Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1971, Page 57

Frjáls verslun - 01.12.1971, Page 57
veldara fyrir auglýsingastof- una og markaðsfólkið að vinna sitt verk af hug- kvæmni og skynsemi. 2. Leggðu fram ákveðna mark- aðsáætlun. Slíka áætlun ætti að vinna í samráði við aug- lýsinga- og markaðssérfræð- inga, svo að þeir viti með góðum fyrirvara, hvaðaverk- efni eru framundan. 3. Hvernig á að auglýsa? Hve miklu fé á að verja til aug- lýsinga? Affarasælast er, að auglýsingafólkið sé með í þessum umræðum frá byrj- un, þannig að auglýsinga- og markaðspólitíkin sé sam- tvinnuð. 4. Láttu auglýsingastofuna ekki byrja á verkinu fyrr en öll grundvallaratriði liggja ljós fyrir. Það er engin ástæða til að láta auglýsingafólkið spreyta sig á hugmyndunum út í loftið. Þessi einfalda aðferð hefur reynzt heillavænleg í samskipt- um fyrirtækis og auglýsinga- stofu. SNJÖLL HUGMYND GETUR GEFIÐ MIKIÐ í AÐRA HÖND í víðtækri bandarískri könn- un, sem beindist einkum að samskiptum fyrirtækja og aug- lýsingastofa, kom eftirfarandi fram: Ráðamenn fyrirtækja eru allir á einu máli um gagn- semi skipulegrar auglýsinga- starfsemi . . . hugkvæmni í auglýsingum getur haft meiri áhrif á ágóðamyndun en nokkur önnur stjórnunarleg ráðstöfun . . . Snjöll auglýs- ingahugmynd getur gefið meira í aðra hönd en ára- löng sparnaðarviðleitni . . . Hugkvæmni er eina von smærri fyrirtækja í sam- keppni við stærri fyrirtæki, sem hafa úr nógu auglýsinga- fé að moða. Hugkvæmni í auglýsingum er af listrænum toga og þrátt fyrir hvers konar stöðlun og framfarir í gerð rafreikna, verð- ur ekki í náinni framtíð hægt að fela rafreiknum að leysa verkefni auglýsingamannsins, eða hugmyndasmiðsins. lAtið auglýsingafólkið UM TEXTANN Það hefur áður verið minnst á nauðsyn þess, að ekki séu margir í fyrirtækinu kvaddir til að dæma gildi auglýsingar. Auglýsingastofa í Bandaríkj- unum lagði fram fyrstu hug- myndir að auglýsingum, sem höfðu verið gerðar fyrir járn- brautafyrirtæki. — Forstjórinn kallaði á sinn fund undirfor- stjóra og bað þá að lesa aug- lýsingarnar og gera athuga- semdir, ef eitthvað væri rang- lega fram sett eða villandi. Einn úr hópnum sagði, að hann sæi ekkert athugavert við inn- tak auglýsinganna, en teldi samt rétt að breyta nokkrum setningum. Þá sagði forstjór- inn: „Eg bað um þitt sérfræði- lega álit — láttu auglýsinga- fólkið um stíl auglýsingarinn- ar, því að það er þess fag!“ Kunnur textahöfundur hefur sagt: ,,Ef enginn nennir að lesa texta í auglýsingu, þá hafa of margir verið þar að verki... eintómar meiningarlausar setn- ingar!“ NITTO-hjólbarðarnir vinsælu fást á eftirtöldum verkstæðum: HJÓLBAItÐAVIÐGERÐ VESTURBÆJAR, v/Nesveg, sími 23120. GÚMMÍBARÐINN, Brautarholti 10, sími 17984. HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN, Múla v/Suðurlandsbraut, sími 32960. HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ, Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði, sími 51538. GÚMMIVINNUSTOFAN BÓTIN, Akureyri, sími 12025. NITTO-umboðið li(„ BRAUTARHOLTI 16, SIMI 15485. FV 12 1971 55

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.