Frjáls verslun - 01.12.1971, Blaðsíða 45
— Ekki hefur okkar reynsla
sýnt annað. Prentunin er góð
og okkur hefur tekizt að ná
svo hagstæðum samningum við
hérlendar prentsmiðjur, að ekki
hefur þótt ástæða til að reyna
neinar aðrar leiðir. Engu skal
hins vegar spáð um, hvað verð-
ur, þegar EFTA-tollarnir t.d.
falla alveg niður. Við prentum
aðeins nokkur þúsund eintök
af hverju korti en stórfyrirtæki
erlendis framleiða sams konar
vöru í hundruðum þúsunda ein-
taka. Samt vitum við dæmi
þess, að þrátt fyrir hagstætt
verð hafa erlend kort ekki náð
fótfestu hér, af því að þau þóttu
ljót. Á innlenda markaðinum
skjóta alltaf nýir útgefendur
upp kollinum fyrir hver jól en
hverfa svo jafnhraðan aftur.
Þetta hefur vissulega orðið til
að auka gæði og úrval hjá okk-
ur. sem stundum útgáfuna í
stærstum mæli, og bæta sam-
keppnisaðstöðu íslenzku kort-
anna gagnvart þeim erlendu
Teiknuð kort hafa átt vaxandi
vinsældum að fagna og við höf-
um getað byggt upp ákveðin
markaðssvæði innanlands með
sérstökum útgáfum eins og með
teikningum af kirkjum, svo sem
í Keflavík og Höfn í Hornafirði.
Þess konar myndir höfða líka til
íbúa viðkomandi byggðarlaga
sem velja þær umfram aðrar
á jólakortum.
— Hafið þið gert tilraun til
að flytja út íslenzk jólakort til
sölu?
— Nei, ekki ennþá. Við telj-
um, að þau þurfi fyrst að sanna
ágæti sitt betur á heimamarkaði
síðan kemur vel til greina að
íhuga möguleika á útflutningi.
Á íslandi höfum við á að skipa
mjög hæfu fólki til að ráða út-
liti korta fyrir alþjóðlegan
markað og framleiðslugæðin
eru sízt lakari eins og ég nefndi
áðan.
— Hefur nokkuð dregið úr
sölu jólakorta með auknum
tækifærum fólks til að ná sam-
an persónulega um jólin?
— Þvert á móti. Kortin okkar
eru vitaskuld send í ríkum mæli
til vina erlendis vegna land-
kynningargildis þeirra, en jóla-
kortin setja líka skemmtilegan
svip á híbýli manna um jólin
enda er þeim víðast raðað fall-
ega upp til prýði. Hins vegar
vitum við aldrei fyrirfram, hve
gera má ráð fyrir stórum mark-
aði ár hvert. Ef slíkar upplýs-
ingar lægju fyrir og líka um
smekk fólks væri allt okkar
starf miklu auðveldara og ólík-
legt að við sætum of lengi uppi
með vissar kortagerðir eins og
við gerum núna. Ég vil líka
skjóta því inn í, að sala nýárs-
korta, sem alltaf hafa verið á
boðstólum hér. er ekki okkar
sterka hlið hjá Sólarfilmu, því
að smávísir að henni hefur gjör-
samlega mistekizt.
— Þið gefið líka út póstkort
og bækur. Hvað þykir falleg
mynd á póstkorti?
— Um það gildir engin regla.
Nú eru í umferð hjá okkur 175
tegundir póstkorta og smekkur
kaupendanna er afar breytileg-
ur. Það tekur mörg ár að kom-
ast að því, hvað sé falleg mynd
að þeirra mati.
Það er varla nokkur ferða-
maður, sem ekki kaupir póst-
kort, þó að ekki sé nema frí-
merkjanna vegna, sem viðtak-
andi erlendis kann að meta
mest. Póstkortin eru líka ódýr-
ustu minjagripirnir, sem fáan-
legir eru, og það er greinilegt
hvað salan er mikil á Keflavík-
urflugvelli. þar sem farþegar
í Atlantshafsflugi stanza í eina
klukkustund á ævinni á ís-
lenzkri grund. En smekkur
þessa fólks er mjög einstak-
lingsbundinn. Myndabækurnar
okkar grípa menn líka með sér
á hraðri ferð. Þær eru nú orðn-
ar þrjár, — almenn bók um ís-
land, önnur um Þingvelli og sú
þriðja um eldfjöll. Nú höfum
við í undirbúningi bók um
Reykjavík. Það er mikill vandi
að gefa út þess konar bók-
menntir, því að hlutfall milli
mynda og texta verður að vera
mjög ákveðið til að skapa góða
söluvöru. Þetta skapar síðan
vanda í myndavali og texta-
framsetningu. Rangt hlutfall á
milli þessara liða hefur verið
dauðadómur yfir bókum af
þessu tagi.
— Verður ekki talsverð rýrn-
un á varningi eins og þeim, sem
þið framleiðið?
— Jú, mjög mikil. Segja má
að starfsemi Sólarfilmu sé puð,
stagl og basl, þó að ég ætli enga
dul að draga á það, að við höf-
um náð þokkalegum árangri.
Tilraunastarfsemi er mikil og
dýr og við verðum að veita
geysimikla þjónustu. Það er við-
tekin regla hjá Sólarfilmu að
taka skaddaðan varning um-
yrðalaust til baka, hvar sem
skemmdirnar hafa orðið og
hver sem þeim hefur valdið.
Gallaðar vörur skapa mikla ó-
ánægju viðskiptavinanna í
verzlunum og kasta rýrð á fyr-
irtækið. Þess vegna viljum við
til vinna að fjarlægja vöruna
og bera af því allt tjón og láta
hana fljúga í sorptunnuna.
SÉRHÆFÐIR MENN
SÉRHÆFT VERKSTÆÐI
VENTILL HF. annast hvers konar viðgerðir
og viShald á TOYOTA bílum. SérhæfSir
starfskraftar þýSa öruggari og ódýrari viS-
gerSir. Sérstök. verkfæn frá TOYOTA-
verksmiSjunum til allra viSgerSa.
VENTILL HF.
v/KÖLLUNARKLETT. SlMI 30690.
FV 12 1971
43