Frjáls verslun - 01.12.1971, Page 29
Mesta salan í ullar- og
skinnavöru
Rammagerðin hf. færir út kvíarnar
Rammagerðin h.f. er að færa
út kvíarnar. Hlutafélagið hefur
nú keypt Helga Magnússonar
húsið við hliðina á verzluninni
í Hafnarstræti, og verður hún
væntanlega flutt þangað á
næsta ári. Rammagerðin rekur
verzlanir á fjórum stöðum í
borginni með samtals um 800
fermetra gólffleti.
Á síðasta ári aflaði fyrirtæk-
ið um 30 milljónir króna í
gjaldeyri, þar af um helmingur
í smásölunni. Þessi tala sýnir
þó einungis það, sem kom inn
beint, en margir erlendir ferða-
menn eru búnir að skipta gjald-
eyrinum. þegar þeir verzla, og
borga í íslenzkum krónum. Við-
skiptin dafna með vaxandi
ferðamannastraumi, og sífellt
fleiri viðskiptavinir, íslenzkir
og erlendir, færa sér í nyt
möguleikann á að láta verzlun-
ina senda vörurnar til annarra
landa. Rammagerðin tekur 100
% ábyrgð á öllum vörum, sem
hún sendir, jafnvel hinum brot-
hættustu.
Viðskiptamenn geta fengið
kvittun, og allt tjón. er verður
í sendingu er bætt.
Frjáls verzlun ræddi fyrir
nokkrum dögum við Jóhannes
Bjarnason, sem stofnaði
Rammagerðina og Hauk Gunn-
arsson, sem kom inn í fyrirtæk-
ið fyrir 13 árum, og fékk hjá
þeim framangreindar upplýs-
ingar. „Við byggjum mest á túr-
istunum,“ sögðu þeir, „og send-
ingunum fyrir jólin. Viðskiptin
eru þó vaxandi allt árið, en
engu síður verðum við að safna
varasjóði til að standa undir
3-4 mánuðum um veturinn.
Þann tíma erum við einnig að
búa okkur undir sumarið, gera
innkaup og safna birgðum, svo
að við getum fullnægt eftir-
spurninni næsta sumar. Af sum-
um vörutegundum kaupum við
sem næst allt, sem við getum
fengið. Fjárfestingin er mikil
frá áramótum og allt fram í
maí. Starfsfólk er um 40 um
annatímann og niður í 25, þeg-
ar minnst er.“
„Mörg einkafyrirtæki hér-
lendis byggjast nú orðið á fram-
leiðslu fyrir ferðafólkið. Að
þessu starfa margar verksmiðj-
ur með mikinn fjölda starfs-
fólks, og ekki sízt fjölmörg
heimili, þar sem konurnar
starfa við gerð túristavara.“
„Salan er mest í ullar- og
skinnavöru. Að undanförnu
hafa Mokkakápurnar notið mik-
illa vinsælda, bæði fyrir dömur
og herra. Útlendingum þykja
þær hentugar, léttar og á hag-
stæðu verði. Erlendis eru sam-
bærilegar skinnkápur yfirleitt
þykkari og auk þess dýrari. Það
hefur orðið mikil breyting til
batnaðar í skinnaiðnaði á ís-
landi, og hann fer mjög vax-
andi.“
,,í smávörunum hafa orðið
geysimiklar framfarir í silfur-
smíði. íslenzkir silfurmunir
hafa lengi verið góðir, en síð-
ustu 2-3 ár hafa orðið tímamót.
Útlendingar sækjast eftir hin-
um sérstæðu og skemmtilegu
handunnu íslenzku silfurmun-
um.“
„Glit-keramikið nýtur mik-
illa og vaxandi vinsælda.
Hraunkeramík þekkist hvergi í
heiminum nema hér.“
„Það má segja, að við séum
viðbúnir allan sólarhringinn
um sumartímann til að taka á
móti hópum ferðafólks, sem vill
verzla en hefur lítinn tíma.
Þetta hafa verið miklar annir,
en mikil bót hefur orðið með
verzluninni okkar í Hótel Loft-
leiðir. sem er opin frá 8 að
morgni til 10 að kvöldi hvern
dag.“
„Hér vantar helzt, að unnt
verði að dreifa ferðamanna-
strauminum jafnar á árið. Þar
bindum við mestar vonir við
fleiri ráðstefnur um vetrartím-
ann og bættri aðstöðu til skíða-
iðkana. Fullkomin skíðahótel
þyrftu að koma í nágrenni
Reykjavíkur. Annað, sem gæti
fært meiri gjaldeyri, væri, ef
fólk úr skemmtiferðaskipunum
væri gefið meira tækifæri til
að skoða sig um í höfuðborginni
og verzla þar. Reykjavík er um
marga hluti sérstæð borg, hrein-
FV 12 1971
27