Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1971, Page 39

Frjáls verslun - 01.12.1971, Page 39
framleiðendur. Þó að varan sé flutt norður hingað og síðan með flutningabílum suður, verður verðlagið fyllilega sam- keppnishæft. Amaro hefur náð góðum samböndum við verzl- unarfyrirtæki syðra, eins og Kjörgarð, Liverpool og Domus og tvisvar á ári förum við með sýnishorn af vörum okkar til Reykjavíkur og bjóðum full- trúum verzlana að líta á þær. Við höfum líka einu sinni tekið þátt í kaupstefnu í Reykjavík og það reyndist geysigóð aug- lýsing. — Starfa aðrir í fjölskyld- unni hjá Amaro? — Já. Konan mín, Laufey Tryggvadóttir, sér um dömu- deildina fyrir mig og hefur gei t lengi. Synirnir Brynjar, Birkir og Kristján eru líka komnir inn í fyrirtækið. Sá elzti starfar við skrifstofuhald, annar í verðút- reikningum og heildsölunni og sá þriðji er sölumaður og af- greiðslumaður. — Hver er skýring á því, að liér hefur þú búið sem full- trúi einkaframtaksins í nábýli við Kaupfélag Eyfirðinga og staðizt því snúning? — Það hafa ýmsir velt því fyrir sér, hvernig þetta sambýli væri. Brezkur dipíómat, sem er vel kunnugur staðháttum hér á Akureyri, spurði mig einu sinni, hvernig á því stæði, að KEA væri ekki búið að kaupa Amaro. Ég spurði þá á móti, af hverju Sovétríkin væru ekki búin að kaupa upp Stóra-Bret- land. Hann svaraði því, að Stóra-Bretland væri ekki til sölu. „Það er Amaro ekki heldur,“ svaraði ég. Kaupfélag Eyfirðinga óx hér sem geysilegt stórveldi á dög- um Vilhjálms Þórs, sem er ein- stakur sómamaður og viðskipta- jöfur á alþjóðamælikvarða. Honum tókst að ná verzlun- inni til kaupfélagsins úr hönd- um kaupmannanna, en hinu ætla ég ekki að leyna, að vissu- lega gerðu þáverandi valdhafar í landinu allt til að styðja við bakið á kaupfélögunum og inn- flutningi var beint til þeirra fyrst og fremst. En það hefur ríkt þegjandi samkomulag um það milli KEA og Amaro, að hvorugur aðili reyni að stíga ofan á hinn. Fólk virðist líka ganga hér á milli búða og skoða, hvað á boðstólum er, án þess að vera fyrirfram ákveðið í að gera viðskiptin við einn aö- ila fremur en annan. Þó eru enn til gamlir og grónir Fram- sóknarmenn, sem telja, að var- an sé bara alls ekki fáanleg, ef hún er ekki til í KEA. Sveitungi minn lýsti því eitt sinn yfir, að það væri eitthvað mikið að kaupfélaginu, úr því að ég væri til. Og af þessu hlýtur að vakna sú spurning af hverju samvinnuverzlunin er ekki jafnmikil og var áður. Starfsmaður í kaupfélaginu ræddi þetta einmitt við mig á förnum vegi fyrir nokkru og hann sagði: „Ég held, að menn- irnir séu ekki lengur í þörf fyi- ir að rétta hver öðrum hjálpa- arhönd“. Ég tel þetta vissu- lega rétt. Menn eru orðn- ir svo sjálfstæðir. En KEA er enn stórt fyrirtæki. Ég hygg, að það hafi um 80% allrar verzlunar með matvörur hér á Akureyri og u. þ. b. 30% af annarri vöru. — Hvað telur þú, Skarphéð- inn, að hafi fyrst og fremst stuðlað að velgengni þinni? Eins og maðurinn sáir mun hann upp skera, hvort sem það er andlegs eðlis eða veraldlegs. Ég þekki lögmálin og veit að öllum ber að leggja eitthvað að mörkum, rétta fram höndina, brjóta ísinn. Samkvæmt þessu hef ég reynt að lifa. Mig dreym- ir fyrir daglátum og það er merkilegt, hvernig ég hef séð fyrir hluti, t. d. viðskiptalegs eðlis, sem hefðu getað ráðið úrslitum fyrir mig. Af þessu hef ég oft haft tóm til að bregð- ast við á réttan hátt. Ég hef líka alltaf haft gaman af að sjá eitthvað verða til og nota pen- ingana eins og bóndinn notar áburð, — til þess að eitthvað megi vaxa af þeim. Atvik frá því að ég var 6 ára gamall á Svalbarðsströnd er mér alltaf minnisstætt. Við FV 12 1971 gengum út á fjöru, ég og félagar mínir, en það flæddi að og ég var að lokum umflotinn á smá- kletti. Þetta var ekki langt und- an landi, svo að mér barst fljót- lega hjálp úr landi. En við þetta tækifæri hét ég því að fara aldrei feti lengra en svo að ég kæmist einfær til baka. GLASSO GLASSOMAX BÍLALAKK GRUNNUR — FYLLIR SPARTL- ÁLGRUNNUR BAKKI HF. simi 13849 37

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.