Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 11
41 Danmörk: Konungur Lego - kastalans tlm 30 milljonir barna um heim allasn leika sér að Lego - kubbunum Ekki alls fyrir Iöngu gekk Godtfred Kirk Christiansen fram á nokkra verkamenn, sem voru að lyfta kössum fullum af Lego-leikföngum upp á vörubifreið. An þess að hugsa sig um tvisv ar, fór hann úr jakkanum og aðstoðaði mennina. Verkamennirnir litu á þessa athöfn Godtfreds eins og sjálfsagðan hlut, enda er það ekki óalgengt að stjórnarformaður Lego A/S hjálpi starfsmönnum fyrirtækisins þegar svo ber undir. „Ég vil taka þátt í öllu sem hér fer fram“, segir stjórnar- formaðurinn, sem er 53ja ára. Þannig hefur þetta verið frá því aði hann fór fyrst að að- stoða föður sinn við að koma fyrirtækinu á legg. Það var á þriðja áratugnum sem gamli Christiansen byrjaði skipti á tálguðum leikföngum og mat og fatnaði fyrir fjölskyldu sina og þannig varð fjölskyldu- fyrirtækið til, en nú selur það Lego-kubba fyrir rúmlega 10,2 milljarða íslenzkra króna á ári um allan heim. (Hér á íslandi hefur Reykjalundur fram- leiðslurétt á Lego-leikkubb- um). Kirk Ohristiansen, eins og hann er oftast nefndur, hefur gert sér grein fyrir því, að fyrirtækið sé nú orðið svo stórt, að hann geti tæplega lengur rekið það með gömlu persónulegu aðferðinni, en engu að síður heldur hann fast um stjórnvölinn, og er hinn raunverulegi „konungur Lego-kastalans“. Kirk hefur í lengstu lög reynt að komast hjá því að dreifa framleiðslu- kröftum fyrirtækisins í of marga hluti í senn, en engu að síður hugsar hann stöðugt um framtíðarþróun starfseminnar. „Hvað get ég gert til þess að nýta vélar fyrirtækisins bet- ur? Ég reyni að fylgjast með tækniþróuninni, svo að ég geti rætt málin þegar starfsmenn leita ráða hjá mér“, segir hann. Valddreifing. Ýmsum aðferðum hefir ver- ið beitt til þess að fá Kirk til þess að dreifa framkvæmda- stjórninni meðal fleiri manna. Meðal þeirra, sem hafa reynt að hafa áhrif á Kirk, er Kjeld sonur hans, sem er 25 ára og Þó að Lego-fyrirtækið hafi vaxið gífurlega á síðustu árum er Christiansen enn sá, sem heldur fast um stjórnvölinn. FV 11 1974 1]

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.