Frjáls verslun - 01.12.1971, Síða 27
Frá mekaniskum yfir til
elektróniskra
Sagt frá starfsemi Skrifstofuvéla hf.
„Við stöndum tvímælalaust í
dyrum þróunar. sem á eftir að
verða mun hraðari, frá mekan-
ískum vélum yfir til elektrón-
ískra. Þessi þróun kom fyrst
fram í reiknivélunum, og á sýn-
ingunni í Laugardalshöll í sum-
ar kynntum við fyrstu ritvélina,
sem er með innbyggðri tölvu.
Sú vél tvöfaldar eða þrefaldar
afköst í samanburði við raf-
magnsritvél, svo ekki sé minnzt
á „venjulegu" ritvélarnar.“
Þetta sagði Sigurður Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri
Skrifstofuvéla h.f., þegar Frjáls
verzlun ræddi við hann og Ottó
A. Michelsen. aðaleiganda og
stjórnarformann hlutafélagsins.
Velta Skrifstofuvéla jókst um
50% árið 1970 frá árinu áður,
og í ár bendir allt til þess, að
aukningin verði um 40% og
veltan verði 70 milljónir króna
eða meira.
Vegna þessarar aukningar er
húsnæðisskortur farinn að
segja til sín og setja skorður
fyrir útfærsluna. Fyrirtækið
Leitar um þessar mundir fyrir
sér um kaup á stærra húsnæði
eða byggingarlóð. Núverandi
húsnæði eru tæpir 300 fermetr-
ar, og stefnt er að því að fá
að minnsta kosti 500 fermetra
húsnæði innan skamms, þar
sem til staðar væru möguleikar
á stækkun upp í 1000 fermetra
í framtíðinni.
„Við erum komnir yfir milli-
stærðina og yfir í þá stærð, þar
sem unnt er að njóta góðs af
hagkvæmni stærri reksturs í
skipulagningu og hagræðingu,“
segja þeir. „Á árum kreppunn-
ar 1967 og 1968, þegar tvær
gengisfellingar urðu, áttu mörg
fyrirtæki í erfiðleikum, og þetta
hamlaði okkur á margan hátt.
Þá tókst okkur að grípa til að-
gerða, sem ollu því, að í stað
þess að velta minnkaði óx hún
ár frá ári. Síðan kreppunni
lauk, hefur aukningin orðið gíf-
urleg.“
Ottó A. Michelsen vann
brautryðjandastarf. þegar hann
stofnaði Skrifstofuvélar hf., fyr-
ir 25 árum. Ottó ryfjar upp, að
fyrirtækið hafi fyrst komið með
litlar samlagningarvélar á
markaðinn hérlendis, sem hafi
hæft vel hinum almenna borg-
ara, sem hafi ekki haft getu til
að kaupa þær stærri og dýrari.
Enda urðu þessar vélar almenn-
ingseign á skömmum tíma.
Skrifstofuvélar h.f. urðu fyrst-
ar til að bjóða á markaði hér-
lendis elektrónískar reiknivél-
ar. Þetta var fyrir um tveimur
árum, og menn voru ekki alveg
tilbúnir að átta sig á hinni nýju
þróun, en í ár hefur sala þeirra
vaxið mikið.
Síðastliðin ár hefur fyrirtæk-
ið meðal annars lagt áherzlu
á að selja kennslutæki fyrir
skóla, námskeið og stofnanir. Á
því sviði hafa framfarir verið
örar, og ný og endurbætt tæki
komið á markaðinn. sem kenn-
arar og skólastjórar hafa kunn-
að að meta. Skrifstofuvélar
hafa lagt kapp á að hafa á
boðstólnum sem flest, sem til
kennslunnar þarf. til viðbótar
því, sem menn kalla ritföng,
svo að viðskiptavinirnir geti
gert öll sín innkaup á einum
stað.
„Okkar stefna í viðskiptum
er að veita þá beztu þjónustu,
sem völ er á,“ segir Sigurður.
„Við lítum ekki svo á, að við
séum búnir að afgreiða við-
skiptavininn, þegar hann er
búinn að fá sína vél. Þá fyrst
teljum við okkur skuldbundna
honum og vera það, eins lengi
og við afgreiðum tæki til hans.
Þetta hefur verið hornsteinn í
rekstri fyrirtækisins, allt frá
því að Ottó hóf rekstur þess
árið 1946. Vaxandi annir á öll-
um sviðum sýna, að viðskipta-
vinirnir finna þetta og meta.“
Starfsfólk Skrifstofuvéla h.f.
er nú 29 manns. Framkvæmda-
stjórar eru Sigurður Gunnars-
son og Jón Óttar Ólafsson. Ottó
A. Michelsen er stjónarformað-
ur og aðaleigandi.
Sigurður Gunnarsson framkvcemdastjóri.
FV 12 1971
25