Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1971, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.12.1971, Qupperneq 15
Otiönd ISRAEL Byrjað að selja hergögn úr landi lliiklar erlendar skuldir krefjast aukins útflutnings Efnahagsvandræði þeirra þriggja milljóna manna, sem byggja ísrael, eru í dag geig- vænleg, svo ekki sé sterkara tekið til orða, en þrátt fyrir það, er ríkisstjórnin og sérfræð- ingar hennar í efnahagsmálum, þess fullviss, að ástandið í framtíðinni geti aldrei orðið eins slæmt og það var áður fyrr. Daniel Rekanati, sem er eig- andi stærsta einkabankans í landinu, minntist þess nýlega, er bandarískur bankamaður heimsótti hann árið 1952 og spurði hann þá, hvort ísrael yrði enn við lýði eftir þrjú ár. Enginn spyr slíkra spurninga i dag. Líf Yigaels Brods er dæmi- gert fyrir _ líf hins almenna borgara í ísrael. Hann er 25 ára að aldri, og starfar nú sem aðstoðarmaður á vélaverkstæði, og hefur sem svarar 10 þúsund ísl. kr. í laun á mánuði. Hann hefur nýlega lokið þriggja ára herþjónustuskyldu sinni, er kvæntur með eitt ungabarn. Fjölskyldan býr í eins herberg- is íbúð. Vinnuveitandi Brods sagði honum, að ef hann væri duglegur, gæti hann tvöfaldað kaup sitt á næstu sjö árum. Brods er skuldum vafinn. Líf- ið í ísrael er erfitt, og Brods sagði nýlega við útlending, sem hann hitti, að til þess að kom- ast af í ísrael þyrftu menn að vinna mikið og leggja hart að sér. Hann sagðist ekki vera hræddur við að vinna, og sagði, að málsháttur í ísrael segði: „Ef einhver á mikla peninga, eru það ekki velfengnir pen- ingar“. ísraelinn Brods og ríkið ísrael eiga það sameiginlegt, að þau verða að leggja hart að sér til að komast af. Ekki það, að um sé að ræða líf og dauða, heldur að þroskast efnahags- lega. ísrael byggir afkomu sína að miklu leyti á aðstoð frá Bandaríkjunum og Gyðingum, alls staðar í heiminum. Golda Meir ERLENDAR SKULDIR Helzta vandamál ísraels er erlendar skuldir, sem nema um þremur milljörðum dollara, eða um 1000 dollurum á hvert mannsbarn. Arlega þarf 500 milljónir dollara, eða 10% af þjóðarframleiðslunni, til að greiða vexti og afborganir af skuldinni. Útgjöld til varnar- mála eru gífurleg, eða um 27% af þjóðarframleiðslunni (1,35 milljarðir dollara). Til saman- burðar má geta þess, að Banda- ríkjamenn eyða 10% af þjóðar- framleiðslu sinni til varnar- mála. Þessi miklu útgjöld til varnarmála draga úr getu ísra- ela til að byggja betri heimili, skóla og sjúkrahús, sem mikill skortur er á í landinu. Náttúru- auðævi ísraels eru nær engin, og að því er Haim Gvati land- búnaðarráðherra segir, erhætta á, að landið verði vatnslaust á næstu 5-10 árum. SKORTUR Á VINNUAFLI Hagvöxtur í ísrael er svip- aður og í Japan, en í ágúst s.l. felldu ísraelar gengið og eiga nú við sívaxandi verð- bólguerfiðleika að etja. ísraelar fórna öllu fyrir áframhaldandi hagvöxt og útþenslu, og af þeim orsökum er gífurlegur skortur á vinnuafli í landinu, og þeir þurfa í síauknum mæli að treysta á arabíska verka- menn, sem þeir sækja á hverj- um degi til herteknu svæðanna. FV 12 1971 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.