Frjáls verslun - 01.12.1971, Side 37
sögu fyrirtækisins hafi byrjað
1947, þegar við keyptum verzl-
un Baldvins Ryel, og opnuð-
um Amaro-búðina, sem verzl-
aði með vefnaðarvöru fyrir
dömur, herra og börn. Rúmum
þremur árum seinna keypti
Amaro verzlunarhúsið af Ryel,
en um svipað leyti gekk Val-
garður úr fyrirtækinu. Þarna
var Amaro svo í næstum 10 ár
eða þangað til við byggðum
nýtt hús við hliðina á því
gamla. Nú er fyrirtækið til
húsa í Hafnarstræti 99—101.
— Hvaða tímabil í rekstri
fyrirtækisins er þér kærast?
— Tvímælalaust árin 1960—
1971. Það hefur því miður allt
of lítið verið sagt til að lýsa
þeim gjörbreytingum, sem urðu
þegar haftakerfið var afnumið
og einstaklingsframtakið fékk
að njóta sín. Þessi tími ber af
í samanburði við allt annað.
Við byggjum þetta sex hæða
hús í hvelli árið 1960 fyrir 10
milljónir Ég hef sett mér þá
meginreglu, að allur arður af
rekstrinum skuli ganga til fyr-
irtækisins sjálfs, og það hefur
lítið verið tekið af peningum
Amaro til að byggja villur fyr-
ir fjölskylduna eða fara á lúxus-
flakk um heiminn
— Má skoða þetta sem gagn-
rýni á aðra kaupsýslumenn?
— Það hefur mikið farið í
súginn hjá þeim ekki síður en
öðrum. íslendingar kunna því
miður ekki að nota góðu árin
á réttan hátt. Ég sá það eigin
augum, þegar síldin var sem
mest fyrir austan á árunum
1965—66. Þá komu sjómennirn-
ir hingað í bæinn og keyptu
bíla. Einn fór svo af stað og
keypti segulbandstæki, kíki og
riffil. Menn vildu líka nýjar í-
búðir, og byggingameistarar
urðu að yfirbjóða mannskap til
að fá einhvern í vinnu. íbúð-
irnar hækkuðu í verði og dýr-
tíðin óx. Hún var ekki neinni
ríkisstjórn að kenna, heldur því
að íslendingar kunna ekki að
nota sér góðærið.
— Er ekki heildverzlun hér
á Akureyri, sem selur mest á
markað í Reykjavík, í erfiðri
samkeppnisaðstöðu við heild-
verzlanir höfuðborgarinnar?
— Nei. Þetta gengur mjög
bærilega. Einhvern veginn hef-
ur okkur tekizt að hafa á boð-
stólum vörur, sem aðrir eru
ekki með. Það er einkenniiegt,
að nú ferðumst við kaupsýslu-
menn stundum saman í hópum
á sýningar og kynnumst vör-
unni, en ólíkt mat og ólíkur
smekkur veldur því, að val á
varningi til að verzla með verð-
ur ekki það sama. Ég fór í
fyrsta skipti til útlanda 1960
en fer nú í eina kynnisferð á
ári fyrir hönd fyrirtækisins til
að fylgjast með nýjungum á
markaðinum, og okkur hefur
oft tekizt að ná nokkuð hag-
stæðum samningum við erlenda
Amaro-húsið á Akureyri.
N Rústfríir aðalvalsar í roðflettivélar. S. S. GUNNARSSON HF.
=^s )/=z Varahlutir í fiskvinnsluvélar. SÚÐARVOGI 18 SÍMI 8-50-10
—s v— Rennismíði — Nýsmíði. REYKJAVÍK
Viðgerðir.
FV 12 1971
35