Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 19
KjötiSna'ðarstöðin er eitt af mörgum iðnfyrirtækjum í eigu
KEA á Akureyri.
unum á Dalvík og í Hrísey, og
einnig nokkuð í Grímsey. Um
þessar mundir má segja að
verið sé að ljúka við síðustu
áfanga í byggingu stórs verzl-
unar- og skrifstofuhúss að
Hafnarstræti 95 á Akureyri,
þar sem m. a. eru til húsa
lyfjabúð félagsins og hið
deildaskipta vöruhús fyrir sér-
vörur. Jafnframt hefur verið
unnið við grunn að nýju mat-
vöruútibúi í Lundshverfinu á
Akureyri auk þess sem tals-
verðar fjárfestingar hafa ver-
ið í vélbúnaði verksmiðjanna,
m. a. í nýrri pökkunarsam-
stæðu fyrir kjötiðinaðarstöðina.
Af yfirstandandi fjárfesting-
um ber þó lang hæst byggingu
nýrrar mjólkurvinnslustöðvar
fyrir héraðið á Lundstúni ofan
við Akureyri, en samkvæmt
núverandi kostnaðaráætlun má
gera ráð fyrir að stöðin full-
búin kosti u. þ. b. 700 milljón-
ir króna. Aðalbygging mjólk-
urstöðvarinnar er nú sem næst
fokheld, en gera verður ráð
fyrir, að framkvæmdir dreif-
ist yfir allangt árabil. Þá er
verið að tankvæða mjólkur-
flutningana úr sveitunum til
mjólkursamlagsins, sem er
mikið framfaraspor, en næsta
stig tankvæðingarflutninga að
og frá sveitunum verður svo
tankvæðing fóðurflutninganna
og má reyndar segja, að það
mál sé þegar á byrjunarstigi.
Mörg fleiri verkefni bíða úr-
lausnar í framtíðinni, en fjár-
hagsgeta verður að ráða,
hversu hratt verður hægt að
fara. Reyndar býst ég við að
mjög alvarlega verði dregið úr
framkvæmdum á næsta ári í
kjölfar þeirrar miklu röskun-
ar, sem orðið hefur í efnahags-
kerfinu. Má gera ráð fyrir, að
nógu erfitt verði að hafa nægj-
anlegt reksturfé, þótt ekki
verði jafnframt staðið í stór-
framkvæmdum.
F.V.: — Milli 80 og 90% af
matvörukaupum á Akureyri
fer fram í matvöruverzlunum
KEA. Nýtur fyrirtækið ein-
hverra forréttinda hjá bænum
í sambandi við úthlutun lóða
til verzlana af þessu tagi?
Valur; — Nei, félagið nýtur
engra forréttinda í þessum efn-
um. Bæjarstjórn hlýtur jafnan
að ráða, hverjir hreppi þær
verzlunarlóðir sem á boðstóln-
um eru hverju sinni. Félagið
hefur hins vegar oftar en einu
sinni byggt matvöruútibú á
Akureyri vegna beinna áskor-
ana frá félagsfólkinu í við-
komandi hverfum, og þá verið
svo lánsamt að fá lóðir fyrir
útibúin.
F.V.: — KEA er stærsta fyr-
irtækið á Akureyri. Hversu
mikið greiðir það til bæjarins
í opinber gjöld?
Valur: — Gjöld fyrirtækja
á íslandi til sveitarfélaga eru
svo sem kunnugt er fyrst og
fremst aðstöðugjald og ýmiss
konar fasteignagjöld. KEA
greiðir gjöld til Akureyrarbæj-
ar eftir nákvæmlega sömu
reglum sem önnur fyrirtæki.
Upphæð gjaldanna fer að sjálf-
sögðu eftir þeim álagningar-
töxtum, sem bæjarstjórn á-
kveður á hverjum tíma innan
ramma viðkomandi laga eða
reglugerða en ákvarðast svo
að öðru leyti af því hversu
mikil velta viðkomandi fyrir-
tækja er og hversu hátt fast-
eignamat eigna þeirra er. KEA
er sem stendur og hefur verið
um árabil lang stærsti gjald-
andi til bæjarins.
F.V.: — Telur þú æskilegt,
sem forseti bæjarstjórnar, að
KEA greiddi meira fé til sjóða
bæjarins?
Valur; — Sem forseti bæjar-
stjórnar tel ég eðlilegast, að
öll fyrirtæki í bænum greiði
eftir sömu reglum sín gjöld til
bæjarins. Vissulega þyrfti Ak-
ureyrarbær á meiri tekjum að
halda vegna fjölmargra stórra
verkefna, sem framundan eru,
en verður hins vegar að halda
sig innan ramma laga og
reglugerða á hverjum tíma.
Almennar aðstæður verða að
ráða hverju sinni.
F.V.: — Svo við hverfum
frá starfi þínu sem kaupfélags-
stjóri og til embættis þíns sem
forseti bæjarstjórnar, þá vild-
um við gjarnan vita, hvaða
mál eru efst á baugi hjá Ak-
ureyrarbæ, og hvaða framtíð-
aráætlanir bæjarstjórn hefur í
sambandi við stækkun bæjar-
ins og atvinnumál.
Valur; — Akureyri er fjöl-
þætt samfélag með margvísleg-
ar þarfir. Segja má, að efst á
baugi hjá bæjarstjórn séu
hverju sinni þau verkefni,
sem við er fengist til lausnar á
vandamálum bæjarfélagsins og
til lausnar hinum fjölþættu
samfélagslegu þörfum bæjar-
búa. Bærinn hefur verið í ör-
um vexti. Nýjar götur hafa
verið byggðar og heil ný
byggðahverfi risið á örfáum
árum. Nýjar samfélagslegar
byggingar hafa verið byggðar.
íbúum hefur fjölgað mun
meira en sem nemur lands-
meðaltali um langt árabil en
FV 11 1974
19