð fyrir 10% árlegri far- þegaaukningu um völlinn á þessu tímabili. Á þessu ári mun láta nærri að heildartala farþega, sem farið hafa um Keflavíkurflugvöll verði 535 þúsund. Þá koma einnig fram í skýrsl- unni spár um farþegaflutninga íslenzku flugfélaganna og eftir því sem FV hefur fregnað, gera þær ráð fyrir allverulegum samdrætti í flutningum Loft- leiða, eða um 43% árið 1972 miðað við farþegatölu á þessu ári. Forsendur, sem Frakkarn- ir gáfu sér við spána, hafa þó verulega breytzt, meðal ann- ars hvað almenn fargjöld IATA-félaga á Norður-Atlants- hafsleiðinni snertir og betri samkeppnisaðstöðu Loftleiða á henni en útlit var fyrir snemma á þessu ári. Varðandi flugstöðvarbygg- inguna leggja frönsku sérfræð- ingarnir til, að tekið verði frá 100 hektara svæði undir bygg- ingar. Þess er því sennilega ekki langt að bíða, að íslenzk yfirvöld ákveði, hvort í bygg- ingu flugstöðvarinnar verður ráðizt. í því sambandi hefur verið gert ráð fyrir, að stöðin yrði reist í áföngum á allmörg- um árum. Fyrir nokkru sendu starfs- menn Almannavarna ríkisins frá sér starfsskipulag um við- brögð við hópslysum á Kefla- víkurflugvelli. Er það Guðjón Petersen hjá Almannavörnum, sem unnið hefur að skipulaginu í samráði við Flugmálastjórn og varnarliðið á Keflavíkurflug- velli. Skipulag þetta á að ganga í gildi ef fleiri en 30 manns slasast á fJugvellinum og er aðeins um að ræða fram- kvæmdaskipulag um móttöku og flutning hinna slösuðu. Grundvallaráætlunin gerir ráð fyrir, að á slysstaðnum sé herlæknir er stjórni greiningu slysatilfella. Fer hún eftir veðri fram á slysstaðnum eða í flug- skýli. Þaðan verða þeir, sem sjúkrahúsvistar þurfa með, fluttir með hópflutningabifreið- um. Ef flugvallarsjúkrahúsið annar ekki öllum, sem þurfa sjúkrahúsvist, verða svipuð tilfelli, þ. e. brunar, beinbrot o. s. frv. sett í merktar hóp- flutningabifreiðir og send til sjúkrahúsa í Reykjavík. Þegar þessar hópflutningabifreiðir koma til Reykjavíkur verður þeim beint til viðeigandi sjúkrahúsa af íslenzkum yfir- völdum. Ef 30 sjúklingar eða færri þarfnast sjúkrahúsvistar skal hjálparstarfið vera innan verkahrings bandarísku flota- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli undir umsjón yfirher-- læknis og íslenzks læknis af hálfu íslenzkra stjórnvalda, Ef fleiri en 30 sjúklingar þarfn- ast sjúkrahúsvistar skal hjálp- arstarfið einnig veitt af íslenzk- um aðilum. í skýrslunni er að finna ná- kvæm fyrirmæli um hverjum skuli tilkynna um fjöldaslys á flugvellinum, hvernig koma skuli tafarlaust á sambandi við miðstöð hjálparstarfs í Reykjavík, og hverjar aðgerð- ir aðrar séu nauðsynlegar til að tryggja læknisþjónustu og flutninga . Á Keflavíkurflug- velli koma þar við sögu, auk starfsmanna varnarliðsins, ís- lenzkur flugumsjónarmaður, ís- lenzka lögreglan á flugvellin- um, yfirmaður Loftleiða á flug- vellinum, fulltrúi Rauða kross- ins, flugvallarprestar og sókn- arprestur í Keflavík. FV 12 1971 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.