Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1971, Side 31

Frjáls verslun - 01.12.1971, Side 31
leg og loftið tært, Ferðafólk hefur áhuga á að kynnast því, hvernig lslendingar búa, og Reykjavík ætti ekki að vera olnbogabarn í þessum efnum. Þetta ætti að vera stórt mál fyrir Ferðamálaráð Reykjavik- ur. Það er ekki aðeins hags- munamál okkar, sem verzlanir rekum, heldur borgarbúa í öll- um greinum, og ekki sízt kvennanna, sem eru heima að prjóna vörur fyrir ferðafólkið,“ sögðu þeir að lokum. Stefnt að sérhæfingu í sölu aukahluta fyrir bíla, hjá GT-búðinni GT-búðin á Laugavegi 173 hóf starfrækslu s.l. vor og hef- ur á stuttum tíma náð miklum árangri í sölu bílamálningar, fyllisefnis og rafkerfis, sem verzlunin flytur inn og selur í smásölu. En þar að auki stefna eigendurnir að sérhæfingu í sölu flestra aukahluta fyrir bif- reiðir. t.d. á leðurstýrum, tré- stýrum, felgum, speglum og ótal öðrum hlutum, sem ætlað er að gera bifreiðina sportlegri útlits, kraftmeiri og nýtízkulegri. GT- búðin selur blöndunga og út- blásturskerfi með 4-5 ára ábyrgð. Aðaláherzluna leggur verzl- unin í augnablikinu á bílamáln- inguna, sem er frá Herberts. Allir bílalitir hafa sitt númer og getur eigandi bifreiðarinnar fengið málninguna afgreidda með einnar til átta klukku- stunda fyrirvara. Einn af eig- endum verzlunarinnar, Harald- ur Ingimarsson, hefur verið er- lendis hjá Herberts-verksmiðj- unum, sérstaklega til að kynna sér blöndun málningar. eigin- leika hennar og hegðun. Þá flytur verzlunin inn fylli- efni vegna bifreiðainnréttinga, sem hefur reynzt einstaklega vel og öll sértæki, sem þarf til réttingavinnu. Einnig öll undirefni vegna bílamálningar. Af öðrum vörum verzlunar- innar má nefna kerti í allar teg- undir véla, bifreiðar, báta, dráttarvélar, flugvélar o.s.frv. Þá hefur verzlunin á boðstólum Hallogen—Lux bílljós. Þetta eru sterkari ljós en gengur og gerist í bifreiðum og sérstak- lega góð í dimmviðri. Eigendur verzlunarinnar hafa áhuga á að auka sölu á höfuðpúðum fyrir bifreiðasæti. Þessi áhugi er ekki eingöngu verzlunarlegs eðlis, enda benda þeir á, að höfuðpúðarnir séu nú lögboðnir í Bandaríkjunum. Telja þeir. að tvímælalaust ætti að lækka tolla hérlendis á þess- ari vöru vegna þess aukna ör- yggis, sem leiðir af notkun þeirra. „Þessi vara er hátolluð“, segja þeir, „og tollarnir verða að lækka.“ Auk Haraldar eru eigendur verzlunarinnar þeir Stefán G. Stefánsson og Ævar Guðmunds- son. Haraldur vinnur sjálfur í verzluninni. GT-verzlunin er í 130 fermetra húsnæði, en hygg- ur á stækkun við fyrsta tæki- færi. Frá GT-búðinni. FV 12 1971 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.