Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1971, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.12.1971, Qupperneq 23
Fyrirtæki vörur þjónusta „Reksturinn verði eins fjöl- breyttur cg ólíkur og svart og hvítt“ Rætt við Sverri Þóroddsson stórkaupmann um innflutningsrckstur og tilraunir með íslenzka vélsleða Sverrir Þóroddsson er löngu orðinn þjóðkunnur maður, varð það raunverulega aðeins 14 ára að aldri, er hann varð annar í íslandsmótinu í svifflugi, en þá íþrótt hafði hann tekið upp tveimur árum áður. Hann lét sér þó ekki nægja 2. sætið lengi og varð íslandsmeistari á næsta móti. Eftir svifflugið snéri hann sér að kappakstri og náði oft ágætum árangri í þeirri íþrótt, lenti í alls konar ævintýrum á kappaksturbrautum og mátti oft þakka fyrir að sleppa lif- andi. En hann slapp og ein- hvern tíma gafst honum ráð- rúm til að stoppa um stund á íslandi og stofna fyrirtækið Sverrir Þóroddsson & Co. Sverrir útskrifaðist úr Verzlun- arskóla íslands árið 1963 og er nú 27 ára að aldri og rekur tals- vert umfangsmikla innflutn- ingsverzlun, auk þess sem hann á og rekur með fyrirtækinu 6 sæta flugvél af gerðinni Cessna 205. FV hitti Sverri að máli um daginn og spurði hann hvort hann væri hættur íþrótta- mennskunni og farinn að helga fyrirtækinu alla krafta sína. SÞ — Ég stend í svo mörgu, sem ég þarf að ljúka, að ég hef hreinlega ekki haft tíma til að hugsa um annað en þann rekstur, sem ég er með segir Sverrir, en bætir við að það sé aldrei að vita hvað hann geri ef tækifæri bjóðist. Sverrir Þóroddsson FV — Hver eru öll þessi við- fangsefni? SÞ — Ég er stöðugt að vinna að aukningu rekstursins, en svo er ég einnig að ljúka við srmði á reynsluvélsleðum hér á ís- landi. FV — Er grundvöllur fyrir fjöldaframleiðslu á vélsleðum hér á landi? SÞ — Ég tel engan vafa á því ef sleðinn er vandaður, fall- egur í útliti og hægt að fá nægi- legt fjármagn. Flest erlend fyrirtæki, sem framleiða slíka sleða kaupa flesta hlutina frá verksmiðjum, sem sérhæfa sig í framleiðslu hinna ýmsu hluta og þess vegna ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að framleiða sleða hér á landi. FV — Er þá ekkert íslenzkt í bessum sleðum? SÞ — Jú, sleðinn yrði ís- lenzkur að öðru leyti en því að vélin. beltið og kúplingin yrðu keypt erlendis frá. FV — Er þetta ekki kostnað- arsöm tilraun og hvernig hefur þú fjármagnað hana? SÞ — Lægsta kostnaðaráætl- un, með því að meta mína vinnu ekki neitt hljóðaði upp á 500 þúsund kr. fyrir 4 reynslusleða. Þar af fékk ég 250 þúsund kr. lán frá Iðnþróunarsjóði, en hitt hef ég orðið að fjármagna sjálf- ur, sem hefur verið mjög erfitt, FV 12 1971 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.